Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 313 móður. Þá er tilganginum náð, hann hefur látið þreyta sig og er nú ekki jafn hættulegur og fyrst. Þá ganga aðstoðarmennirnir fram á völlinn, víkja sér undan árásum bola, en hlaupa ekki í felur. Menn- irnir veifa rauðum klæðum til hlið- ar við sig, og það er hreyfingin á klæðinu, sem espar bola. Hann kemur á harða spretti að mannin- um, en ræðst ekki á hann, heldur rauða klæðið, setur undir sig haus- inn og ætlar að reka þennan óvin í gegn með oddmjóum hornunum. Um leið kippir maðurinn klæðinu upp, hornin fara undir það og boli hefur gripið í tómt. Og kastið á honum er svo mikið, að þegar við- námið bregzt, flytur hann kerling- ar langar leiðir eða fellur á knén, en áhorfendur hlæja, klappa og æpa. Boli áttar sig skjótt og ræðst að næsta manni. Það er engu líkara en að hann hafi hæft manninn, en svo er ekki, maðurinn hefur snúizt á hæli og hornin á bola strjúkast rétt fram hjá honum, en rauða klæðið lendir á hornum bola og rifnar. Áhorfendur æpa og klappa enn meir en áður, þegar þeir sjá að maðurinn hefur leikið á bola og sloppið óskaddur þar sem ekki var nema svo sem pappírsþykkt milli lífs og dauða. Þegar boli hefur verið þreyttur þannig um stund og farinn að gapa af mæði, koma riddararnir fram á völlinn. Nú teygja aðstoðarmenn nautið þangað og er það kemur auga á hestinn ræðst það á hann af ofsalegum tryllingi og það er eins og hornin gangi á kaf í kvið hestsins. En það er missýning. — Dýnan hefur látið undan og sveigzt undir kvið hestsins og er á milli hans og horna bola. Riddarinn rek- ur nú lensu sína í herðakambinn á þeim gráa og fylgir fast eftir svo að broddurinn gengur á kaf, en boli hamast, hnykkir hausnum og lyftir hestinum hálfgert írá jörðu og riddaranum liggur við að falla af baki. Voru þetta ljótar aðfarir tilsýndar, en hestinn sakaði ekki, því að dýnan hlífði honum. Eftir nokkra stund hörfar boli frá og blóðið lagar úr herðakambi hans. Snýst hann nú gegn aðstoðarmönn- unum og ræðst á þá hvern af öðr- um, en er alltaf gabbaður og í hvert skifti hrópa áheyrendur hástöfum, og það er eins og boli espist við þau óhljóð- Aftur er hann teygður þangað sem riddararnir eru, því að þrisvar sinnum á hann að ráðast á hvorn hest, og sex sinnum á hann að vera stunginn með broddstöfun- um. Það eru ekki hættuleg sár, sem þessir broddstafir veita og boli er jafn vígreifur og hættulegur eftir sem áður. En honum eru veitt þessi sár til þess að hann beri ekki höf- uðið jafn hátt þegar að úrslita- stundinni kemur. Næstir koma „banderillos“ að fást við bola. Þeir eru þrír, og enginn þeirra hefur neitt sér til varnar. En í höndunum hafa þeir langar örvar með fjaðrabroddi og leggirnir skreyttir mislitum flögrandi bönd- um. Boli tekur sprettinn að þeim næsta, en hann skopar skeið að honum á móti og um leið og þeir mætast á sprettinum stingur mað- urinn báðum örvunum á kaf í herðakambinn á bola og sveiflar sér um leið léttilega til hliðar. — Sýna þessir menn mikla snilld og ótrúlega fimi í þessum hættulega leik. Um leið og boli finnur til örv- anna og sér út undan sér hvar þær dingla, er eins og hann tryllist um allan helming og æth að hrista þær af sér, eða brjóta þær með horn- unum. Á meðan gefst manninum tími til undankomu. Svo kemur sá næsti og þriðji, og allt fer á sömu leið. Og nú standa sex skreyttar örvar í bola og sveiflast fram og aftur eftir því sem hann hreyfir sig og hristir sig. Sumar örvarnar tekst honum að hrista af sér, en hinar sitja fastar og þessi óféti espa upp í honum bræðina að nýu. Er það alveg furðulegt hver grimmd og drápþorsti er í þessari trylldu skepnu. Nú fást aðstoðarmennirnir við hann enn um hríð og berst leikur- inn vítt um völlinn. — Einu sinni tekst bola að svifta rauða klæðinu af einum manninum svo að hann stendur berskjaldaður fyrir úti á miðjum velli. Áhorfendur reka upp hræðsluóp, því nú er manninum bráður bani búinn ef hjálp' kemur ekki skyndilega. Og hjálpin kemur. Félagar hans þyrpast þar að og veifa klæðum sínum að bola úr öll- um áttum í senn svo að hann verð- ur ringlaður, en maðurinn kemst undan og nær sér í annað klæði. Þegar þetta hefur farið fram nokkra stund og boli er orðinn tals- vert dasaður, gengur sjálfur nauta- baninn fram- Hann er með skarlats- rauða flík og heldur henni útþan- inni með sverði sínu. — Hefst nú djarfur leikur milli manns og dýrs, milli hinnar frumstæðu grimmdar og hyggjuvitsins. Það er metnaður nautabanans að sýna sem frábær- asta leikni, hugrekki og kaldlyndi í viðureigninni við bola, því að þeim mun meiri vinsældum á hann að fagna hjá áhorfendum. Hvað eftir annað lætur hann nautið renna að sér á fleygiferð, snýst á hæli og snýr baki við bola um leið og hann fer fram hjá og missir marks. Áhorfendur æpa og klappa og þegar nautabaninn leggst á knén og tekur þannig á móti árásum bola hvað eftir annað, ætlar allt um koll að keyra af fagnaðarlátum. Þetla er leikur um líf og dauða, og svo hættulegt er starf nautabanans, að það er ekki nema fimmti hver mað- ur sem sleppur lifandi og örkumla- laus frá þeirri atvinnu. Að lokum er mesti ofsinn úr bola og þá er komið að leikslokum. — Nautabaninn grípur sverð sitt,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.