Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Síða 13
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS T" 449 Penicillin hraðar vexti dýra ÞAÐ er ekki langt síðan að penicillin fanst, og fyrir nokkrum árum var það svo sjaldgæft að það var jafnvel ófá- anlegt þótt lif lægi við. Nú er það orðið svo algengt og ódýrt, að bænd- ur í Ameríku eru farnir að nota það handa skepnum — og með ótrúlegum árangri. Það hefur sem sje komið i Ijós að hin nýu kostameðul svo sem penicillin, aureomycin, streptomycin og terramycin hafa í sjer fólginn þann kraft, að skepnur vaxa miklu hraðar en ella ef þeim er blandað í fæðu þeirra. Og auk þess verða þær hraust- ari. Ekki þarf að blanda nema nokkr- um grömmum af þessum meðulum í heila smálest af skepnufóðri til þess að áhrifin komi í ljós. Grísir vaxa þriðjungi hraðar af þessu fóðri og kjúklingar fimtungi hraðar heldur en af venjulegu fóðri. Auk þess verða vanhöld miklu minni og ber ekki á ýmsum sjúkdómum, sem áður hafa höggvið stór skörð í þennan bústofn bænda. Um mörg ár hafa bændur vitað, að grísir, kjúklingar og kalkúnar þurfa að fá nokkuð af protein úr dýraríkinu í fóðrið til þess að þrífast. Þetta líf— efni var svo einangrað og gefið nafn- ið „vitamin B-12“. Seinna kom í ljós, að ef þessum fuglum var gefið úi- gangsefni frá þeim verksmiðjum, sem framleiða þessi meðul, þá tóku þeir til að vaxa ótrúlega ört. Mánaðargamlir kjúklingar, sem höfðu fengið þetta fóður, voru alt að því helmingi stærri og þyngri heldur en hinir, sem venju- legt fóður höfðu fengið. Vísindamenn heldu þá að þetta væri að þakka því B-12 fjörefni, sem væri í úrganginum frá verksmiðjun- um. En það kom þó seinna í ljós, að þetta var ekki rjett. Á rannsókna- stofnun nokkun-i var gerð tilraun með kjúklinga og þeir aldir á B-12, blönduðu saman við fóðrið, en þeir stækkuðu ekki örar en aðrir kjúk- lingar. Þá var sýnt að eitthvert annað efni var í úrgangi lyfjaverksmiðj- anna, og það var þetta efni, sem hafði þau áhrif að fuglar og grísir tóku fljótar út vöxt en ella. Og þetta efni var hið sama og það, sem gaf lyfjun- um hinn mikla lækningakraft. Eitt- hvað af því varð eftir í úrganginum. Nú komst skriður á það að lækn- ingalyfin sjálf væri notuð í rann- sóknaskyni saman við skepnufóður. Einn vísindamaður fullyrti þá, að með því að blanda aureomycin í fóður grísa, þá hraðaði það vexti þeirra uni 15—30%. Annar vísindamaður til- kynnti, að grísir, sem fóðraðir hefðu verið á þessu, hefði vegið 94 pund þegar þeir voru 84 daga gamlir, en jafnaldrar þeirra, er fengu venjulegt fóður, hefði þá ekki vegið nema 67 pund. Það kom nú líka í ljós, að meðul þessi gerðu ekki annað en hraða vexti grísanna. Það urðu engin risasvín úr þeim. Sama hefur reynslan orðið um alls- konar alifugla. Þeir þroskast svo fljótt af þessu fóðri að hænurnar byrja að verpa hálfum mánuði á und- an jafnöldrum sínum, er venjulegt fóður hafa fengið. Vanhöld hafa og orðið helmingi minni en áður. Alt miðar þetta að því að auka framleiðsluna. Tjón af vanhöldum minkar, hægt er að koma upp stofni á skemmri tíma, grísi má selja til slátrunar miklu fyr en áður var, hæn- urnar byrja að verpa fyr o. s. frv. Afleiðingin er sú, að meira kemur á markaðinn af kjöti og eggjum, og vegna þess að minna hefur verið kostað til framleiðslunnar en áður, eiga vörurnar að verða ódýrari. Mikið er þó eftir að rannsaka urn þessi efni enn. Menn vita til dæmis ekki hvort hægt muni að hraða vexti kinda og nautgripa á þennan hátt. Sumir eru vantrúaðir á það, benda á að hjá þeim fari meltingin fram á alt annan hátt en hjá fuglum og svínum. Þetta eru jórturdýr og í maga þeirra lifa sjerstakir gerlar, sem vinna fjör- efni úr fæðunni. Verið gæti að með- ulin dræpi þessa gerla og gerðu því meira tjón en gagn. Aftur á móti er ekki loku fyrir það iniimnimii 1111111111 iii mimi ii iniiniiiiii iii iii iii ii iiiiiiiiin iii iiini B Æ K U R = SÁ, sem kann að lesa bækur, f § nýtur hinnar varanlegustu og = = hollustu ánægju, sem lífið getur | 1 veitt, og hann ber höfuð bg herð- = | ar yfir aðra um þekkingu og fróð = | leik. f En það er vandi að velja þær | = bækur, sem maður hefur mest 5 i gagn af. í bókaflóði nútímans eru 1 i fjölda margar bækur, sem ekki i I eru þess virði að þær sje lesnar, i = og sumar beinlínis hættulegar, i i því að þær heimska menn og i í spilla þeim. Aðrar leiða menn á = = villugötur. Menn verða því að i i vera varkárir um bókakaup og | | verða að kunna að vinsa hið = i besta úr bókaflóðinu. En bækur = = verða menn að eiga, og lesa. i i Blindur er bóklaus maður. — | i Samuel Johnson sagði einu sinni i i að ungir menn ætti að gera sjer i I það að reglu að lesa fimm stund- i i ir á hverjum degi. i Allan fróðleik heimsins er að 1 = finna í bókum. Til þess að kom- = i ast áfram í veröldinni á þessum = i tímum, verða menn að afla sjer i i fróðleiks. Þeir þurfa því að lesa i i mikið og þeir mega ekki eyða i = dýrmætum tíma sínum í lestur i = Ijelegra og sálspillandi bóka. i Góðar bækur eru bestu vinirn- i i ir, sem nokkur maður getur eign- = i ast. Þær leiðbeina honum í lífs- i i baráttunni, þær styrkja hann og I 1 veita honum kjark til að sigrast I 1 á erfiðleikum, þær gleðja hann i \ og gera hann bjartsýnan, þær f i miðla honum reynslu fortíðar-, i i innar og leiðsögu fram í tímann. i 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 skotið að hægt sje að hraða vexti barna með þessum meðulum, ef þeim er blandað í mjólk eða kornmat. — Engin reynsla er þó fengin fyrir þessu enn, en rannsóknir í því efni eru í undirbúningi. Það er varla hætt við því að hjer fari eins og í skáldsögu H. G. Wells „The Food of the Gods“ (Fæða guðanna), þar sem hann lætur menn finna upp efni, sem hefur þann eiginleika að það veldur risavexti meðal alls lifandi, sem neytir þess. Hin nýju kostameðul geta aðeins örv- að vöxt meðan á honum stendur, en ekki breytt flugum í dreka nje mönn- um í risa. — (Úr „Science News Letter")

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.