Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 7
P LESBÖK MORGUNBLAÐSINS r fi3 Fornar leirristur þýddar og bregða ljósi yíir menningu fyrir þúsundum ára UM MARGAR aldir höfðu fróðir menn spreytt sig á því að reyna að þýða hinar fornu egypzku rún- ir, en engum tókst það. Árið 1798 fór Napoleon til Egyptalands og afleiðingin af þeirri för var meðal annars sú, að vísindamenn tóku sér fyrir hendur að grafa upp rúst- ir þess staðar í Egyptalandi, sem Rosetta var nefndur. Þar fundu þeir hellu mikla með þremur mis- munandi áletrunum. Þetta er hinn frægi Rosetta-steinn, sem varð lykillinn að rúnamáli hinna fornu Egypta. Neðsta áletrunin á þessum steini var á grísku og var þar skýrt frá því að hún væri þýðing á hinum áletrununum. Efsta áletrunin var egypzk myndskrift, sem tíðkuð hafði verið allt frá því 4000 árum fyrir Krist, en miðáletrunin var svokölluð demotisk skrift, sem not- uð hafði verið á árunum 800-—400 f. Kr. Sænskur stjórnarfulltrúi, David Akerblad (d. 1819) tók sér fyrir hendur að reyna að þýða demotiska letrið og tókst honum það svo vel að hann gerði nær full- komið stafróf eftir því. Síðan kom franski • vísindamaðurinn Jean Francois Champollion til skjal- anna, og með aðstoð þessa stafrófs og með snjöllu hyggjuviti sínu tókst honum svo að ráða fram úr myndletrinu og gera yfir það full- komið stafróf. Þessi uppgötvun hans opnaði mönnum aðgang að efni hinna egypzku rúna og er tal- in ein hin snjallasta lausn sem fundin hefir verið til að ráða forn- ar rúnir. Um aldamótin seinustu var ensk- ur vísindamaður, Sir Arthur Evans, við rannsóknir á eynni Krít og fann þar margar leirtöflur með áletrunum í rústum Knossos-borg- ar á norðanverðri eynni. Geymdi hann töflur þessar og birti ekki myndir nema af nokkrum þeirra. Eftir lát hans var svo birt grein um þennan fornleifafund í „Scripta Minoa“, sem gefið er út af pró- fessor Myres í Oxford. Fylgdu þeirri grein margar myndir. Á hinu svonefnda minoiska menningarskeiði voru notuð þrenns konar letur. Hið elzta var mynd- letur og er frá 2000 árum f. Kr. Síðar komu tvær gerðir af stryka- letri, annað um 1700 f. Kr. og hitt um 200 árum síðar. (Það letur er á Knossos-töflunum). Og um líkt leyti heldur hin minoiska menning innreið sína í Grikklandi. Á árunum eftir fyrri heims- styrjöldina fundust nokkur hundr- uð leirtöflur með áletrunum í hall- arrústum í Pylos í Grikklandi og árið 1930 gaf Emmet Bennet sett- ur prófessor í fornmálum við Yale- háskólann í Bandaríkjunum, út bók með myndum af þessum leir- töflum, án þess að hann reyndi nokkuð að ráða letrið á þeim. Nú kemur til sögunnar enskur sjálfmenntaður málfræðingur, sem Michael Ventris heitir og á heima í London. Hann tók sér fyrir hend- ur að rannsaka myndirnar í þess- ari bók og einnig myndirnar af leirtöflum þeim, sem Evans hafði fundið. Með samanburði og athug- unum sínum hefir Ventris nú tek- izt að finna lykil að letrinu á leir- töflunum á Krít, og er sú uppgötv- m lqua\'//////////////////im UhlLAf.fM^Y.ím'- <?\4. L-Rk AT A'mi.'z'YTUt t+. Eö2.7'*(!iL * /hb !•= - fl\ f L- (f1 L' A V+t Y í 7 K'. T' + U. AYAT.^írQ' fh ?§.é.04£▼ 'i-"! lU.LfrlL-Á'Í. ©L-lrlYtí.T^'Bn0 Vv^ e)t-<í r 4000 ára gamalt myndletur un talin á borð við það er Cham- pollion fann lykilinn að myndletr- inu egypzka. Með þessari uppgötv- un er brugðið ljósi yfir sögu og þjóðmenningu þeirra, sem byggðu Krít á bronsiöld, en þar var vagga hinnar vestrænu menningar. Búizt er við því að Ventris gefi bráðlega út árangur rannsókna sinna og sýui hvernig hægt er að lesa letrið á hinum fornu leirtöflum. BRIDGE ÞETTA spil var í keppni, sem nýlega var háð í Englandi. Á tveimur borðum var lokasögnin 2 hjörtu hjá S, en and- stæðingar tvöfölduðu. Á öðru borðinu vann S, en tapaði á hinu. A 5 4 V 10 2 ♦ K D 9 5 4 4> Á 6 5 4 A Á K G V K 3 ♦ G 8 7 6 3 * D 9 2 A D 10 9 6 V D G 7 6 5 4 ' ♦ 2 '~n *K3 Hverju á V að slá út? Hve marga slagi geta V—A fengið? Hvernig eiga þeir að spila til þess að fá 6 slagi? A 8 7 3 2 V Á 9 8 ♦ Á 10 * Q 10 8 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.