Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Blaðsíða 2
208 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS írskum listum, og í hinum minni borgum eru haldin mót með á- kveðnu millibili, og þar keppt í írskum söng, dansi, leiklist og fleira. En þrátt fyrir þetta á írskan við raman reip að draga. Áhrif hins enskumælandi heims eru víðtæk, menningarlega og efnahagslega. — ★ — írsk menning varðveitir enn marga forna háttu og margt í henni minnir á siði, listir og lífs- skoðanir hjá fólkinu á norðvestur Spáni. Þetta styður hina fornu skoðun, að Keltar hafi seinast kom- ið til írlands frá Spáni eða suður Frakklandi. Á þeim tíma skiftust Keltarnir á meginlandinu í tvo að- alflokka, eftir mállýskum. Frá annari þeirri mállýsku er komin keltneskan eða „gælic“, sem töluð er á írlandi, eynni Mön og írsku nýlendunnni, sem stofnuð van í Skotlandi á 6. öld. Frá hinni mál- lýskunni er runnin keltneskan í Wales, Cornwall og Brittany. Saga Keltanna sýnir, að þeir hafa altaf verið hraktir lengra og lengra vestur á bóginn. Þess vegna finnast nú aðeins leifar keltneskr- ar tungu á vesturströnd Bretlands- eya, þótt hún væri útbreidd þar um eitt skeið. Þegar maður ferðast nú frá London til vesturs eða norðurs, má taka eftir vaxandi keltneskum blæ á máli manna, og þegar til ír- lands er komið, er enskan orðin svo umbreytt, að henni hei'ir verið gefið nýtt nafn. — ★ — Á 9. og 10. öld komust írar fyrst í kynni við norræna víkinga, og þess sést hvergi getið í samtíma heimildum að víkingarnir hafi ver- ið þar aufúsu gestir. Víkingar þess- ir komu aðallega frá Noregi, en þó er einnig vitað um nokkra íslend- inga meðal þeirra. Víkingarnir höfðu mikil áhrif á sögu írlands. Þeir lögðu fyrst og iremst undir sig beztu haínirnar, þar sem borgir hafa síðan risið upp, svo sem Dublin, Limrek, Watrford og Wexford. En víkingarnir blönd- uðu einnig blóði við írana og eru afkomendur þeirra fjölmargir enn- Sést það greinilegast á þeim ættar- nöfnum, sem rekja má til hinna norrænu víkinga. Þar má t. d. taka írska ættarnafnið O’Dubhgaill, sem þýðir sonarsonur hins dökkhærða víkings, á ensku Doyle. Ættarnafn- ið O’Rainall, sem þýðir afkomandi Rögnvaldar, á ensku Reynolds. Ættarnafnið O’Cinnselaig er ekki annað en írsk þýðing á norræna orðinu selshaus, á ensku Kinsella. Ættarnafnið O’Lochlainn, þýðir af- komandi norræns manns, einnig Mac Loughlin o. fl. Þá má enn geta þess að fjöldi norrænna tökuorða komst þá inn í írskt mál, einkum orð úr sjó- mannamáli. — ★ —■ Víkingarnir fluttu á brott með sér fjölda Kelta, ýmist sem þræla eða frjálsa menn. Þetta fólk glat- aðist írsku þjóðinni, en sumt af því kom fram á íslandi og hefir haft áhrif á sögu þess. Um það ætla ég ekki að rekja það, sem allir vita, né heldur bera fram getgátur. Ránnsóknir á þeim áhrifum, sem Keltar hafa haft á íslenzka menn- ingu, eru enn á bvrjunarstigi. En óg ætla að leyfa mcr að benda hér á tvö atriði, sem ekki hafa komið skýrt fram áður, enda þótt sænsk- ur fræðimaður hafi haft hugboð um það fyrir 47 árum. En það cr þetta: Samhljóðakerfi nútíma islenzku, sem hefir verið að þróast um ald- ir, er mjög ólíkt samhljóðakerfi annara norrænna mála, en svipar aftur á móti til samhljóðakerfis í írsku að einu leyti. Samhljóðunum er skift niður samkvæmt myndun- arstað þeirra, í tvo flokka, en að útskýra það er of flókið til að íara út í það hér. Eina skynsamlega skýringin á þessu fyrirbrigði er sú, að þeir, sem fluttust til íslands og töluðu írsku eða írskublending, hafi verið nógu margir til þess að setja greinilega sinn svip á tungumál þjóðarinnar. Þetta er þeim mun athyglisverð- ara, að nákvæmlega sömu einkenn- in er að finna í framburði ensk- unnar á írlandi. Þannig má að minni hyggju gera samanburð á íslenzku og ensk-írsku, vegna þess að í báðum kemur fram sambland af germönsku og keltnesku. Hitt atriðið, sem ég vil minnast á, er þetta: Á írlandi voru skáldin áður sérstök stétt og áhrifamikil. Þau sömdu hetjusögur eins og ís- lendingar, og þar var meðal ann- ars skotið inn vísum, sem söguhetj- urnar höfðu sjálfar orkt — alveg eins og íslendingar. — ★ — Þrjár styrjaldir íra og Englend- inga á 17. öld sviftu íra höfðingj- um sínum, frelsi og beztu jörðum. í kjölfar þessara styrjalda kom svo sægur brezkra inflytjenda og ætl- unin var að hrekja íra út á vestur- ströndina, þótt það tækist ekki. Á 17. og 18. öld áttu írar við trúar- ofsóknir og ranglát lög að búa. Þrátt fyrir þetta var írland í lok 18. aldar blómlegt og þar þróaðist mikill iðnaður. Þetta var hættulegt fyrir verslun Breta, en þeirri hættu var bægt frá með sambandssátt- mála írlands og Bretlands árið 1800. Sáttmáli þessi var ger með brögðum, enda urðu afleiðingarn- ar hinar verstu fyrir cfnahag ír- lands. Snemma á 19. öld komst íbúatala írlands upp í 7 milljónir, en af þeim töluðu aðeins 4 milljónir írsku árið 1835. Hnignun írskunn- ar, sem lifandi tungu, er að rekja til 19. aldarinnar, einkum seinni hluta hennar. Ensk-írskan, sem nú er töluð í sveitum írlands, er yngsta tungumál í Evrópu, og segja má

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.