Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.1953, Side 10
70 hafa nú fengið nokkurn áhuga fyr- ir því að rækta land sitt, en sunn- cnmenn, sem eru IVz milljón, láta cnn hverjum degi nægja sína þjáningu. Þeir eru síglaðir og á- r.ægðir með hlutskifti sitt. ÞEJM VERÐUR FLEST TIL SKEMMTUNAR Vér settumst að í Torit-héraði um 100 mílum fyrir austan Níl og álíka langt fyrir norðan Uganda. Þar býr sá þjóðflokkur, sem nefn- ist Lotuka. Þeir eru menn háir vexti og tinnusvartir á hörundslit, duglegir veiðimenn og kæra sig kollótta um menningu hvítra manna. Þeim verður allt að gamni sem þeir heyra og sjá- Á kvöldin, þegar þeir sátu við elda, sungu ungir menn gamanvísur, er þeir orktu jafnharðan og léku samtím- is. Oft var þá hent gaman að oss fyrir það að vér veiddum flugur. Það mundi þykja matur að fá að sjá þá og heyra í sjónvarpi þegar þeir eru í essinu sínu. En það er ekki hægt að sýna þá, því að þeir ganga allsnaktir. Þeir hafa sínar eigin skoðanir á siðferði og þeir telja það til dæm- is ósiðlegt að kyssast. Ungu stúlk- urnar ganga allsnaktar, nema hvað þær hafa dinglandi framan á sér margar gamlar úrfestar eða þess háttar, sem fest er með bandi um mittið. Þetta er þeirra ,,járntjald“, sem enginn má hrófla við. Gerist einhver svo djarfur, verður hann að greiða sekt, svo og svo margar geitur. Giftar konur fleygja „járn- tjaldinu“ og fara í pils úr geitar- skinni. HÖRUNDSFLÚR Hver maður hefur sitt hörunds- flúr. Mið hryllti við þegar ég sá hvernig þassi merki vöru gerð. Sá, sem merkti, var með langan prjón og gamalt rakvélarblað. — Hann stakk prjóninum gegnum skinnið LESBÓK MORGUNBLADSINS og rak hann svo lengra þangað til oddurinn kom út, og svo skar hann frá oddinum. Báðir urðu brátt al- blóðugir. Þegar merkingunni var lokið. var olíublöndnum leir smurt í sárin. Áður fyr þýddu þessi merki, eða örin eftir þau, of hvaða ættflokki maður væri, eða hve marga menn hann hefði drepíð. Nú eru menn farnir að láta merkja sig á ýmsan annan hátt. Kvenfólkinu þykir fal- legast að hafa smábólur í réttum röðum um allan kroppinn. Karl- mennirnir láta gera stjörnu í kinn- ar og mynd af fiski eða antílópu á brjóstið. Þá þykir það og mikið skraut að láta stinga í gegn um eyrnasnepilinn og þenja hann svo út. Margar stúlkur hafa látið gera gat í neðri vör sína og stinga þar í fílabeini eða notuðu skothylki. Oft maka karlmenn allan líkama sinn með hvítri viðarösku, svo að þeir verða óhugnanlega gráir á litinn, en svo eru drengar myndir í þetta með fingrunum. Mesta skrautið er þó að smyrja sig allan með hárauð- um leir. Einu sinni kom ég þar sem þeir voru að dansa og brá mér þá í brún að sjá að þeir voru fagurbláir frá höku að hnjám. Hvítur maður, sem þarna átti heima, útskýrði þetta fyrir mér. Hann sagði að kaupmaður nokkur hefði fengið mikið af bláma og ætlað að kenna Svertingjakonum að nota hann í þvott. En þær vildu ekki líta við blámanum og kaupmaður gat ekki selt hann fyr en hann fann upp á því snjallræði að selja hann sem hörundsmálningu. BÚSTAÐIRNIR Lotukar búa í þorpum og hvert þorp stendur á hóli. Þetta var fyrrum gert til þess að óvinir gæti ekki komið að þeim óvörum- En þótt ófriðarhættan sé nú fyrir löngu líðin hjá, vilja þeir hvergi annars staðar vera. Af þessu leiðir það, að oft er langt í vatnsból og konurnar verða stundum að sækja vatn á sjálfum sér um 10 mílna veg. Kofar þeirra eru úr leir, með háu toppmynduðu stráþaki. Umhverfis hvern kofa er há rimlagirðing, svo að íbúarnir og geitur þeirra verði ekki fyrir árásum villudýra. Ég kom inn í einn kofann. Dyrn- ar voru svo lágar, að maður varð að skríða á fjórum fótum. Dimmt var þar inni. Gólfið var úr hörðum leiri og vandlega scpað. Svefndýn- ur höfðu verið vafðar saman og stóðu þar upp við veggina. Á snög- um hengu horn, net og axir, en spjót og skildir risu upp við vegg. Stórir leirpottar voru þar inni, full- ir af miði og vatni. En uppi á lofti var kornbindum raðað til þerris. Fyrir utan dyrnar var slétt og hörð stétt gerð úr mauraleiri. Þar var breitt til þerris hirsi, sem mjöð- ur skyldi gerður af. Úti í horni var ofurlítið skýli úr blöðum og grein- um og þar voru hlóðirnar, þar sem allur matur er soðinn. Búskapurinn fer eftir árstíðum. Sumarmánuðina, þegar rigningar eru, stunda menn akuryrkju, en þurrkamánuðina stunda þeir veið- ar. — REGNMADURINN Einhver merkasti maður þjóð- flokksins er regnmaðurinn, eða „kobu“. Hann sér um að rigni. — Hefst hann handa seint í apríl eða snemma í maí, þegar rigningatím- inn er í nánd, og notar helga steina, sem nefnast „napkanga“, til þess að knýa fram regn. Hann fer mjög dult með þennan galdur sinn, en þó fekk ég einu sinni að vera við og koma inn í hið allra helgasta, þar sem hann geymdi steina sína. Sagði hann þó að steinarnir væri svo máttugir, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.