Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1952, Page 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 516 SIGAMAÐUR í BJARGI. — í IIornstrendinRabók seg:ir Þorleifur Bjarnason námsstjóri svo frá: — Hvassar bergbrúnir reyndust ótraustum hálffúnum köðlum hættulegar. Þær nöguðu og skófu gljúpa og hálftrosnaða þætti og veiktu styrkleika þeirra. Þeir tognuðu og teygðust þar til þanþoli þeirra var ofboðið og þeir hrukku sundur.... En í ímyndun þeirra, sem á brúninni voru og drógu upp sl'tna sigafesti, var hún höggvin sundur af biturri skálm berg- búanna, hinni gráu loppu .... Ægivald bjargsins varð persónulegt í ímyndun þeirra, sem mest börðust við bað, upphaflega frumstætt í líki bergrisa og ann- arra óvætta, sem björg byggðu, en smátt og smátt varð það fjarrænna og dul- rænna, en þó máttugt og örlagagrimmt. Hönd bjargsins skóp örlög þeirra, er í það sóttu. Hún hjó sundur sigafestar, hratt fyglingum fram úr tæpum hyllum. — Myndin hér að ofan var tekin af sigamanni á Þjóðhátíð Vestmanneya í sum- ar. Hann stendur á tæpri hyllu í miðju bjargi og er að gefa brúnmönnum merki með sigafestinni. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Magn.) gerður var hann úr garði vel af guði og náttúrunni. Eitt þó reyndist, Oddur var aumum fús að biarga, fagra kosti og fróðleik bar firða yfir marga. Sínar götur gekk í heim, gremju mæta slíkir, hirti lítt að þóknast þeim, er þóttu héraðsríkir. En hitt er satt, þá sat við borð sveit að skemmtifundum, móðins voru ekki orð er hann mælti stundum. Um líf og starf hins látna manns læt eg samtíðina, mér er kært að minnast hans minna í flokki vina. Hans er minning mér ei gleymd mold þótt líkið feli, hún skal verða hjá mér geymd í hlýu vinarþeli. Frið hefur andinn fengið við fótmál hinzta gengið og nafna síns* eg held við hlið á himnum sæti fengið. G. G. * Odds Hjaltalíns læknis. íU V V t Bessastaðaskóla Kennslan í skólanum var nokkuð öðru vísi en nú; minna var lært, eða færri námsgreinar, en pi'tar vissu meira í þeim einmitt fvrir þá sök, því nú á að gína yfir svo miklu, að eneinn kann neitt í reinu. Þá var og lesið yfir ýmis'egt, faðir minn las yfir sög- una, skemmtilega og fróðlega, einnig yfir grísku, Skeving yfir latínu, lector yfir guðfræðina o. s. frv. og voru þetta kölluð „orð“. Af þessu lærðu piltar mikið betur en þegar þeir eru hjálpar- laust að staulast í gegn um ritin, en nú má ekkert lesa fyrir, eða réttara sagt: nú er eiginlega ekkert kennt, en pilt- um er einungis hlýtt yfir, og kennarinn ávítar þá og gefur þeim illa einkunn ef þeir standa sig ekki vel í því, sem hann hefur ekkert sagt þeim til í. Þetta er „kennslan“. (Gröndal). Jón .Tónsson á Felli í Kollafirði varð heytæpur eitt ísa- á^ið og kom skepnum sínum vestur að Stórho'ti í Saurbæ til kunningja síns séra Jóps Halldórssonar. Mun hirðing hafa veríg fremur ófullkomin, svo að ónn hesturinn drapst. Þegar Jón sótti fénað sinn kom hann við í Ólafsdal, en þar bjó þá Jón Bjarnason alþingismað- ur. Spurði hann nafna sinn úr hverju hesturinn mundi hafa drepizt. Þá sagði Jón á Felli: „Ég veit það ekki, hann séra Jón minn sagði að það væri af visnun í lungunum, en ég hélt að það hafi verið af visnun í holdinu.“ Þegar Jón Bjarnason spurði hvað hagagangan eða fóðrun peningsins mundi kosta, svaraði Jón á Felli: „Ég veit það ekki, höfðingsskapurinn er svo mikill, að þar verður engri reglu við komið." Upngröftur á Hólum. Ölvusvatnsannáll segir frá þvf, að sumarið 1759 hafi verið „uppgrafnir þeir dauðu biskupar á Hólum, svo að kirkjan, sem af múr átti að byggj- ast, yrðj djúpt grundvölluð. Hjá þeim fannst gull og silfur, sem með þeim hafði verið grafið. Um þann tíma heyrðist þar í kirkjugarðinum ýlfur, meint að vera svokallað náhljóð".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.