Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.1951, Side 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ^ 460 - ARNI OLA: f ARNARFIRÐI ARNARFJÖRÐÚR er mestur af Vestfjörðum, ef ískfjarðardjúp er undan skilið. Hann stefnir inn í land- ið breiður og beinn frá suðvestri til norðausturs. Norðan að honum er Vestur-Isafjarðarsýsla, en að sunnan Barðastrandarsýsla. Nokkru innan ■\ið miðju klofnar fjörðurinn um Langancs og á því nesi eru sýslu- mörkin. Annar armur fjarðarins stefnir nú í austur og er miklu þreogri en aðalfjörðurinn. Er armur þessi langur og inst klofnar hann í tvo stutta firði, Borgarfjörð og Dynj- andavog. Þar er fossinn Dynjandi, sem er mestur og fegurstur foss á Vestfjörðum. Hann skiftist í raun- inni í marga fossa og heitir hinn efsti Fjallfoss, og í höfuðið á honum heitir eitt af skipum Eimskipafje- lagsins. Fremst á Langanesi er viti og þar gegnt er Tjaldanes norðan fjarðar, og þar skamt fyrir innan er Hrafns- eyri, þar sem. Jón Sigurðsson er íaeddur. Hinum megin við Langanes er hinn armur fja*ðarins og nokkru breiðari cn styttri og skiftist brátt í fjóra firði, svo að á korti er hann einna líkastur spori eftir einhverja af risaeðlum fortíðarinnar. Vestast er Fossfjörður, þá Reykjarfjörður, þá Trostansfjörður og seinast Geir- þjófsfjörður og er hann þeirra lengst- ur. ( Hrikaleg fjöll 550—650 m. há og I, stýfð að ofan eru á suðurströnd Arn- arfjarðar og ganga víðast fram að sjó og liggur vegur þar í bröttum skrið- um. Eru þar dalskorur og hvylftir upp frá sjónum með stuttu millibili 'i og er þar nokkur gróður, en fjöllin \ sjálf virðast gróðurlaus. En sviplaus eru þau ekki. Þarna gnæfa himin- hátt þverhnýptir hamrar, hlaðnir upp af óteljandi berglögum eins og kastalaveggir. Sums staðar hafa ‘s, veggir þessir brotnað og hrunið, eins og umsáturslið hafi skotið á þá sprengikúlum mánuðum saman. — Koma þar fram hinar furðulegustu kynjamyndir í bergskorum og fjalls- eggjum, skörð og hvylftir, og er Hólshvylft þeirra merkilegust og til- komumest, enda má hún kallast furðusmíð náttúrunnar. í Hvestu- fjalli heitir Sjöandahvylft. Er mælt að þar hafi einhver galdramaður konrýð fyrir sjö öndum, og alt fram að þessu hefur þótt sækja mjög að fólki, sem átt hefur leið þar um. í þjóðsögum Ólafs Davíðssonar er sagt frá þessu, en nokkuð á annan veg. Þar er hvylftin aðeins kölluð Anda- hvylft. Ólafur hjet eitt sinn bóndi í Hvestu og var kallaður hvalamaður vegna þess hvað hann var góður hvalskutlari. Hann var ríkur, en gróf alla peninga sína í Andahvylft, skifti þeim í 12 holur og setti sinn anda til þess að vaka yfir hverri holu. Um 1650 fann maður cina holuna og hirti peningana, því að andinn sem átti að gæta hennar var þá svo dug- laus, að hann gat ekki varið fjeð. Hinar holurnar eru ófundnar enn. Norðurströndin er sæbrött fyrst, en er innar dregur breytist hún og fará þá að koma kollótt fell og meira undirlendi. í'jallið yst á skaganum milii 'Tálknafjarðar og Arnarfjarðar heitir Kópur og þar fram af Kópanes. Þar er Kópavík og þar var útræði um miðja 19. öld og voru þar tvær ver- búðir. Þarna veiddist mikið af lúðu. En þau álög hvíldu á verstöðinni, að ekki mátti hafast þar við lengur en til 12. sumarhelgar. Væri út af því brugðið hlutust af því slys. Muna núlifandi menn eftir að tvö skip fór-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.