Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 13
LESEÓK MORGUNBLADSINS 169 nefni um þá og starf þeirra. Var þar þá fjörug verslun og hagur bæarbúa góður. Og á margan máta varð það þungt áfall fyrir bæinn, er kosti þeirra var þrengt. Mestur ytri ljómi var um Ábo ár þau, er Jóhann hertogi, sonur Gústafs Vasa, og síðar Svíakonung- ur, sat í bænum og hafði aðsetur í slotinu. Hann var þá kornungur maður, en fekk mestan hluta Finn- lands að léni. — Þá var „lifað hátt", einkum í slotinu, við gleði og glaum. Dansinn dunaði, hljóðfæri voru óspart þeytt og djáknar bæ- arins sýndu sjónleiki. Hertoginn og aðallinn fóru í veiði- og skemmti- ferðir um allt nágrennið. — Meðan Jóhann hertogi var í Ábo giftist hann pólskri konungsdóttur, er þótti forkunnar fögur kona- Hún hét Katarina Jagellonica. — Hún kom til Ábo með fríðu föruneyti á jólum 1562. Var brúðkaupið með allri þeirri viðhöfn og íburði, er ævintýrin herma. Þar var dansað og drukkið og hvers konar gleð- skapur hafður í frammi. — En það syrti brátt í álinn. Uppsteitur varð milli bræðranna, Eiríks XIV. og Jóhanns. Sendi Eiríkur herlið sitt til Ábo. Varð Jóhann að gefast upp í slotinu, og var sendur í Grips- holmskastala ásamt konu sinni, og sátu þau þar lengi. — En sköpum skifti með þeim að nýu. Eiríkur hröklaðist frá völdum, en Jóhann erfði krúnuna. — Var Eiríkur þá geymdur í Ábosloti sem fangi, ásamt hinni sögufrægu konu sinni, Katrínu Mánadóttur, liðþjálfadótt- urinni fögru, er Eiríkur 14. hafði fellt ást til og gert að drottningu sinni. Katrín er grafin í Ábo dóm- kirkju, eina sænska drottningin, sem hvílir í Finnlandi. — Við lok katólska tímabilsins urðu talsverð- ar framfarir í Ábo. Þá var þar stofnaður yfirréttur Finnlands, og klausturskólinn aukinn og efldur. Á torginu fyrir framan finn- sænska háskólann er stytta all- mikil af Per Brahe, greifa og ríkis- dróttseta, sem var sænskur land- stjóri í Finnlandi árum saman. Var hann einn ágætasti landstjóri og vingælasti, er Finnar höfðu nokkru sinni. Brahe er hýr og drýgindaleg- ur á svip, og á styttuna eru höggv- in þessi orð, sem eftir honum eru höfð: „Ég var ánægður með þjóð- ina (þ. e- Finna) og þjóðin var ánægð með mig." Væri vel að sem flestir landsfeður fengju sagt hið sama. Per Brahe unni þjóðinni og sýndi það í verki. í hugum Finna lifir enn hlý og björt minning um hann. Á stjórnarárum hans var Ábo háskóli stofnaður 1640, fyrir forgöngu hans sjálfs og Isaks Rot- hovius biskups. Eftir það varð bær- inn í enn ríkara mæli en fyr and- leg miðstöð alls landsins. Brahe lét sér annt um bæinn, prýddi hann og efldi, eftir því sem í hans valdi stóð. — En nú biðu Ábo hörmunga- tímar. Ein styrjöld af annarri. En verst var ástandið í Norðurlanda- ófriðnum mikla. Sóttir og eldsvoð- ar..herjuðu, og Rússar náðu Ábo á sitt vald 1713. Rifu þeir niður fjölda húsa og fluttu efni þeirra í burtu. Mátti heita, að bærinn færi í eyði eftir ófriðinn mikla. — En ævi, hans var ekki á enda. Um miðja 18. öld varð Ábo verulegur siglingabær, og útflutningur þaðan mikill á timbri, tjöru og járni. Iðn- aðar fór að gæta verulega, og stór tóbaksverksmiðja var reist þar. — Fólkinu fjölgaði mikið, og náði íbúatalan hálfu tólfta þúsundi í byrjun 19. aldar- Á þessum árum starfaði við há- skólann hinn mikli menningar- og menntafrömuður Henrik Gabriel Porthan, og hefur honum verið reist myndarlegt minnismerki í bænum. Árið 1809 fell allt Finnland í hendur Rússum. Þrem árum síðar gerðu þeir Helsingfors að höfuð- stað, og varð það þungt áfall fyrir Ábo. 1827 kviknaði í bænum, og varð af mesti eldsvoði, er vitað er um á Norðurlöndum. Brunnu þrír fjórðu hlutar hans til kaldra kola, en háskólinn var fluttur til Hels- ingfors. Gamli Ábær var týndur, 'aðeins biskupsstóllinn varð kyrr. Hafði erkibiskupsstóli verið komið þar á fót 1817. — En eftir einn til tvo áratugi fór Ábo enn að rétta við, og um miðja öldina er hann orðinn mesti siglingabær Finn- lands. Við lok aldarinnar er hann einnig orðinn mikill iðnaðarbær. Átti það rætur að rekja til þess, að bærinn var nú loks kominn í járn- brautarsamband • víð hinar víðu skó^lendur Tavastalands. Abo er mikil menningarmiðstöð enn sem fyr og keppir þar við Helsingfors. Eru þar nú m. a. tveir háskólar, Háskóli Finn-Svía og finn-finnskur háskóli. — í síðasta stríði varð borgin fyrir skemmdum í loftárásum Rússa, þar á meðal tvær langelztu og merkustu bygg- ingarnar: dómkirkjan og slotið. Skemmdir á kirkjunni urðu litlar og viðgerð lokið. Hún er elzta kirkja landsins og þjóðarhelgidóm- ur, kirkja erkibiskupsins- Slotið, sem er frá lokum 13. aldar, skemmd -ist stórkostle^a, og stendur endur- byggingin yfir enn. Hefur hún kostað gífurlegt fé, er náð hefur verið inn með frjálsum samskot- um. Hefur tóluverður hluti þeirra komið frá Ameríku. — í slotinu er geymt mjög merkilegt safn þjóð- minja. Það verður ekki sagt, að Ábo sé fallegur bær frá byggingarlegu sjónarmiði, þó að margt sé þar ein- stakra glæsilegra húsa. En lega hennar er falleg, og andi fornrar menningar og minninga veldur því að hún verður framandi manni Hún er sá bær, er flestir sem til einn minnisstæðasti bær Finnlands. Finnlands fara, sjá fyrst og drekka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.