Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Blaðsíða 7
•¦* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 163 iC^Tl® Richard Beck: m innina oa eaaian (Flutt í Winnipeg 25. febr. 1953 á samkomu Þjóðræknisfélagsins, er helg- uð var minningu Gests Pálssonar skálds í tilefni aí aldarafmæli hans). Heill sé licini. er hófu merkið hátt og djarft á nýrri öhl, áttu í hjarta eldinn bjarta ævi fram á hinzta kvöld; báru yl í bæi kalda, birtu eftir langa hótt, kveiktu sólþrá sálum ungum, sumartrú og vængjaþrótt. Vorsins syni, skáldi skyggnu, skuldir gjaldast þetta kvöld. hljóma yfir hafdjúp ára honum lof og þakkargjöld. Vöknmaður vonadjarfur vildi glæða ættarþjóð sannleiksást, en svefni hrinda, svall í barmi kærleiksglóð. Vildi kröppu kjörin bæta kotungslýð, og öðrum þeim, er í skugga sátu sviptir sínum manndómsrétt í heim. Vildi öllum hrjáðum hlýja hjörtum, sem í éljum kól; vildi hef ja huga þjóðar hærra móti dagsins sóK Sein er leið á Sigurtinda, sóknardjarfra bíður þraut. Grýttur reyndist gæfuvegur Gesti, ævin þyrnibraut. , Tíðum lífs á hörðu hjarni hríðarbarið skáldið stóð; blóði drifinn ferill fórna l'rumherjanna markar slóð. Skýrist nú í skuggsjá aldar skáldsins mynd og vökustarf; sinni þjóð að sonarlaunum silfri dýrri gaf hann arf. vi'ir legstað ljóssins þjóna leiftrar, skráð á tímans spjöld: Eigðu' í hjarta eldinn bjarta ævi fram á hinzta kvöld. ei'^-5 a i<t*^>( a«^""í r^«v£) r^vs <r^e r"Vfi i—sæ rvss> nokkrum áratugum, að malaria hefði orðið grisku menningunni að falli. Þetta er ekki ósennilegt. Þá var þurka- tíð, ár þornuðu svo, að ekki urðu eftir nema pollar, og þeir voru auðvitað hin bezta gróðrastía fyrir moskító- flugurnar, sem bera með sér malaríu drepsóttina. Sennilegt er að malaría hafi einnig orðið rómverska ríkinu að falli, en geisað þetta seinna þar vegna þess að rigningar voru meiri í ítalíu. Tímabilið 500—1000 var mjög þur- viðrasamt, og í sambandi við það má setja herhlaup Gota og Húna og flótta Tyrkja frá Arabíu undan þurkunum þar. En þetta þurviðra og vinda tíma- bíl hleypti nýu fjöri og athafnaþrá í norræna menn. Þá hófst Víkinga- öldin. Veðurfarsbreytingar hafa orðið svip- aðar í Ameríku og haft hin sömu áhrif, eins og sjá má á sögu Mayanna í Yukatan. Hin miklu mannvirki þeirra eru nú á kafi í frumskógi, sem engir menn hefði treyst sér að ráða við. Tvö menningartímabil hafa verið í sögu þeirra, hið seinna um 1000. Þessi menningartímabil falla saman við vindatímabilin á þessum slóðum. Nú er Yukatan rétt sunnan við þurviðra- beltið, sem er á milli tempraða beltis- ins og hitabeltisins. En á blómaskeið- um Maya hefir þurviðrabeltið náð lengra suður. í tempraða beltinu kom votviðra- tímabil á 11. öld. Kuldatímabil kom á 13. öld og annað á fyrra hluta 17. aldar. En síðan hafa sama sem engar breytingar orðið á veðurfars-beltun- um. Að vísu hafa á þessum tíma orðið breytingar á hafstraumum, sem meðal annars urðu þess valdandi að síldin kom inn í Eystrasalt, og að þorskur- inn hvarf frá Bretagne. En vindbollin hafa verið svo að segja óbreytt. 5. Þessar athuganir byggjast á heim- ildum, sem baeði eru mjög sundurleit- ar og komnar sín úr hverri átt. Þær byggjast á rannsóknum mómýranna í norðurhluta Evrópu, á hinni gómlu strandlínu Kaspíahafsins, á saltvötnun- um í Mið-Asíu, á rústum borga, sem farið hafa í eyði vegna vatnsleysis, á þjóðsögnum og sögulegum staðreynd- um. Og þetta styðst við rannsóknir á gömlum trjám í Ameríku. Úrkoma hefir mest áhrif á vöxt trjáa og árs- hringarnir í þeim segja til um hvernig tíðarfarið hefir verið. Með mælingum á árshringum 2000 trjáa, sem sum eru allt að 4000 ára gömul, hefir Douglas dregið upp mynd af tíðarfarinu í Norð- ur-Ameríku og ber henni alveg furð- anlega saman við það, sem vitað et eftir öðrum heimildum. Þar sést hvern- ig vindabeltin hafa altaf vakið þjóð- irnar til dáða. Og þar sést líka að vindabeltið, sem eflir allan jarðar- gróður og gefur mönnum kjark og framtakssemi, er nú þúsund mílum norðar en það var einu sinni. Veðráttubeltin hafa lítið breytzt á seinustu 1000 árum. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig fara muni um menninguna, ef þau breytast aftur. (Stuttur útdráttur úr grein eftir Julian Huxley). Maður nokkur var vakinn klukkan 3 um nótt með ákaflegri símahring- ingu. „Herra minn", sagði æf kvenmanns- rödd. „Víljið þér gera svo vel að loka hundinn yðar inni. Við getum ekki sofið fyrir honum". „Alveg sjálfsagt", sagði maðurinn. Næstu nótt klukkan 3 hringdi síminn hjá konu þeirri er kvartað hafði. „Voruð það þér, sem hringduð til mín út af hundi í fyrrinótt?" var spurt í símann. „Já, það var ég", svaraði hún örg. „Þá ætla ég aðeins að láta yður vita, að ég hefi aldrei átt hund".

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.