Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Side 10
r 448 ' á bak or Logi hafði tilkynt að hann væri tilbúinn í nýan leik. þá leit jeg til himins með hugrænni þakklætis- kend, að ennþá einu sinni fengi jeg að koma á bak góðum hesti. Jeg hafði nú ekki komið Loga a bak í full 9 ár. Þegar á stað var riðið af Völlun- um og ofar di ó, þá var faiið fram hjá Smalaskála og Klifhólum yíir Gjárn- ar og Kaldársel til liægri, Hlíðamar, Helgafell og yfir Kaldárhóla vfir 1 Helgadal. Þegar snúið var af veginum vfir í Helgadal tók við versti óvegur, stór- grýttur flugbratti. Helgadalurinn er lítill að rúmmáli, að mestu grasi gróinn. Hann líkist meira stórum hvammi, umluktum af hrjúfum hæðaklösum og hraunveggjum. Þessi hvammur er snotur og vinalegur og góður gömlum og þreyttum vöku- mönnum til hvíldar og áningar. Þama var ungt fólk fyrir í sumar- fríi við reistar tjaldbúðir, með vaxt- arbrodd æskunnar í fasi og malandi freyuketti í augum. Eftir stutta áningu og glaðar við- ræður var ferðum lyft að nýu. Nú tóku gamlir og ratvisir gangnamenn við forustunni yfir einn þann versta og hættulegasta óveg, sem jeg minn- ist að hafa farið á hestbaki. Þarna skiptust á háir hraunhryggir með stórgrýtisklungri eða þá sljettara hrauni, sem þakið er holsprungum, myrkum þröngum gjám, hraungata- kerfi, hálfhulið í mosa eða grastæj- um, sem enginn hestfótur er óhultur fyrir að lenda í. Niður í þessum hel- vítum er rofalaust dauðamyrkur og upp úr þeim leggur napran nágust til hrellingar hugdeigu fólki. Jeg þykist þess fullviss, að svo framarlega sem myrkrahöfðinginn hefur útibú hjer á íslandi, þá sjeu-þau í undirdjúpum Hafnarfjarðarhrauns. Þar sem leirs, moldar eða jarðvegs kendi á þess- um heljarslóðum lágu hestarnir á kafi í holklaka-drullu-veitum. Þess- um undrum linti aldrei yfir hraun- breiðuna á milli Helgadals og Gjáar- rjettar. Á þessari leið á vinstri hönd er Sniglabúð. En á hægri hönd Vala- hnjúkur, Valaból, Mygludalir, Hús- fell, Búrfell neðan við Búrfellsgjá, Garðaflatir og Einihlíð. Umhverfi Gjáarrjettar er nokkuð víðáttumikill slakki innan í grjót- hæða og hraunveggja umhverfi. — Rjettin stendur á hraunhellugnmni LESBÓK MORG UTvrBLAÐSINS og er gólfflötur hennar slitróttur rós- vefur úr flatahraunshellum. Rjettin hefur verið listasmíði, hlaðin úr vel löguðu hraungrýti, en nú er tímans tönn byrjuð að vinna henni geig. Skamt frá rjettinni er nátthagi. Hann mun vera eftirvinnusmíði eld- jöfra þeirra sem steyptu og mótuðu hraunið. í nátthaganum er nokkur hestalmgi og þaðan er svipmikið lands lag yfir að horfa þótt þakið sje hrjóstrum og hrauntröllum. En tor- sótt hefur vatnsbólið verið sveittum og þreyttum rjetta og gangnamönn- um í' þessari eyðimörku. Nokkurn spöl frá rjettinni er þröng og myrk hraungjá. Þar í undirdjúpum gjár- innar er vatn að finna. En 5 mann- hæðir eru taldar vera ofan að því. Jeg hefði nú heldur drukkið lækna- spírann tómann á bannárunum held- ur en sækja vatn til blöndunar í slíkt Vatnsból. Jeg hvarf fljótt írá þess- um rökkursdjöflabústað, þar sem ekkert var að sjá nema myrkur og hyldýpi. Eftir góða og glaðværa áningu í þessum bergkastala var lagt upp í siðasta áfangann ofan í Hafnarfjörð. Nú uxu í sálarfylgsnum mínum gróðurnálar og vonarstjörnur um lausn úr þessum tröllaheimum. Brátt komum við á moldargötur með gras- bakkaslitrum, sem lágu niður með Vífilsstaðahlíð á hægri hönd, en Urr- iðakotshrauni á vinstri. Þarna var farin hröð milliferð á skárstu blett- unum. Oft skipti Logi um gang eftir landslagi, en söm var fótsniilin og mýktin á hverju sem gekk. Það gladdi minn gamla hug og gaf mjer ljúft sjónarspil að horfa fram á fal- lega hnakkann og reista hálsinn og faxklofningana hreyfast eins og líf- kvika bárufalda í takt við mjúka og ljetta fótatakið. Máske hef jeg verið full orðfrekur í lýsingu á landslagi og reiðvegi hjer að framan. En bið þó ekki afsökunar á því. Til grund- vallar þessum munnsöfnuði liggur sú hræðilega hugsun, sem enn hvarflar í hugann, að jeg mundi brjóta eða hrufla fætur tvítuga afmælisbarnsins á þessum heljarvegi. En Guði sje lof, að slík ógæfa henti mig ekki í elli minni. Og Ijúft er mjer að dást að og lofa þá lipurð og fótsnilli, sem þessi tvítugi gæðingur býr ennþá yf- ir. Það lá aldrei nærri að hann hnyti eða hrasaði. Hann náði altaf fótfestu á hraunsnydduna og veltandi steinum og sneiddi mjúklega hjá gjám og sprungum. 1 verstu klungrunum duttu mjer í hug hendingarnar hans Gríms um hann Kóp. „Af eðli göfgu fákur fann, fæti mátti ei skeika." Síðasta spölinn, eftir að á veginn kom aftur, var riðið þjettings liðugt, þá krafðist Logi spretta en jeg tlmdi ekki að gefa lionum óskorað freLsi, mjer þótti vegurinn ekki nógu góður en við öftrunina kviknaði og logaði i gamla skapinu, svo að hann reLstí sig hærra og brá sjer á klðlingshopp sem ungur væri. Þegar neðar dró og nær inni hans og vetrarskjóli, varð hann svo ákafur að jeg leyfði hon- um að grípa einn góðan skeiðsprett. Frá fótataki hans bergmáluðu síð- ustu tónkviðurnar í þessari glaðværu skemmtireið. Þessi ógleymanlegi útreiðartúr varði í 6 klukkutíma. Þegar til Hafnarfjarðar kom, var setst að nýju veisluborði. Húsbænd- urnir voru svo hlaðin glaðværð og góðleik, og þrá til þess að gera öll- um til hæfis, að siíkt mætti lengi muna af þeim sem þátt tóku í þess- um fagnaði. En þetta var minningar og af- mælisveisla góðhests. Slíkt fvrirbæri mun fágætt og næstum eins dæmi hjer á landi. En vel sje þeim sem skilja og finna til þess, að góðhestur er sálrænn yndisgjafi og sterkur þátt- ur í lífí þeirra sem öðlast hafa þá lista og náðargáfu að geta elskað og dáð góðan og hugljúfan reiðhest. Að endingu vil jeg svo þakka þess- um góðu og gestrisnu hjónum fyrir veittan gleðidag og óska að þau megi sem lengst njóta návistar Loga og kosta hans. ð I « AUGLÝSING í kirkjugarði: Mönnum er harðlega bannað að taka blóm af öðrum leiðum en sinum eigin. — LIÐÞJÁLFI hvesti augun á nýliða og sagði byrstur: — Þú dirfist að kvarta um það að sandur sje í súpunni. — Já. — Fórstu í herinn til þess að þjóna föðurlandi þínu, eða til þess að rífast út af súpu? — Til þess að þjóna föðurlandi mlnu, en ekki til þess að eta þaðL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.