Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 13
'* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 89 Slysavarnafélaff íslands átti 25 ára afmæli í þessum mánuði. Á þessum árum hefir verið bjargað nær átta hundrað mönnum í sjávarháska með fluglínutækj- um félagsins. Hér á myndinni sést togarinn „Cap Fagnet“ strandaður, en hann var fyrsta skipið þar sem björgunartæki félagsins voru notuð. rálmason, Jörundur Brynjólfsson og Sigurjón Á. Ólafsson (31.) MANNALÁT 2. Jón Sveinsson kaupm ,í Reykja- vík. 7. Frú Margrét Einarsson í Balti- more, kona Stefáns Einarssonar pró. S. d. Gísli Gíslason frá Skúmstöðum á Eyrarbakka. S. d. Carl Ólafsson Ijósmyndasmiður í Reykjavík. 10. Guðbjörn S. Bjarnason fyrrv. stýrimaður í Reykjavík. 11. Frú Salóme Jónsdóttir í Reykja- vík. 14. Friðrik Axfjörð, byggingameistari á Akureyri. 14. Frá Louisa Norðfjörð Sigurðar- dóttir, Reykjavík. 15. Óskar Halldórsson útgerðarmað- ur, Reykjavík. 21. Ásgeir Ingimar ÁSgeirsson kaup- maður, Reykjavík. Guðbjörg Jónsdóttir, húsfreyja og rithöfundur á Broddanesi, andaðist um áramótin. Útför hennar fór fram 7. jan. ÁFENGISMÁL Áfengisvarnastöð tók til starfa á vegum bæarstjórnar Reykjavíkur og verður fyrst um sinn til húsa í Tún- götu 5. Á stöðinni starfa læknarnir Alfreð Gíslason og Kristján Þorvarð- arson og Vilborg Helgadóttir hjúkrun- arkona (17.) Bæarstjórn Reykjavíkur samþykkti að láta fara fram allsherjar atkvæða- greiðslu um það hvort loka skyldi áfengisútsölunni í Reykjavík (16.) Fjármálaráðherra lýsti yfir því á þingi, að þótt áefngisútsölunni í Reykjavík yrði lokað, ætti menn eftir sem áður rétt á að kaupa áfengi hjá áfengisversluninni (27.) ÍÞRÓTTIR Við skoðanakönnun tímaritsins ,,Allt um íþróttir" um hver væri vinsælasti íþróttamaður ársins sem leið, fékk Kristján Jóhannesson langflest at- kvæði. Hraðskákmóti íslands lauk í Reykja- vík og t varð Benóní Benediktsson skákmeistari ársins 1953 (13.) í einmenningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur voru 118 keppendur. Sig- urvegari varð Ólafur Þorsteinsson (20.) . Fyrstu skíðaferðirnar voru farnar upp á Hellisheiði hinn 18. Var þar þá nokkuð nýsnævi. Guðmundur Pálmason, sem stundar verkfræðinám í Stokkhólmi, varð sig- urvegari í skákmóti stúdenta, sem háð var í Uppsölum (21.) ELDSVOÐAR Kom upp eldur í húsinu Aðalgata 30 í -Siglufirði (8.) • Kviknaði í lakkpotti í málningar- verksmiðjunni Hörpu í Reykjavík, en fljótt tókst að slökkva, því að þar eru fullkomin kolsýru slökkvitæki (16.) Eldur kom upp í íbúðarhúsinu að Hrauni á Skaga. Er það tveggja hæða hús með kjallara, byggt úr stein- steypu, en þiljað innan. Heimamönn- um og nógrönnum tókst að slökkva eld inn, en þá var allt brunnið sem brunn- ið gat í herberginu þar sem eldur- inn kom upp (16.) Eldur kom upp í vb. Hafnfirðingi, þar sem hann lá við bryggju. Litlar skemmdir (28.) BíU brann um nótt á hlaðinu á Sturlureykjum í Reykholtsdal. Var mesta mildi að ekki kviknaði í hlöðu þar rétt hjá. Aðkomufólk ýtti bílnum úr hlaði og eldurinn var slökktur, en þá var bíllinn ónýtur (28.) SLYS OG ÓIIÖPP Ölvaður maður, sem settur hafði verið í fangahús á Akranesi á nýárs- nótt, kveikti í hálmdýnu þar inni og lá við sjálft að hann kafnaði úr reyk. Sænskt farmskip, Bláfell, strandaði í Súgandafirði, en Esja dró það á flot og komst það suður til Reykja- víkur þar sem það fékk viðgerð (9.) Drengur féll í djúpan skurð hjá Holtavegi i Reykjavík og var hætt kominn (13.) Árekstur varð milli strætisvagns og vörubíls í Reykjavík. Strætisvagninn skemmdist talsvert (14.) Sex ára drengur á Akranesi varð fýr- ir bíl og handleggsbrotnaði (14.) í Álftafirði á Snæfellsnesi hurfu 9 hross af fimm bæum fyrir jól. Eftir nýár fannst eitt þeirra rekið -dautt á Skógarströnd. Er talið að hrossin muni hafa lagt í Álftafjörð og drúkn- að þar öll (15.) Kópur, 9 smál. bátur strandaði í dimmviðri á Siglunesi. Menn björguð- ust. Báturinn náðist út síðar og =var fluttur til Siglufjarðar (17.) Tólf ára telpa varð fyrir bíl á Lang- holtsvegi í Reykjavík, féll í yfiríið^og meiddist talsvert (20.) Snjóflóð féll á 4 skíðamenn; sem voru í svonefndu Gili í Eyrarfjalli við Skutulsfjörð. Bárust mennirnir 50— 300 metra með flóðinu, en sakaði ekki (20.). ;; •'■ Togarinn Helgafell fékk tundurdufl í- vörpuna út af Vestfjörðum og vissu skipverjar ekki um það fyrr en það var komið á þilfar. Var þá siglt inn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.