Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Side 1
XXVI. árgangur 39. tbL Sunnudagur 14. október 1951. Jóhannes Nordal UM ÍSLENSKA MANNFRÆÐI GREIN ÞESSI er rituð í til- efni af íslenskwm æviskrám eftir Pál Eggert Ólason, sem nú eru að koma út hiá Hinu íslenska bókmenntafjelagi. I. Mannfraeði og ættvísi hafa frá fomu fari heillað hugi íslendinga. Má vel sjá það af því, hve miklar heimildir er að finna um ættir og einstaklinga í íslenskum ritum, gömlum og nýjum. Hefur mörgum fundist ættfræðin vera fullmikil fyrirferðar í fræðiiðkunum íslend- inga, enda hefur saga vor oftast verið rituð fremur sem persónu- saga en þjóðarsaga. Ekki er þó rjett um það að sakast, án þess að minn- ast þess, sem gott hefur leitt af ást íslendinga á mannfræði. Hún er svo snar þáttur af menningu vorri, að vjer getum ekki dæmt hana ómerka, án þess að afneita um leið mörgu þvi, sem best og frumlegast er í íslenskum mennt- um. Ættfræðin hefur verið nefnd móðir sagnfræðinnar. Meðal hinna frumstæðari þjóða, þar sem sam- heldni ættanna er undirstaða þjóð- fjelagsins og alls rjettlætis, er ætt- vísi ekki aðeins nauðsynleg, held- ur einatt helguð af trúarbrögð- um. Eining þjóðfjelagsins er ekki einstaklingurinn, heldur ættin, og æðsta skylda hvers manns, er að efla ætt sína. íslendingar söguald- arinnar voru komnir lengra í átt til einstaklingshyggju en ná- grannaþjóðirnar, en samt hjeldu þeir lengst og fastast í ættvísi sína. Var það vegna þess, að hjer bar hún ávöxt. Hún varð auðugri og fyllri: varð að mannfræði*) Utan um kjarna mannfræðinnar óx síðan sagnaritunin, uns hún náði full- komnun í snilldarverkum þrett- ándu aldarinnar. Jafnvel þeir sagnritarar sem minnst hirða um sannleiksgildi frásagnar sinnar, skjóta inn í hana ættartölum hjer og hvar og fylgja þannig gamalli hefð. Það hefur vafalaust ráðið miklu um áhuga íslendinga á mannfræði *)Mannfræði er hjer notað í hinni fornu merkingu, þ. e. fræðin um ein- staka menn, söeu þeirra og uppruna. Það nær því yfir ættfræði líka, en er allmiklu víðara. Nú er mannfræði stundum notað sem þýðine á antropo- logi, en mjer virðist misráðið að reyna að útrýma þinni gömlu merk- ingu, sem er enn rík í málinu. Dr. Páll Eggert Ólason. 1 á seinni öldum, hve nátengd hún er höfuðbókmenntum vorum, enda varð ættfræðin enn sem fyrr efst á baugi, þegar fræðiiðkanir hófust á ný á íslandi eftir siðskipti. Ætt- fræðingar hafa lengi verið í fylk- ingarbrjósti þeirra, sem kannað hafa sögu vora, og einatt orðið fyrstir til að rannsaka nýjar sögu- legar heimildir og koma þeim fyrir almenningssjónir. Gott dæmi um þetta er manntalið frá 1703. Þessi merkilega heimild, sem varpar skýru ljósi tölulegs fróðleiks á ís- lenskt þjóðfjelag fyrr á öldum, var *■ Vdt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.