Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Lestin hefur Tavastland brátt að
baki, og Savolaks tekur við. — Ég
hef engan að tala við. Allir mæla á
finnsku. — Lestarstjórinn er geð-
felldur, miðaldra maður. Ég herði
upp hugann og ávarpa hann á
sænsku. Hann brosir og hristir höf-
uðið. Ég ávarpa hann á þýzku. Al-
veg sama. Hann lítur á vegabréf
mitt og verður svo undurhýr og
notalegur allt í einu. Ég reyni
ensku, og hann skilur lítið eitt.
Eftir þetta er eins og hann eigi í
mér hvert bein. Gott dæmi um hlý-
þel Finna í garð okkar íslendinga.
Hann reynir að fræða mig eftir þvi
sem enskukunnátta okkar nær.
Lestin þokast áfram til norðaust-
urs, nær rússnesku landamærun-
um, nemur staðar augnablik öðru
hvoru til að hleypa einum út og
öðrum inn.
Mér sýnist sem héðan sé skammt
að járntjaldinu, þegar ég ber kort-
ið saman við viðkomustaðina, segi
ég. — Já, eftir nokkrar mínútur
erum við aðeins 200 metra frá því,
en nær fáum við ekki að komast.
— Lestin fer um tíma eftir nýrri
braut, er lögð var eftir stríðið. Það
er komið kvöld- Himininn er að
mestu heiður og glaða tunglskin.
Umhverfið er hæðir, skógar og
vötn, vötn, skógar og hæðir. Lest-
arstjórinn leiðir mig út að glugg-
anum og segir: Þarna blikar á
stöðuvötn. Það er Rússlands megin.
Annars er hér engin byggð, enda-
iausir skógar. — Langar þig til
Rússlands? Læt ég nú það vera.
Þú horfir svo mikið til austurs. Það
er nú ekki svo auðvelt að komast
þangað. Ég mun ekki heldur gera
Hotel Finland ia við Punka-Harju
Frá Punka-Harju
myndhöggvara, Lippola o. fl. Eru
þau flest gjafir efnaðra iðjuhölda
til hins unga myndarlega bæar.
Þar sá ég minnismerki vinnunnar,
verkamann með skóflu og haka um
öxl. Þar var skíðahlauparinn. Snjó-
stríðið (börn í snjóboltaleik) fyrir
framan stærsta barnaskólann. Lif-
andi mynd. Og sú yngsta þeirra,
Ainostyttan. Er verkefnið tekið úr
hinu fræga sögukvæði Finna, Kala-
vala. Ofurhuginn Joukahainen vill
þreyta mannvit og orðspeki við
gamla, vitra Wainömöinen, þrátt
fyrir aðvörunarorð móður sinnar.
En sú keppni fer á þá leið, að
Wainömöinen gamli kveður hann
niður í mýrarfen, og vinnur oflát-
inn sér það þá til lífs að gefa hon-
um Aino systur sína. En þegar hið
ljósa, fagra man kemst að því, að
hún er seld gömlum manni, varpar
hún sér í hafið. Steinmyndin á að
tákna þann dapurlega atburð.
Ovænt happ hafði fallið mér í
skaut, að fá tækifæri til þess að
skoða Lahti. Og nú blæs eimvagn-
inn til burtfarar- Löng er leið fyrir
höndum, til Savonlinna (Nyslott).
Það er eins og þetta finnska nafn
búi yfir einhverjum töfrum.