Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 457, í LEIT AÐ GIIÐI Sterk trúarleg vakningaralda fer nú um öll Bandaríkin og heíur hrifið með sjer miljónir manna. Hún er ekki sprottin upp af trúboði, heldur af innri hvöt fólksins. Það er farið að sjá að maðurinn er ekki sjálfum sjer nógur. Þsð er farið að leita að guði. — í eftirfarandi grein segir blaðamaðurinn Howard Whitman frá þessari vakningu. „JEG veit örugt ráð til þess að bjarga heiminum,“ sagði bílavið- gerðamaður nokkur í New Eng- land. Hann lá undir bílnum og hendur hans voru löðrandi í koppa- íeiti. Hann var að gera við lyftu vörupallsins. „Örugt ráð?“ endurtók jeg. „Já,“ svaraði hann og setti á sein- ustu smurninguna. Svo skreið hann undan bílnum, rjetti úr sjer og sagði: „Mennirnir eiga að hætta að stjórna og lofa guði að taka við.“ Jeg skrifaði þessi orð hans í vasa- bókina mina. Þau voru í fylsta sam- ræmi við það sem jeg hafði heyrt fólk segja víðsvegar um Bandarík- in. Kona, sem sat á móti mjer í strætisvagni í San Francisco hafði sagt: „Mennirnir hafa gert svo mik- inn glundroða í þessari veröld að jeg vildi að guð tæki nú við stjórn- inni.“ Kaupmaður nokkur í þorp- inu Kutztown í Pensylvania hafði sagt svo jeg heyrði: „Mannkyninu hefur verið gefið tækifæri — en það hefur forsmáð það.“ Og gamall bóndi hjá Ashtabula í Ohio hafði allri fræðimennsku er að velja sjer viðfangsefni og er mikið undir því komið, að vel takist. Hin alþýð- lega fræðimenska hefur hfað lengi með íslendingum og borið ríkuleg- an ávöxt. Það varðar því miklu, að hún eigi enn eftir að brjóta ný lönd og vinna sjer þegnrjett í þeim heimi vísinda, sem vjer nú lif- um í. ILt Kl Jóhannes Nordal. sagt: „Nú getur enginn bjargað heiminum nema guð einn.“ Hvarvetna um öll Bandaríkin leita menn nú guðs af meiri ein- lægni en þeir hafa nokkru sinni gert. Miljónir manna, sem aldrei hafa hugsað um guð nje skeytt því hvort hann væri til eða ekki til, hafa nú snúið sjer til hans. Kirkjurnar fyllast. Sæti, sem hafa staðið auð um fjölda ára, eru nú fullsetin. Menn hópast í söfnuð- ina. í mörgum kirkjum, eins og t. d. Oak Park Christian Church í Kans- as, verður nú að halda guðsþjón- ustur tvisvar á dag vegna aukinnar aðsóknar. Sjera George W. Lucas, prestur við Bethel Baptist kirkjuna í Day- ton í Ohio hefur skýrt þessa breyt- ingu á hugarfari manna og kallað hana „hjarta hungur“. Hann sagði við mig: „Hver maður þreifar fyrir sjer eftir einhverju, leitar að ein- hverju og hver maður vonar að fá sinn skerf úr þessari leit.“ Þið hafið eflaust öll orðið vör við þetta, þessa sífeldu leit, leit að guði. Og sem blaðamaður tek jeg nú þátt í þessari leit. Jeg hef ferð- ast um stórborgir og smáþorp, heimsótt verksmiðjur og bænda- býli, verið á helstu krossgötum og afskektustu útkjálkum Ameríku — alls staðar þar sem hin mikla leit fer fram. Maðurinn ekki einíær að bjarga sjer. HVers vegna snýr ungt fólk sjer til guðs? Hvað er það sem það kall- ar „guð“? Hvernig býst það við að finna hann? Hvernig ætlar það að skilja hann? Henry Knox Sherjríll biskup sagði við mig: „Fólkið leitar guðs •g 'f ^ vegna þess að það hefur lært af sögunni að maðurinn er ekkí ein- fær um að bjarga sjer.“ ^ið sátum X>íi -r . - í skrifstofu hans á Förth Avenue í New York og horfðum út um glugg ana. Þar blöstu við hinar mestu stórbyggingar, sem maðurinn hefur reist, turnar úr stáli og steini. Þá um morguninn hafði jcg verið í einni þessari stórbyggingu og sá þá hvar lítill maður var önnum kafinn við að festa upp leiðbeiningar um það hvert menn ætti að flýa, ef hætta væri á að byggingin mundi hrynja. Biskup mælti ennfremur: „Fram að þessu hefur fólk trúað því að maðurinn væri einfær um að gera alt. Framfarirnar áttu að leysa hvert vandamál. Vandinn var ekki annar en sá að læra meira, finna upp meira, taka skjótari framför- um — og þá hlaut heimurinn að fara síbatnandi. Nú eru menn farn- ir að sjá, að einu hefur verið gleymt í öllum þessum áætlunum. Menn hafa gleymt guði.“ Mannkynið hefur oft verið í vanda statt áður. Þeð hefur orðið fyrir mörgum stórum áföllum. —• Hvað er þá öðru vísi nú eh svo oft áður? Mismunurinn er sá að nú er það í fyrsta skifti að monnum sýnist allar bjargir bannacfaf. Þeir hafa aldrei verið jafn ráðþróta og nú. Þeir hafa altaf þósti hafá eitthvað upp á að hlaupa: vísindi,. verk- fræði, fjöldaframlérðslu, meðul, sálfræði, menningu, rfkisstjórn, þjóðabandalag, sameinaðar þjóðir. Uyggja menn ac eitthvað a£ þessu geti bjargað nú? „Nei,“ sagði sá sem jeg spurði. „Vjer höfum reynt alt, og ekkert dugir.“ _ _ J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.