Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.10.1951, Blaðsíða 16
f 452 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FRÁ SELFOSSI — Dreifbýli var frá öndverðu einkenni bygðar á íslandi. Erfiðar samgöngur gerðu það nauðsyn- legt að hver reyndi að búa sem mest að sínu. Hver jörð var „ríki“ út af fyrir sig. Hvergi mynduðust sveitarþorp ebis og í öðrum löndum, nema ef telja skyldi þorpsbygðina í Þvkkvabænum og í Öræfum. Nú er þetta að breytast og sveitarþorp eru að rísa upp hingað og þangað. Mest af þeim er Selfosskauptúnið hjá Ölfusárbrú. Þegar Ölfusárbrúin var smiðuð, kom þar gistihús, sem nefnt var Tryggvaskáli, í höfuðið á Tryggva Gunnarssyni. Svo fóru að rísa þar upp verslanir. Árið 1925 voru þar 5 hús. En svo fór bygðin að aukast hröðum skrefum. 1935 eru þar 150 íbúar, en iin eru þeir um 1000 og þorpið orðið sjerstakt hreppsfjelag. Þar eru komnar götur og holræsi, rafleiðsla frá Sogi, vatnsveita ofan úr Ingólfsfjalli og hitaveita frá Laugardælum. Þar er stærsta mjólkurbú landsins og þar eru 7 versl- anir og bankaútbú. Selfoss er í þjóðbraut. Ölfusárbrúin er inni í þorpinu og þegar umferð er mest á sumrin er talið að bíll fari um brúna á hverri mínútu að meðaltali. Aðalgata þorpsins, Austurvegur, sem liggur eftir því endlöngu, tr hluti af þjóðveginum til Suðurlands og um hann má heita að fari öll umferð milli Reykjavíkur og suðurlands- i ''s ei;;s langt og vegir ná. — Hjer á myndinni sjest vegurinn frá brúnni inn í þorpið og verslunarhús framundan. þeirra er verslunarhús Kaupfjelags Árnesinga og mundi það hafa verið talinn „fallegur kofi i sveit“ fyrir nokkr- um árum. — (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.l Selamjólk var fyrrum höfð til ljósmetis við Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Menn tóku kópavambir með mjólkinni í og hengdu þær upp í eldhús. Sögðu þeir að við það breyttist mjólkin í lýsi, og var hún síðan höfð á lýsislampana. Selstöður Á 18. öld þegar einokun, fjárkúgun og ill stjórn hafði drepið allan dug úr íslendingum og landið var auk þess í kaldakoli af harðindum og fjárfelli og fólkið hrundi niður úr hungri, hug- kvæmdist dönsku stjórninni að bæta I úr þessu. Var gefið út konungsbrjef 24. febr. 1754 er fyrirskipaði bændum að hafa í seli, að minsta kosti tveggja mánaði tíma, frá því er átta vikur væri af sumri til tvímánaðar. Lagaboð þetta varð auðvitað ekki að neinu gagni. lTm kaffl orkti Eggert Ólafsson þetta: Ef austan að svokallað kaffi kolamylsnu þeir girnast saup, þá segi jeg komi af syndastraffi svoddan prjálsemdar eldast kaup; af einiberjum betri drykk bý jeg sem hefur sama skikk. Þetta mun vera orkt um 1764, en kaffi fluttist fyrst hingað til lands um 1760, og ekki var alment farið að nota það fyr en um 1850. Að leggjast á golf. Fyrir langa iöngu var það tíska, bæði á Norðurlöndum og líklega víðar um heim, að iáta konur liggja á gólfinu á meðan þær ólu börn. Var þá svo urn þær búið, að hey eða gras var borið inn á gólfið, og þar urðu þær að liggja þangað til skilið hafði verið á milti. Siður þessi er nú horfinn fyrir mörg- um öldum. En til skamms tíma voru uppi talshættir, sem áttu við þennan sið. Sagt var að kona „legðist á gólf“ þegar hún tók ljettasóttina. Þá var talað um að barn „lægi í grasinu" er það var nýfætt, og að það „góli í grasinu“ ef það grjet nýfætt. Frostaveturinn mikli Það er til marks um hörkurnar vor- ið 1882 að skip fraus inni í Stykkis- hólmi í maíbyrjun og var hestís í kringum það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.