Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Qupperneq 8
L 508 L LESBOK MORGUNBLAÐSINS ísak Jónsson: HJA VALDIIViAR BJOR^SSYI^ RAC'HERRA 8 Mii\INESOTA ísak Jónsson og Valdimar Björnsson rádherra VESTASTA og síðasta borgin, sem ég kom til á ierð minni s. 1. vetur um Bandaríkin, .var Minneapolis. Það eina, sem ég vissi um þessa borg, var, að þar bjó Valdimar Björnsson, fjármólaráðherra. Eg hafði haít nokkur samskipti við hann hér heima á hernámsárunum, öll með þeim hætti, sem einkenna svo mjög þennan mæta mann. Rétt fyrir hádegi s. L pálma- sunnudag, þann 6. apríl, kom ráð- herrann í bíl sínum þangað sem ég bjó og tók mig heim til sín. Á leiðinni brá hann sér í útvarps- stöð eina og sagði fréttir frá Norð- urlöndum, t. d. um sölu á hrað- frystum íiski frá íslandi til Banda- rikjanna. Var svo ekið lieim til .Valdimars. Hann er, sem mörgum mun kunnugt, kvongaður Guðrúnu Jónsdóttur, Hróbjartssonar frá ísafirði, mestu ágætiskonu, sem bauð gestinn velkominn af hlýju og innileik. Þau hjón búa í ein- býlishúsi og er heimili þeirra al- íslenzkt í sniðum, enda alveg eins og maður væri kominn til vildar- v vina heima á íslandi. Auk margs, sem prýddi þetta myndarheimili, mátti sjá margt ágætra, íslenzkra boka. Þau Guðrún og Valdimar eiga þrjú börn. Eru það Helga Bjarney, sex ára, Kristín Rann- v veig, fjögra ára og Jón Gunnar, þriggja ára, mjög efnileg börn, eins og þau eiga kyn tii. Helga er létt og leikandi, Jón aðsópsmikill, eins og afarnir, og Kristín skemmti- leg, en dálitið kröfuhörð um nægi- ^Jegt „athafnasvið“. Valdimar faðir hennar sagði, að hún væri alveg eins og hún Kristín amma hennar. Hjá þeim hjónum er systurdóttir frú Guðrúnar, Rannveig Ingvars- dóttir frá ísafirði. Þennan dag var einnig gestkom- andi á heimili þeirra hjóna, ungfrú Ingibjörg Pálmadóttir, Hannesson- ar, rektors. Hún hefur stundað há- skólanám í Saint Paul. Einnig voru þar stödd um stundarsakir Jónas læknir Bjarnason, Snæbjörnsson- ar, læknis í Hafnarf. og kona hans, Jóhanna Tryggvadóttir, Ófeigsson- ar, útgerðarmanns. Þau voru ný- komin heiman frá íslandi ásamt tveim ungum sonum sínum, Bjarna, þriggja ára, og Tryggva, sem er ársgamall. Valdimar og kona hans höfðu skotið yfir þau skjólshúsi, meðan verið var að út- vega þeim íbúð til leigu. En það virtist ekki ætla að verða svo auð- sótt. Og er það saga til næsta bæj- ar, að um það bil, sem ég var að fara frá Minneapolis, stóðu Valdi- mar og Jónas í samningum uin þetta við konu af norskum ættum. Það sem á milli bar, var hálfur annar dollar á mánuði. Jónas vildi, að sjálfsögðu ganga að því. En „kerla“ krafðist þess, að þeir fé- lagar fengju húsaleigunefnd Minneapohs til að viðurkenna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.