Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.03.1953, Side 6
162 »> LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skeð rúmum 5000 árum f. K. og fyrst fyrir botni Miðjarðarhafsins. Gömul goðsögn hermir, að gyðjan Isis hafi fundið korn á fjallinu Hermon í SýrT landi og gefið það syni sinum. Það er sennilegt að í þessari goðsögn sé fólgin tvö sannleikskorn. í fyrsta lagi er það sennilegt að konur hafi fundið upp á því fyrst að rækta korn, því að karlmennirnir stunduðu veiðar og þótti sér annað ósamboðið. Og í öðru lagi er það sennilegt að kornyrkja hafi fyrst hafizt í Sýrlandi eða þar í nónd. Um 5000 f. K. eru menn farnir að stunda akuryrkju allt frá Palestínu austur í Mesopotamíu, og hafa þá tek- ið sér fasta bústaði. Um líkt leyti hafa menn fundið upp leirkerasmíð og vefnað. Og skömmu eftir að þeir tóku sér fasta bústaði, hafa þeir farið að temja skepnur. Lík- lega hafa veiðimenn fyrst fundið upp á því að ala upp ungviði, en húsdýr- um hefir mjög fjölgað um leið og byggð reis upp og kvikfjárrækt hefir fljótt færst mjög í aukana. Um líkt leyti hafa menn og farið að nota málma, enda þótt þeir skeyttu ekki um annað en gull og kopar öldum saman — gullið til skrauts, koparinn til nytja. Landísinn eyddist ekki jafnt og þétt. Það komu tímabil er hann stóð í stað eða jafnvel færðist í aukana aftur. Má vera að það hafi staðið í sambandi við það að löndin voru að hækka. Þessi hækkun fór fram á eitthvað einni öld um 4500 árum f. K. Þá snjóaði mikið í fjöll norðan Mesopotamíu og af því urðu gríðarlegir vatnavextir, er gjöreyddu heilum borgum. En í Egyptalandi hafði þetta öfug áhrif. Svo virðist sem Nílardalurinn hafi áður verið eitt forað. En þegar landið hækk- aði þá þornaði hann og þarna kom það Gósenland, sem varð mesta korn- forðabúr heimsins um hríð. Og þá hófst menning Egyptalands. Veðráttubreytingar urðu þannig til þess að breyta háttum mannkynsins. Ráfandi veiðimenn tóku sér fasta bú- staði og fóru að rækta jörðina. Um 4000 f. K. var þessi breyting orðin á um allt svæðið fró Egyptalandi austur fyrir Mesopotamíu. Og þetta landsvæði varð því vagga menningarinnar. Á- stæðurnar til þess voru veðráttan, fljótin, akuryrkjan og ekki sízt þjóð- flutningar, því að þarna mættust og blönduðust ýmsir þjóðflokkar, sem komu úr öllum áttum. Fyrir 4000 f. K. höfðu menn fundið upp skrift, tímatal, áveitur, hjólið, og á næstu þúsund árum bar þetta ávöxt. Um þessar mundir var næg úrkoma og Arabía var öll gróðurlendi. Þetta var áður en þurkarnir höfðu flæmt menn frá búum sínum og neytt þá til að taka upp hirðingjalíf og gera árásir á nágrannaþjóðir sínar. Til sanninda- merkis um hvað menning stóð þá á háu stigi eru forngripirnir, sem fund- izt hafa í Ur í Kaldealandi og eru nú 5500 ára gamlir. Þá var farið að skrá- setja lög, byggingarlist var á háu stigi og menn voru farnir að smiða hafskip. Þetta eru nokkur dæmi um þá menningu, sem þá var á þessum slóðum. Þetta litla landsvæði var orðið þétt- byggt, en nú tók landið að lyftast aft- ur og þurrkar hófust. Þá hófust nýir þjóðflutningar og fólkið dreifðist um Afríku, Asíu og Evrópu. 3. í Egyptalandi þróaðist menningin áfram. Þar voru gerðar skrautlegar hallir úr steini og bygging pyramíd- anna hófst. Stærðfræði og stjörnu- fræði komast á hátt stig. Litlu seinna kemur fram á sjónarsviðið í Meso- potamiu konungur sá, er Sargon hét. Hann var sá fyrsti sem beitti hervaldi til þess að byggja upp ríki sitt. Hernaðurinn var uppgötvun þessara tíma. Veiðimennirnir fornu hafa að sjálfsögðu barizt, en þar hefir aldrei verið um liðsamdrótt að ræða. Og fyrstu bændurnir hafa verið friðsamir menn. Að vísu hefir aldrei ríkt neinn Fróðafriður, eins og sumir ætla. En á fyrstu öldum mannkynsins hefir það verið friðsamt, vegna þess að það þurfti ekki á hernaði að halda. Hern- aður og stríð byrjuðu þá fyrst er menn höfðu tekið sér fasta bústaði og fóru að deila um eignarrétt og sér- réttindi. Hernaðarhugmyndin barst fljótt út fyrir hinn siðaða heim til hinna ómenntuðu hirðingjaþjóða, sem heima áttu utan hinna stofnuðu ríkja. Og þær sáu sér leik á borði. Um þess- ar mundir hófust og þurrkar, sem eyddu haglendin, og þá steyptu hirð- ingjaþjóðirnar sér yfir nágranna sína. Þessir hirðingjar voru alvanir veiði- menn og hestamenn og ekkert stóðst fyrir þeim. Hestarnir voru þá álíka þýðingarmiklir í hernaði og skriðdrek- arnir voru eitthvað 4500 árum síðar. Hirðingjarnir flæddu yfir Mesopota- míu og Egyptaland og menningu þeirra ríkja var þar með hnekkt. Þéttbýli, veðráttubreytingar og inn- rásir flæmdu akuryrkjumenn í allar óttir. En það hefir varla verið fyr en 3000 árum f. K. að þeir tóku að setjast að í Evrópu. Þúsund árum síð- ar hafa þeir numið mikinn hluta henn- ar, frá Þrakíu til Þýzkalands, Belgíu og Frakklands. Um sama leýti tóku siglingar að blómgvast.. Miðjarðar- hafið varð vagga siglinganna og um 2200 f. K. höfðu skip frá Grikklandi komist alla leið vestur í Atlantshaf. Um sömu mundir hófust miklir þjóð- flutningar austur á bóginn og ný menning spratt upp í Indlandi og barst alla leið til Kína og varð undirstaða allrar menningar þar. Sennilegt er að menning þessi hafi borizt alla leið til Vesturheims, yfir landbrúna, sem tengdi Asíu og Ameríku þar sem nú er Behrings-sund. Þurrviðratímabilið helzt enn lengi og áhrifa þess gæti mest í norðan- verðri Evrópu. Siglingar hófust til ír- lands og Norðurlanda. í frlandi komst menning á hátt stig og það hefir sjálf- sagt verið þurrviðratímabilinu að þakka, því að næstu úrkomualdir drógu allan dug úr þjóðinni. Um 1800 f. K. varð enn breyting á veðráttu og hófust þá kuldar og úr- komur. Frá 1200 f. K. til 200 e. K. var annað kulda og úrkomu timabil. Náði það hámarki um 400 f. K., en svo smádró úr því og endaði það með þurkaplágu um 500 e. K. Á þessu tíma- bili var vindabeltið aftur yfir Mið- jarðarhafi, og þá risu upp blómleg ríki: Babylóníuríkið, Assyríuríkið, Kanaan, Fönikía og síðar Trójuborg, Grikkland, Kartagó og Rómaveldi. Norður Afríka var þá kornforðabúr heimsins. Og allt framtak var þá í löndunum umhverfis Miðjarðarhaf. Meðan votviðri heldust höfðu hirð- ingjar nóga haga fyrir fénað sinn og lifðu 1 friði svo að menningunni var ekki nein hætta af þeim búin. Þetta kulda- og votviðratímabil hafði aftur á móti ill áhrif norður í álfunni. Skógar grotnuðu niður og mó- mýrar mynduðust. Menningunni á ír- landi hrakaði og eins á Norðurlönd- um. Til kuldatímanna á 5. og 4. öld f. K. er líklega að rekja sagnir um fimbulveturinn. Seinna fer menningunni við Mið- jarðarhaf hnignandi. Þess er getið ð merkilegri bók, sem kom út fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.