Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 159 Jæja, norræna ráðið er sezt á rökstóla, og ef það er sér þess með- vitandi að það stendur á öðrum grundvelli en „skandinavisminn“ með slúðrinu um Margrétu og Kalmar, þá ættu allir að styðja það og gleðjast út af því, að helztu stjórnmálamenn Norðurlanda geta komið saman í dag til þess að ræða sameiginleg mál og hvað helzt er því til fyrirstöðu að nánari sam- vinna geti tekizt. Menn geta máske orðið sammála um vegabréf og tolla, en erfiðara verður að fóst við sameiginlegan ríkisborgararétt- ísleazku handritin eiga hvergi heima, nema á Islandi Fljótt á litið virðist mér nauð- synlegt að útrýma öllu því er hnekkir gagnkvæmu trausti. Og þá er íslenzka handritamálið þar efst á dagskrá, afhending íslenzkra handrita úr dönskum og sænskum söfnum. Norrænt ráð, sem ræðir um tolla og ríkisborgararétt, en gengur fram hjá þessu, hefur dæmt sjálft sig. Það veldur þá mörgum vonbrigðum og er ekki hóti betra en „Skandinavisminn“. íslenzku handritin! Hér í Dan- mörk eru skinnbækurnar í kon- unglega bókasafninu og þó fyrst og fremst í Árnasafni. í Svíþjóð eru fyrst og fremst Heiðarvígasaga og Homiliubókin, nokkur sögubrot og hið eina skinnblað sem til er úr Heimskringlu. Hér er ekki rúm til þess að rekja hina yfirgripsmiklu sögu um það hvernig handritunum var náð frá íslandi, hvernig menn notuðu sér hallæris og mannfellis- ár, sem danska einokunin, drep- sóttir og harðindi höfðu leitt yfir ísland, til þess að rýa það þeim skinnbókum, sem höfðu verið heið- ur og huggun þjóðarinnar i neyð- inni. Og bændur heldu eins lengi í handritin og þeir gátu. — Magnús Olaísson segxr 1633 að „bændurmr liggi á þeim eins og ormar á gulli“. En þegar Árni Magnússon kom þangað 75 árum seinna, þá var kjarkurinn þrotinn. Nú var að velja á milli brauðs og handrit- anna. Hann gat því safnað geisi- miklu. í safninu, sem hann arf- leiddi Kaupmannahafnar háskóla að, eru um 2500 handrit. En þessi háskóli var þá jafnframt háskóli íslands, alveg eins og Kaupmanna- höfn var höfuðborgin í sameinuðu ríki, er sameiginlegur einvaldskon-, ungur drottnaði yfir. ísland átti þá ekki neinn rikissjóð, engin þjóðleg yfirvöld er gæti veitt landinu vörn á sviðí stjórnmála, menningarmála og fjármála. Eins og Noregur og Færeyar var það í útjaðri hins framandi danska ríkis, sem hafði öll völdin, og notaði þau til þess að smala norskum og íslenzkum gripum í dönsk söfn, gripum, sem aldrei hefði lent þar ef norrænu valdastreitunni á tíð Margrétar hefði lokið á annan hátt en varð. Menn segja að Árni Magnússon hafi bjargað skinnbókunum frá glötun. Því má svara bæði játandi og neitandi- En það er að sniðganga sögulegar heimildir að halda því fram, að íslendingar hafi ekki kært sig lengur neitt um sögulega dýr- gripi sína. Þeir tóku afrit af hand- ritunum hvað eftir annað, og sum- um fannst að skinnbækurnar hefði minna gildi þegar afrit höfðu verið tekin af þeim. En það kom þó við hjartað í þeim að láta af höndum þessa kjörgripi, er oft voru ættar- gripir, og verða við kröfum kon- ungs að senda þá „til Hans Maje- stæts Plaisir i Hans kongelige Bibliotek“. „Til Hans Majestæts Plaisir“; já, og einnig til þess að ná þarna sögu- legum heimildum, er um aldur og glæsileik gæti slegið Svía út af laginu. Svíar höfðu sem sé áður byrjað að safna, náð í nokkur handxit og halfsxnyglað þeun til Sviþjóðar (og einnig íslending til að lesa þau fyrir sig), og þau sýndu það svart á hvítu að Svíakonungur gat að minnsta kosti rakið ætt sína til Óðins. ísland varð varnarlaust fórnar- dýr í þessari samkeppni milli Dana og Svía. Brynjólfur biskup Sveins- son átti dýrmætustu handritin. Hann ætlaði að halda í þau og gefa þau út sjálfur, en Þorlákur Skúla- son Hólabiskup kom í veg fyrir það (hann hafði einu prentsmiðj- una, sem til var á Islandi). Brynj- ólfur biskup afhenti þá konungi dýrgripi sína, þau 15 dýrmætu handrit sem nú eru í konungs bók- hlöðu (þar á meðal Flateyarbók og Sæmundar Edda). Þannig stóð á því að íslenzku handritin lentu í hinni sameigin- legu höfuðborg ríkisins. En ísland komst fram úr þrautunum, barðist áfram. — Jón Sigurðsson hóf sjálf- stæðisbaráttuna og 1944 varð land- ið frjálst og óháð norrænt ríki. — Þegar slíkur skilnaður fer fram, verður auðvitað að skifta búinu, og íslenzku handritin í Svíþjóð og Danmörku, verða að sendast aftur til þess lands, þar sem þau voru rituð. Þetta er svo augljóst mál, að ég skil ekkert í því að tvö hin gömlu og helztu ríki á Norðurlönd- um skuli ekki hafa gert þetta fyrir löngu. Bæði eiga þau nóg af forn- gripum og safngripum, er varða sögu þeirra sjálfra. Islenzku handritin varða ísland einvörðungu, enda þótt í þeim sé að finna sögulegar heimildir við- víkjandi hinum Norðurlöndunum, sögulegar heimildir, sem nú mundu vera týndar ef íslendingar hefði ekki verið vel vakandi og sýnt meiri áhuga á norrænum efnum heldur en Svíar og Danir. Og í viðurkenningarskyni fyrir að það er íslendingum að þakka að vér vitum talsvert um forsögu vora, ættu þeir skihð að ver sendum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.