Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 2
158 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um sameinuð Norðurlönd eins og á dögum Margrétar drottningar, og Kalmar var einingartáknið. Eng- inn gerði sér grein fyrir hinum raunverulega kjarna í þessu tákn- máli- Margrét og Kalmar áttu ekk- ert skylt við norræna samvinnu, heldur minntu þau á danska keppni í valdastreitu í norðurhluta álfunn- ar, hættulega afstöðu, sem ekki var hægt að verja (og eins fór fyrir Svíum tveimur öldum seinna undir stjórn Karls Gustavs). Það cr beint orsakasamband milli Kal- marsambandsins og blóðbaðsins í Stokkhólmi. Á bak við bægslagang Dana og Svía var Eystrasalts-pólitík. Bæði ríkin töpuðu, og menn geta auð- vitað nagað sig í handarbökin fyrir það nú, þegar Rússar reka þessa sömu pólitík. En málið var ekki hægt að leysa með sameiginlegu átaki Norðurlanda. Innri andstæð- ur og þjóðerniskennd var of rót- gróið til þess, að annaðhvort þess- ara ríkja vildi vera undir hitt gefið. Um samstarf var alls ekki að ræða (og hefði það þó máske getað bjargað Eystrasalti og Eystrasalts- löndunum). Fljótt frá sagt: Mar- grét og Kalmar eru hin fráJeitustu sameiningartákn Norðurlanda. Og svo kom hinn rómantisk.i áróður, sem var falskur í húð og hár. Menn slógu á þá strengi að í fornöld hefði verið sama tunga og sama goðatrú um öll Norðurlönd. Forníslenzku handritin áttu að vera sönnun þessa og menn jóðl- uðu á hinu fornnoræna. Carl Ploug kvað þar fastast að orði: Længe var Nordens herlige Stamme splittet í trende sygnende Skud. Og svo bætir hann við í norræn- rómantiskum fjálgleik: „Atter det skiltc böjer sig sammen", einmitt um þær mundir þegar þjóðleg vakrung iór iram i ollum Noróur- löndum með þeim myndugleik að nú eru þar 5 sjálfstæðar þjóðir. Einmitt um sömu mundir og „skandinavisminn" var í háspennu hafði Jón Sigurðsson hafið baráttu sína fyrir frelsi íslands, Hammer- shaimb fyrir menningarlegu frelsi Færeya, Ivar Aasen fyrir að hefja Noreg upp úr dönsku niðurlæging- unni og Snellman fyrir að losa Finnland undan enn lengri yfir- ráðum Svia. Á þetta er ekki minnzt í skálaræðunum fyrir „skandinav- ismanum". En þetta eru þær stað- reyndir er skópu Norðurlönd eins og þau eru í dag. „De sygnende Skud" urðu að sterkum trjám, en „skandinavisminn" fell um koll hjá Dybböl. Nú eru á Norðurlöndum fimm frjálsar og óháðar menning- arþjóðir, sem að vísu eiga margt sameiginlegt, en mótsetninganna gætir þó miklu skýrar. En á mót- setningunum verður að sigrast ef óskadraumarnir um norræna sam- vinnu eiga að hafa við nokkuð að styðjast. Grundvöllurinn að samnorrænu viðhorfi var Eddu-rómantíkin, „det oldnordiske", sameiginlegar forn- ar goðsagnir. (En frumkvöðlar „skandinavismans" gleymdu alveg að ísland hafði lagt þetta fram, þegar grundvallarlögin voru sctt Og þegar íslendingar spurðu nú um sitt frclsi, þá var þcim sagt að þeir gæti verið amt í Danmörku. Ekkert sýnir jafn glögglega sem þetta hvað „skandinavisminn" var rotinn. Sama var að gegna um Færeyar, sem gerðar voru að dönsku amti og neyddar til að taka upp danska tungu í skólum, kirkju og réttarsölum). Eddurómantíkin var fölsk og öll þessi norræna mælgi var sjálfri sér ósamkvæm. Sæmundar-Edda, sem geymir gömlu goða og hetju ljóðin, er íslenzkt skáldrit, samið eitthvað um anð 1000. Þetta er ein- stætt bókmenntaafrek, með Völu- spá að upphafi og hún á engan sinn líka í heimsbókmenntunum. Edda er íslenzkt bókmennta-lista- verk, episkt drama um þann guða- heim, sem menn trúðu ekki lengur á, en hún segir jafn lítið um hin gömlu heiðnu Norðurlönd, eins og bókmenntirnar, sem eru á þeim bókmenntum byggðar: Oehlens- chlæger, Grundtvig, Tegner o.s.frv. En þessi var sá grundvöllur, sem „skandinavisminn" byggðist á.hinn fornnorræni grundvöllur, sem því var norsk-íslenzkur, og svo er meginhluti efnisins í Eddukvæð- unum af þýzkum uppruna. „Skand- inavisminn" var því skáldlegur norrænn óskadraumur, sem engar raunhæfar stoðir runnu undir. Það var því ekki að furða þótt þessi spilaborg hryndi til grunna 1864. Henrik Ibsen gaf þessu eitt alJs- herjarnafn: Lygin í veizluklæðum. Þegar hann sá hvað verða vildi tók hann upp stefnu Wergelands, sem haf ði varað landa sína við hin- um dansk-sænska rembingi. Werge- land var ættjarðarvinur og hann helt því fram að þessi rómantiska norræna sameining mundi verða Norðmönnum fjötur um fót í sjálf- stæðisbaráttu þeirra. Það er því ekkert undarlegt að Hambro varar nú við skjótráðnu bandalagi, hann fylgir þar fordæmi og stefnu sem hcfur verið ráðandi í Noregi. Og hvcnær hafa grannlöndin skiJið af- stöðu Noregs frá pólitísku og menn -ingarlegu sjónarmiði? Hafa þau skilið málstreituna og baráttuna gegn sameiginlegri dansk-norskri menningu, sem að meira eða minna leyti heíur verið þröngvað upp á Norðmenn? Landsmálið er barátta fyrir málhreinsun og er brennandi áhugamál að minnsta kosti í norð- anverðum Noregi, og höfuðborgin i því landi er ekki Kristiania held- ur ObIó.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.