Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Qupperneq 1
41. tbl. im Sunnudagur 18. október 1953. XXVIII. árg. OLFUSI KVEMIMARÁIM I FYRIR rúmum 250 árum gerðust þeir atburðir í Ölfusi með stuttu millibili, að tveir bændur hlupust á brott frá konum sínum og heimilum og höfðu aðrar konur með sér. Annar þeirra tók gifta konu þar úr sveitinni og tvö börn hennar af fimm, en hinn hljóp frá konu og fjórum börnum og hafði ekkju á brott með sér. Voru þetta auðvitað stórtíðindi í svo lítilli sveit. En út af þessu gerðust tvær harmsögur, sem hér er reynt að rekja eftir þeim þráðum, er enn finnast. SAtíA ÞORCEIRS OC ÞURIÐAR ÞAÐ er upphaf þessarar sögu, að laust fyrir miðja 17. öld bjó sá mað- ur í Þorlákshöfn er Jón hét Jóns- son. Hann átti dóttur, sem Þuríður hét og var hún fædd í Þorlákshöfn og ólst þar upp fram undir tvítugs- aldur. Er henni svo lýst, að hún hafi verið há og grönn, létt í hreyf- ingum, föl í andliti og með dökkt hár. Þegar hún var um tvítugt gifti faðir hennar hana Jóni nokkrum Snorrasyni og mun hann hafa ver- ið allvel efnaður. Þau voru þrí- menningar að frændsemi og urðu því að fá konungsleyfi til þess að giftast. Að því búnu reistu þau bú og eignuðust 2 börn. En eftir fimm ára sambúð missti Þuríður mann sinn og bjó síðan sem ekkja í tvö ár. Þá giftist hún öðru sinni þeim manni er Ormur Klængsson hét. Er svo að sjá sem þá hafi annað barn hennar og Jóns Snorrasonar verið dáið, því að hún kemur með eitt barn til Orms. Fóru þau síðan að búa á Litlalandi í Ölfusi, biuggu bar nokkur ár og eignuðust fjögur börn. Næsti bær við Litlaland var þá Breiðabólstaður, en þótt nafnið væri tilkomumikið hefur betta ver- ið kot og er nú fvrir löngu komið í eyði og lagt undir Vindheima. Þarna bjuggu þá hjón sem hétu Þorgeir Inpialdsson og Guðrún Jónsdóttir. Ekki er þess getið að þau hafi átt börn. Er Þorgeiri svo lýst. að hann hafi verið riðvaxinn maður, ekki diarfmannlegur á að sjá. jamur á hár og skegg. Kunnleikar nokkrir gerðust með beim Þorgeiri og Þuríði á Litla- landi og kvað svo ramt að því, að Ormur kærði Þorgeir árið 1669 fyrir það að hann heldi við konu sína. Sagðist meira á slíkum af- brotum þá, samkvæmt Stóradómi, heldur en síðar varð. Munu sak- borningar hafa séð sitt óvænna og ekki trevst sér til að hreinsa sig af þessum áburði. Og nokkru seinna hurfu þau bæði, Þorgeir og Þuríð- ur og með þeim tvö börn af heimili Þuríðar. — Vissi enginn hvað af þeim hafði orðið, en það var allra manna mál, að þau mundu hafa strokið til þess að losna við refsingu. Lét svo valds- maðurinn, Jón sýslumaður Vigfús- son, lýsa þeim á Alþingi hinn 4. júlí 1670 og óskaði „að hvar sem þau um landið finnast kynni, fær- ist þau aftur í Árnessýslu til sín eða síns umboðsmanns, undir það rannsak, sem lög útheimta". Jón svslumaður hafði þá fengið levfi til þess að búa utan sýslu og átti heima á Stórólfshvoli í Rangár- vallasýslu, en hafði umboðsmann í Árnesþingi. Leið nú og beið, svo að ekki fréttist neitt til strokufólksins. En um haustið 1671 kemur Þuríður að Úlfljótsvatni í Grafningi og hefur þá með sér annað barnið af tveim- ur. Á Úlfljótsvatni bjó þá bóndi sá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.