Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1953, Síða 14
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Suðurskautslandið er mjög ólíkt löndum þeim, er liggja að Norðurskaut- inu. Engin merki sjást til þess að þar hafi nokkuru sinni byggð verið. Land- ið er ekki annað en jökull og naktir fjallgarðar og það er umlukt hafís á alla vegu. Þetta er kaldasti bletturinn á jörðinni, því að meðalhiti ársins er 25 stig. Landið hefur enga hernaðar- lega þýðingu og er því ekki eftirsótt þess vegna. En það er eftirsótt vegna hvalveiðanna og náma, sem þar kunna að vera. Að öðru leyti er það vegna vísindalegra rannsókna, að þjóðirnar vilja hafa þar fótfestu. Veðurfræði, jarðeðlisfræði og ýmsar aðrar greinir náttúruvísindanna geta haft stórmikið gagn af rannsóknum þar. Slíkar rannsóknir eru þó skammt á veg komnar enn, og má svo heita að engin þjóð, önnur en bandaríska þjóð- in, hafi lagt neitt kapp á þær. — En Bandaríkjamenn hafa haldið þar uppi rannsóknum með þeim myndarbrag, sem þeir eru alkunnir fyrir. Á árun- um 1946—47 gerðu þeir út þangað hinn stærsta, fullkomnasta og bezt út- búna visindaleiðangur, sem nokkuru sinni hefur farið til heimskautsland- anna. Var leiðangur þessi undir yfir- stjórn hins heimsfræga landkönnunar- manns, E. Byrd flotaforingja, sem fyrstur manna hafði leikið það, að fljúga j sinni eigin flugvél bæði yfir Norðurpólinn og Suðurpólinn. Leiðangur þessi gekk undir nafninu „Operation High Jump“ og tóku eigi færri en 4000 menn þátt í honum, þar á meðal nokkur hundruð vísinda- manna. Leiðangurinn hafði til umráða sérstök íshafsferðaskip, ísbrjóta, flug- vélar, skip knúin loftskrúfu, snjóbíla og jafnvel kafbáta. Voru öll þessi far- gögn útbúin nýtízku tækjum, svo sem ratsjám og talstöðvum, og allur var útbúnaður leiðangursins hinn full- komnasti. Leiðangur þessi var farinn á vegum bandariska flotans og tilgangur hans var jafnframt vísindalegum rannsókn- um að kanna hvaða útbúnaður hentaði bezt á íshafsslóðum og æfa menn í fangbrögðum við náttúruöflin þar. — Einstein segir að útvarpið muni vera bezti friðarboðinn i lieiminum. — Ekki hefir sú reynsian orðið heuna hjá mér. AMERÍSKAR Eftir fyrra heimsstríðið ferðað- ist Neville hershöfðingi um Banda- ríkin og var tekið með kostum og kynjum. Þegar hann dvaldist í Los Angeles, var ýmsum helstu kvikmyndalistamönnum boðið að heilsa upp á hann. Nú vildi svo til að þeir Chaplin og Will Rogers mættust við dyrn- ar. Chaplin er ákaflega feiminn og honum var ekki rótt innan brjósts að eiga nú að koma fram fyrir einn af frægustu hershöfðingjum heimsins. Hann bar upp vand- kvæði sín við Rogers: „Jeg veit hreint ekki hvað jeg á að segja við hann“. Rogers hugsaði sig um stundar- korn og sagði svo: — Þú gætir til dæmis spurt hann að því hvort hann hefði verið í stríðinu og með hverjum hann hefði þá barist. —x— Stórkaupmaður nokkur fekk eftir- farandi brjef frá viðskiftamanni sín- um í Porto Rico: — Hvernig í ósköpunum stendur á því að þjer sendið mjer sveifarlausa dælu? Maðurinn, sem pantaði hana er alveg vitlaus af vatnsleysi. P. S. Síðan þetta var skrifað hefi jeg íundið sveifina, hún var í kassan- um. ----oOo--- Tveir flækingar voru að ráfa um Kínahverfið í New York. Báðir voru þeir mjög tötralega til fara og skórnir slitnir svo að tærnar stóðu út úr. Ves- aldarlegir voru þeír og niðurlútir. Þá bar svo við að þeir fundu kokain- hylki, sem einhver launsalinn hafði niist. Þeir höfðu oft heyrt getið um þetta nautnameðal og vissu vel hvern- ig átti að fara með það. Annar þeirra tók tappann úr hylkinu, stráði nokkru af duftinu í lófa sjer og saug það upp í nefið. Hinn tók svo í nefið það sem eftir var. Árangurinn varð merkilegur. Eftir örlitla stund urðu þeir hnarreistir, KÍMNISÖGUR kvikir í gangi og með miklum handa- slætti skálmuðu þeir stórum skrefum eftir götunni. Þeir urðu rjóðir í kinn- um og augu þeirra tindruðu. — Nú hefi jeg ákveðið hvað jeg skal gera, sagði annar. Jeg ætla að byrja á því að kaupa allar demantanámurnar í Afríku og svo ætla jeg að kaupa allar gullnámurnar í Ástralíu. — Hafðu þig hægan, sagði hinn. Það er alls ekki víst að jeg vilji selja þær. - YOGA Frh. af bls. 213. ingjans. Jafnvel samadhi, æðsta stig hins áttfalda vegar, verður yoginn að hefja sig upp yfir. Ef hann gerir sig ánægðan með þau fríðindi, sem honum hafa þegar hlotnazt og sættir sig við að verða aðeins goði í fullsælu hinna æðstu himna — lifir hann þar um ár- þúsundir, en þegar karmaforða hans er eytt, hlýtur hann að falla aftur niður til mannlegra forlaga og hefja göngu sína á ný. Lokatakmark yogaheimspekinnar er að hefja manninn algjörlega út fyrir öll takmörk mannlegrar reynslu cfg leysa öll bönd, sem binda hann við mannheima hinna þriggja veralda. — Fyrst þegar honum hefur tekizt að hefja sig uppyfir og segja skilið við samadhi birtist purusa (hinn innri maður, sjálfið) einrátt í sínu cilífa eðii. — Þá er hring hinnar mannlcgu þró- unar lokið, og ný tilvera tekur við. Indlandi, janúar 1953. Gunnar Dal. Elzli maður byggðarlagsins var hundrað ára, og því var þar mikið um dýrðir. Og blaðamaður kom til þess að hafa tal af öldungnum. — Hvað mundirðu nú gera ef þú værir á bezta aldri og -ættir svona langa ævi framundan? spurði blaða- maðurinn. Karlinn hugsaði sig vandlega um og sagði svo: — Ég held að ég nxundi skiíta hár- inu i miðju enni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.