Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1953, Blaðsíða 11
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ' ? — Hafa nokkrir árekstrar orðið hér? — Aðeins einu sinni, svaraði liðs- foringinn og svo sagði hann mér þessa sögu: Hestur, sem tyrkneskur bóndi átti, hafði einhvern veginn komizt yfir gaddavírsgirðinguna. Rússar ætluðu að grípa hann, en hann var styggur svo að þeir skutu hann. Tyrkneski bóndinn vildi fá skaða- bætur, því að hestar eru dýrmætir hér og bændur geta alls ekki kom- izt af án hesta. Tyrkneska stjórnin kom því til leiðar að ráðstefna var haldin út af þessu á landamærun- um. Þangað komu fimm rússneskir liðsforingjar og fimm tyrkneskir. Ráðstefnan var haldin hérna meg- in við landamærin og stóð í tíu klukkustundir. Tyrkir eru gest- risnir og þeir veittu Rússum vel. Borði var slegið upp og framreitt steikt lamb ásamt vodka, sígar- ettum og nógu kaffi. En Tyrkir komust fljótt að því, að þeir hefðu eins vel getað krafizt þess að Rúss- ar afsöluðu sér öllu Bakuhéraðinu, eins og þeir borguðu hestinn. Það fór svo, að tyrkneska stjórn- in varð að greiða bóndanum skaða- bætur. En tyrknesku landamæra- verðirnir hentu mikið gaman að þessu — að rússnesku landamærin væri svo heilög, að hestur mætti ekki einu sinni fara yfir þau. ★ Frá Kars liggur járnbraut norð- ur yfir landamærin, fyrst til Lenin- akan í Armeníu og þaðan til Tiflis, höfuðborgarinnar milli Svartahafs og Kaspíahafs. Þessi járnbraut á engan sinn líka, því að það er eina járnbrautin, sem liggur beint inn í Rússland frá ríki, sem er í Atlants- hafs bandalaginu. En járnbraut þessi er í rauninni nafnið tómt. Kalda stríðið hefur stöðvað öll við- skifti milli Rússlands og Tyrk- lands. Það er helzt að opinberir erindrekar noti hana til að ferðast með henni. En járnbrautarlest er þó þarna í förum tvisvar í viku, miðvikudaga og laugardaga, nema á veturna þegar ófært er fyrir snjó. Ég sá lestina pg ég varð sjónar- vottur að þeim skoplega at- burði, sem gerist í hvert sinn er hún kemur til landamæranna- Eimvagninn var gamall, líklega síðan 1890. Hann dró á eftir sér kolavagn, farangursvagn og far- þegavagn. í farangursvagninum var einn litill böggull. í farþega- vagninum voru þrír tyrkneskir varðmenn, sem áttu að fylgja lest- inni til landamæranna. Lestin staðnæmdist nokkra metra frá landamæralínunni. Þar var brú yfir skurð. Tyrkirnir gengu fram til fundar við rússnesku landamæraverðina. Liðsforinginn var í snjáðum kaki-fötum og her- mennirnir í gráum fötum. Á móti þeim gengu tveir reigingslegir rússneskir liðsforingjar og á eftir þeim tveir hermenn vopnaðir byss- um með stingjum á. Allir voru þeir klæddir eins og þeir væri að fara á hersýningu. Á höfði voru þeir með grænar einkennishúfur með fagurbláu bandi. Þeir voru í vel sniðnum og vel pressuðum græn- um einkennisbúningum, með há- rauðum leggingum, og liðsforingj- arnir voru með gyllta axlaskúfa. Það var auðséð að þeir tóku þessa athöfn mjög hátíðlega, þótt hún gerðist tvisvar í viku. Á einkenn- um þeirra mátti sjá að þeir voru „progranichniki“, eða landamæra- verðir. Þeir eru að vísu hermenn, en þeir lúta ekki herstjórninni heldur hinni illræmdu leyniþjón- ustu MVD. Ali Tokath, fylgdarmaður minn hvíslaði að mér: —. Talið ekki ensku. Þeir mega ekki vita að amerískur maður sé hér. Rússar heilsuðu að hermanna sið og Tyrkir svöruðu á sama hátt. í 87 * Eina eimVestin, sem fer úr banda- manna ríki inn í Rússland. Hér eru landamærin og Rússar búast til að' skoða lestina í krók og kring. Síðan afhenti tyrkneski liðsforing- inn lestarskjölin. Það voru vega- bréf áhafnarinnar og fylgibréf með þessum eina böggli, er lestin flutti- Yfir þvera brautarteinana lá járnbútur. Rússar drógu hann nú til hliðar og lestin skreið ósköp hægt inn í Rússland. Um leið og hún var komin yfir landamærar línuna, rannsökuðu Rússar hana í krók og kring og hermennirnir stungu byssustingjum sínum inn á milli hjólanna til þess að ganga úr skugga um að þar væri hvorki sprengjur né laumufarþegar. Að því loknu mátti lestin halda áfram og rann hún brátt í hvarf. En hún fer ekki nema þrjár mílur inn í Rússland. Þar snýr hún aftur og eftir hálfa klukkustund var hún komin aftur að landamærunum. — Þar skoðuðu Rússar hana enn í krók og kring. „Elsku Jón minn, getur það verið satt, sem stendur hérna í blaðinu, að konur noti aðeins fimm hundruð orð í mæltu máli?“ „Lítið er það, elskan mín, en hugs- aðu um hve oft er hægt að endurtaka orðin“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.