Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Qupperneq 6
458 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS tess \regna leita menn ntí guðs. Leitin er ekki gerð vegna þess að hver sje að hugsa um sig, að bjarga sjer, fela sig. Vakningin stafar af því „hjarta hungri“, sem sjera Lucas talaði um. Hún stafar ekki að htíeðslu, heldur af innri þi>rt Iliigmynclir manna um guð. En veit þá fólkið hvers það leit- ar þegar það leitar guðs? Á ferða- lagi mínu hef jeg kvnst hugmynd- um fjölda manna um guð, og allar eru þær mjög á sömu leið. Skóla- kennari sagði: „Guð er viska.“ — Kaupsýslumaður sagði: „Guð er háttúran.'* Margir sögðu: „Guð er kærleikur.“ Aðrir sögðu: „Guð er sannleikur,*4 „Guð er miskunn' semi,“ Guð er skapari allSí" Guð er æðsta vera,“ „Guð er faðir alls.“ Þegar jeg var í Rochester í New York ríki hlustaði jeg á eftirfar- andi samtal milli prests og lífefna- fræðings. Við vorum staddir á heimili hins síðar nefnda. Talið barst að guði. L.: Jeg álít að guð sje viska. Hann er samnefnari allrar visku í alheim inum — alviskan. P.: Guð er andi og honum er best lýst með því að segja að hann sje óendanleg viska, kærleikur og máttur. L.: Jeg verð guðs var — eða al- viskunnar — á hverjum degi í til- raunastofu minni. Jeg blanda t. d. saman tveimur efr.um og þau hafa áhrif hvort á annað í samræmi við hrein eðlislög. Að baki þess nátt- úrulögmáls er viska, sem ræður því hver áhrif efnin hafa hvort á annað. Sú vlska, eða sú orka, sem veldur þessu og nær til alheimsins, er í mínum augum guð. P.: Þjer mintust á orku. Þjer er- uð vísindainaður. Hafið þjtr nokk- uru sinni sjeð orku? L.: Auðvitað. P.: Nei, þjer hafið aldrei sjeð orku, en þjer hafið sjeð afleiðingar orku. Getið þjer sjeð rafmagn? Jú, þjer getið sjeð starfsemi einda og rafeinda, er stafar af rafmagni. Þjer getið sjeð rafmagnsljós og þjer getið sjeð rafmagnsneista, en sjálfa uppsprettu orkunnar, rafmagnið sjálft? L.: Jæja, jeg veit að það er til. P.: Alveg rjett. Á sama hátt vit- um vjer að guð er til. Vísindamaðurinn og presturinn báru saman bækur sínar og urðu sammála að lokum, því að báðir leituðu hins sama, þótt hvor færi sína leið. Viku seinna var jeg stadd- ur í háskólanum í Ottawa í Kan- ada. Þá, sagði einri af forustumönn- urti Hans. -við mig: „Það er regin- munur á því að vita að guð sje tit og að þekkja guð.“ Þetta vakti mig til umhugsunar um nýtt viðhorf. Guð er til hvort sem vjer getum gert oss grein fyrir því hvernig hann er. eða ekki. En hvemig eigum vjer að finna guð? Hálfveígja og einlægni. Sjera Cayley í Rochester sagði í útvarpserindi nýlega: „Alt of oft eru guðsþjónustur vorar innantóm orð.... Bænir vorar eru skipanir og mælgi og þær eru ekki til þess fallnar að lyfta hugum manna til himna." Inge, dómkirkjúprestur við' St. Pálskirkjuna í London, sagði á prestastefnu: „Getum vjer í raun og veru vænSt þess að verkamenn komi í kirkju til að syngja „Jeg vil hugsa um Rahab og Babylon," eða þá annað eíns bull og þetta í upphafi 68. sálmsins: Guð taki sig upp." Einlægnin hefur altaf verið að- alsmerki sannleikans. Jeg sat að borði með sjera Cayely, konu hans og fjórum börnum, og'þegar mál- tíð var lokið tóku allir höndum saman og sögðu: „Þakka þjer guð fyrif matinn. Lát þú oss ætíð vera þakklát.“ Þetta var blátt áfram, einfalt og ljóst. Bömin vissu vel hvað þau sögðu. Þau skildu. Háfa þá fullorðnir ekki alveg eins þörf fyrir að vita og skilja það sem farið er með? Hvernig ætti þeir að öðrum kosti að hefja hug sinn til himna? Jeg átti tal við Rabbi Barnett R. Brickner í Cleveland og hann sagði: „Alt of margir prestar halda í hismi trúarbragðanna en gleyma kjarnanum. Hismið mun aldrei hjálpa mannkyninu, heldur kjarn- inn.“ Trúardeilur hafa aldrei hjálpað til þess að finna kjarnann. Því sagði Rabbi Brickner: „Þegar mað- ur sjer fjögur mismunandi guðs- hús saman, þá verður manni á að spyrja: Hvar er sannleLkurinn? Þeir hafa ekki einu sinni orðið sam- mála um það.“ Hann stakk upp á að stofnað væri trúarbragðaráð, nokkurs konar andlegt þjóðabanda lag, þar sem öll trúarbrögð sam- einuðust um trúna á guð aLfoður og bræðralag allra manna. Það væri ein leið til þess að und- irstryka það, sem sameiginlegt er með öllum trúarbrögðum og kjarni þeirra: traustið á kærleika guðs. Þegar einhver finnur hvem yl, kraft og öryggi slíkt traust veitir, þá hefur hann fengið andlega reynslu Jeg átti tal við prest í Kanada, sjera Andrew Guay og hann sagði: „Gleðin er bergmál guðs í sjálf- um oss.“ Þarna var kjarninn. Ef maður getur fundið að guð sje í honum, þá veit hann hvað sönn trú er. Hann finnur til vellíðanar, sannrar gleði, þegar guð er í hon- um. Þannig finnum vjer guð. Guð er í manninum. Ef guð er ekki í maiminum má likia þc-un inanni við fiðlu, þar sem sargað er á girni með hrosshári, en ef guð er í mann- inum, þá er hann eins og fiðla, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.