Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 315 Örvunum stungió í bola Dauðadómur bola kveðinn upp lagi á kaf í herðakambinn á bola. Nú þustu aðstoðarmenn að og létu hann elta klæði sín í hring, þangað til hann hneig niður á knén og sýndist við búið að hann mundi hníga þar út af. En eftir andartak færðist hann í aukana, reis á íætur og réðist meó nýum kraíti á fjand- menn sína. Gekk sá leikur nokkra stund, þangað til hann fell flatur til jarðar. Þá hljóp að honum að- stoðarmaður og rak hníf sinn í svæfingarholuna til þess að stytta eymdarstundir hans. En það var cngu líkara en þetta naut væri ó- drepandi og hvorki brá það sér við sár né bana. Enn reis það á fætur. En nú var árásarþrekið lamað. Þó reyndi það af veikum mætti að ráðast á mennina og reka horn sin í þá. En svo varð það skyndilega sem annars hugar, gekk í öfuga átt eins og það vildi viðurkenna að það gengi nú sigrað frá leik, en blóðgusa stóð fram úr þvi. Þannig gekk það kippkorn, en íell þá allt i einu með miklum dynk. Þnðji nautabamnn vár fífldjarf- ur. Hann átti í höggi við stórt svart naut, úthyrnt. Hvað eftir annað hekk lif hans á veikum þræði og áhorfendur voru milli vonar og ótta hvernig þcssu mundi lykta. Allt í einu er nautið með hann á hornum séi og réygir hausinn hatt, en ahoríendur æptu af skelfingu En þetta var eitt fimleikabragð nauta- banans. Hann hafði fleygt sér vilj- andi milli hornanna á bola er hann sá sitt óvænna og lét hann lyfta sér upp og kasta sér aítur af herða- kambinum. Kom hann standandi niður, en var alblóðugur. — Allir heldu að hann væri stórslasaður. Þögn sló á allan manngrúann, en aðstoðarmennirnir þustu þar að og bjuggust til þess að bera hann út af vellinum, meðan aðrir teygðu bola burtu. En nautabaninn varð þá hinn reiðasti, hljóp á eítir bola og sló með flötu sverðinu í krúnuna á honum. Þá sáu áhorfendur að hann ætlaði að halda bardaganum áfram og margfalt fagnaðaróp kvað við upp alia bekki. Nautabaninn var óskaddaður. Blóðið á fötum hans var úr sárum bola. í viðureigninni hafði nautaban- inn misst klæði sitt og varð nú að fá sér nýtt klæði. Og svo lagði hann til atlögu við bola á nýan leik. — Sverðið blikaði á lofti, en festist í beini og stóð þar upp á endann. Nautabaninn náði því, þrátt fyrir æstar árásir bola, og í næstu at- rennu gekk sverðið á kaf. Það hafði gengið á hol og boli datt niður steindauður. ni- Víð fjórða nautið átti svo fyrsti nautabamnn. Hann er eftirlætisgoð þeirra i Barcelona og mátti glöggt heyra það á fagnaðarópunum, sem fóru eíns og þruma um Hinh loft- lausa hringsal. Hann lék sér lengi og íimlega að bola, sem var kol- svartur, stór og hafði verið ailra nautanna trylltastur i upphafi. — Hvað eftir annað hóf nautabaninn sverð sitt á loft, en þá vildi bpli ekki gera árás, og nautabanirtn vildi ekki gera sér þá minkunn áð ráðast að honum þar sem hann stóð kyrr. Tók nautabaninn þá að egna hann með orðum og tilburðum, eggja hann, brigslaði honum um bleyðiskap„ þangað til boli stóðst ekki mátið og gerði árás. Og þá var ekki að sökum að spyrja- Sverðið skar loftið sem elding og gekk á hol. Nú höfðu sumir landar fengið nóg af þessum leik og einni konu var orðið óglatt af því að horfa á hann. Vildi hún komast burt, og þá þótti réttast að allur hópurinn færi í einu. En um sjálfan inig er það að segja, að mér fannst mikið til íeiks- ins koma. Þetta er i eðli sinu sjón- leikur, eins raunsær og orðið getur. Hér er engin uppgerð, allt er fyllsta alvara. Hér er verið að sýna muii- inn á hyggjuviti mannsins og'hin- um villta krafti, hér er sýnd viður- eign andans og ,jnautskunnar“, hvernig andinn hlýtur alltaf aö sigra í þeirri viðureign. Þetta er táknmynd þess hvernig maðurinn hefur með hugsun sínni hafizt upp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.