Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Side 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 50? Maðurinn sem íann upp að sjóða niður matvæli ÞAÐ þykir nú alveg eðlilegt og sjálfsagt, að hægt sé að sjóða niður matvæli svo að þau geymist ó- skemmd um langa hríð og hægt sé að flytja þau heimsendanna milli. Þetta er gert bæði í verk- smiðjum og heimahúsum. Konur sjóða niður kjöt, rabarbar og ber og geyma til vetrarins. En enginn man nú lengur eftir þeim mann- inum, sem fyrstur fann upp á þessu og hefur gert mannkyninu ómetan- legt gagn með því. Hann hét Nicholas Appert og var franskur, fæddur í borginni Chalon-sur-Marine árið 1752. Hann var af fátæku foreldri kominn og hlaut ekki neina menntun. En hann var vel greindur og hugvitsmaður að eðlisfari. Árið 1795 voru herir Frakka dreifðir um alla Evrópu og það mátti heita nær óleysanlegt vanda- mál, eins og samgöngum var þá háttað, að birgja allar þessar her- sveitir að matvælum, enda truflaði matarskortur oft hernaðarlegar framkvæmdir af þeirra hálfu. — Stjórnin var í stökustu vandræð- um, en svo fann hún upp á því að heita 12.000 franka verðlaunum hverjum þeim, er gæti fundið upp aðferð til þess að geyma matvæli óskemmd tímunum saman. Menn höfðu þá ekki neinar vís- indalegar rannsóknir til þess að byggja á, og urðu því að þreifa sig áfram í blindni. Menn heldu þá, að í öllum lífrænum efnum, sem lægi umhirðulaus, kviknaði grúi af líf- verum, sem æti þau upp og eitraði stundum. Appert datt því í hug, að ef eitthvert lífrænt efni væri soðið, þá mundu allar lífverur í því drep- ast, og ef síðan væri hægt að geyma það svo, að loft kæmist ekki að því, þá mundi það geta geymst óskemmt von úr viti. Og þá gerði hann þá fyrstu tilraun er gerð var til þess að sjóða niður matvæli. Hann sendi stjórninni nokkrar dós- ir af niðursoðnum matvælum — kjöti, fiski, grænmeti og ávöxtum. Eftir nokkurn tíma kom í ljós að allt þetta var óskemmt, og Appert fékk verðlaunin. Nokkr’um árum seinna gaf hann út bók, leiðarvísi »m það hvernig menn ætti að fara að því að sjóða niður. Fólk trúði honum ekki og hann var dreginn sundur og saman í háði fyrir þessa vitleysu. Samt fór nú svo, að tilraun var gerð í Brest að hagnýta þessa uppgötvun. Kom þá í ljós að það var algjörlega vandalaust að sjóða niður, og að hinar niðursoðnu vörur heldust ó- skemmdar um langa hríð. Napoleon sá fljótt hverja þýð- ingu þessi uppgötvun mundi hafa og skipaði svo fyrir að matvæli skyldi soðin niður í stórum stíl, en það var þó ekki fyr en eftir 1860 að almennt var farið að sjóða niður matvæli og niðursuðuverksmiðjur risu upp víðsvegar um heim. Nicholas Appert andaðist 1841, nokkrum árum áður en Pasteur fann hina vísindalegu skýringu á því að uppgötvan hans bar svo góð- an árangur. Nokkru seinna kom það í ljós, að hægt er að nota kuldann, alveg eins og hitann til þess að halda matvælum óskemmdum. Það upp- götvaðist á þann hátt, að austur í Síberíu fannst skrokkur af mam- mút, sem hafði legið frosinn í jörðu um þúsundir ára, og það kom í ljós að kjötið af honum var enn hæft til manneldis. Nú eru báðar þessar aðferðir, niðursuðan og frystingin, notaðar í æ stærri stíl með hverju árinu sem líður. ★ ★ ★ ★ Mola r Amerískur ferðamaður var á ferð í Kóreu fyrir stríð og honum blöskraði hvað íbúarnir þar voru gjörsneiddir allri kurteisi við kvenfólk. Einu sinni mætti hann til dæmis manni, sem reið á asna, en á eftir honum rogaðist kona hans með þungan bagga á baki. Þetta ofbauð ferðamanninum svo að hann gekk í veg fyrir þau og sagði við mann- inn: Hvers vegna ert þú ríðandi en læt- ur konuna ganga á eftir þér? — Það er siður hér í iandi, sagði Kóreumaður þurrlega og helt áfram. í fyrra fór þessi sami ferðalangur til Kóreu og kom þá á sömu slóðir og fyrr. Og nú vildi svo einkennilega til að hann rekst aftur á sama Kóreumann- inn og er hann enn ríðandi á asna. En sú breyting er nú orðin á að konan gengur á undan honum. Ferðalangur- inn gekk í veg fyrir Kóreumanninn og sagði: — Ég hitti yður fyrir stríð og þá sögðuð þér mér að það væri siður hér í landi að karlmenn ferðuðust ríðandi en konur þeirra gengi með byrði á eftir þeim.Hvernig stendur á þeirri breytingu að konan gengur nú á undan yður? — Jarðsprengjur, svaraði Kóreu- maður. ----o--- — Þér verðið að borga 100 krónur fyrir of hraðan akstur, sagði dómari. — Herra dómari, sagði sá seki, nú eru erfiðir tímar. Getið þér ekki haft sektina lægri? — Hvaða atvinnu stundið þér? spurði dómarinn. — Ég rek búsáhaldaverslun. — Jæja, þá skulum við hafa það 99 krónur 95 aura.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.