Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1953, Qupperneq 14
324 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS því að ég átti að hverfa þaðan. Sammy vissi þetta. Þess vegna var það eitt kvöld, er við sátum sam- an, að hann sagði: „Langar yður ekki til þess að sjá menn vaða eld?“ Jú, víst langaði mig til þess. „Annað kvöld fara allir Indverj- arnir frá Georgtown til Ayer Itam musterisins — þar á að vaða eld“. Hann gat ekki sagt mér nákvæm- lega hvenær þetta átti að ske, enda hafði ég oft komizt að því áður, að allt var í villu og svima fyrir honum, ef hann átti að ákveða ein- hvern tíma. Hann gat því ekki frætt mig meira um þetta. Hann reis á fætur og sagði: „Farið varlega. Góða nótt“. Og svo fór hann. ★ Næsti dagur var sunnudagur. Ég fékk mér bíl og ók frá Georgtown áleiðis til Ayer Itam. Þetta er þorp, sem stendur undir hæð nokkurri og er þangað um sex mílna vegur. Þetta er á eynni Penang, nyrzt í Malaja. í þorpi þessu búa nær ein- göngu Kínverjar og Indverjar, og það þótti ekki öruggt fyrir hvíta menn að vera þar á ferli eftir að skyggja tók. Þegar ég var kominn miðja leið, fór ég að heyra söng og trumbu- slátt. Og litlu seinna ókum við fram á hópgöngu mikla. Við ókum fram fyrir hana. Þar fór ég úr bílnum og beið. Á undan fylkingunni gekk gam- all Indverji og þeytti gríðarmikið undið horn, sem var nærri eins stórt og hann sjálfur. En fremst í fylkingunni var miðaldra Indverji og gekk á stultum. Gnæfði hann yfir alla fylkinguna. Hann dans- aði þarna á stultunum og það glamraði og hringlaði í ótal mis- htum glerjum, sem hann hafði hengt á sig þannig, að þeim var nælt í beran bjórirux. Næstir komu tveir eldvaðendur. Þeir báru helgitákn, sem skreytt voru með böndum og blómum. Voru þau á vírstöngum og bar hátt yfir höfuð þeirra. Annar hafði fest neðri enda vírsins undir belti sér, en hinn hafði stungið honum í líkama sinn. Þessi maður dró á eftir sér stóran vagn, um fimm fet á hæð, og ofan á honum sat skraut- legt goðlíkneski. Þar næst komu prestar. Sumir voru í fullum skrúða, aðrir berir niður að mitti, en allir blómum skrejdtir. Þeir hrópuðu og sungu hástöfum. Meðfram þeim hlupu indverskir strákar fram og aftur, með langar veifur í höndunum. Síðan kom aðal þyrpingin. Á eftir henni fór „ratham“ eða kerra, sem tveimur snjóhvítum og heilögum uxum var beitt fyrir. Á þessari kerru sat líkneski hins æðsta guðs þeirra. Umhverfis kerruna voru prestar, sem frömdu alls konar helgisiði. Voru þeir með sneiðar af kókoshnot, banana og eitthvert hvítt duft, sem þeir smurðu á enni sér. Allir tugðu þeir betelhnot og þuldu bænir. Hópganga þessi hafði lagt á stað frá Georgetown klukkan tvö um daginn en komið var til hofsins í Ayer Itam klukkan fimm að kvöldi. Og þótt ég hefði eigi gleymt að- vörun Sammys, ruddist ég nú fram fyrir fólksfjöldann. Þar var þá af- girt svæði og í miðju þess var djúp gröf og í botni hennar glóði á við- arkolaeld. Ég vék mér að einum prestanna og bað eins kurteislega og mér var unnt um leyfi til þess að mega fara inn fyrir véböndin, því að mig langaði til þess að ná ljósmyndum af athöfninni. Hann leyfði það þegar. Nú komu hofþjónarnir og fylltu grófina af eldivið. Varð brátt ill- verandi fyrir hita innan véband- anna. En jafnframt því sem hit- inn jókzt, svo jókzt og eftirvænt- ing mannfjöldans. En allt datt í dúnalogn er prestarnir komu með stóra blævængi, fléttaða úr basti og veifuðu þeim yfir bálinu til þess að lífga eldinn með súgnum. Ég stóð svo sem þrjú fet frá gróf- inni og að mér þrengdíst fólk, sem ruðzt hafði inn fyrir véböndin. Ég sparn hælum í jörð til að hafa sem bezta fótfestu, og ég skýldi andlit- inu með báðum höndum, því að hit- inn þarna var nú að verða óþol- andi. ★ Dagur leið að kvöldi. Skyndi- lega kvað við bumbusláttur og gekk þá höfuðpresturinn fram. Hann hélt höndum hátt á loft, og svo hljóp hann berfættur eftir end- langri grófinni, yfir eldinn. Þegar yfir um kom deif hann fótum sín- um snöggvast ofan í lítið vatnsker. Mannfjöldinn æpti fagnaðaróp. Nú gekk annar maður fram. Það var Indverji. Hann helt höndum hátt á loft, eins og presturinn hafði gert, og síðan gekk hann' hægum og rólegum skrefum yfir endilang- ar eldglæðurnar. Fólkið stóð á öndinni. Það var svo hljótt að ég heyrði vel þegar glóandi kolin skrikuðu til undir fótum hans. Hann bar höfuðið hátt og horfði augum til himins. En þegar hann gekk upp úr grófinni ætlaði allt um koll að keyra af fagnaðarlátum. Hitinn var orðinn óþolandi. Hvíta skyrtan mín var rennandi blaut af svita og brún af kolareyk. Þröngin var svo mikil að ég gat ekki hreyft mig. Mér fannst vang- inn, sem sneri að grófinni, vera að stikna. Þá gengu fram eldvaðendurnir tveir, sem ég hefi minnzt á áður, þessir með helgitáknin. Glóðin í grófinni varpaði einkennilegum bjarma á helgitáknin, veifurnar og blómin, sem sýndust nú í lausu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.