Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Page 3
* LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 535 kAAAA// Kveðja til sumarsins Andartak Drottins eilíft og hamingjuþrungið ósk vora snerti svo birti í hjörtum og rönnum, dvaldi sumarlangt hjá oss og helgaði ljósinu heimili norðursins barna, landið vort góða. — Hljómkviða gróðursins leikin af mold og mönnum. Sigldu nú blessaða sumar til fjarlægra þjóða særðu brjóstin að kyssa til fegurra lífs, dýrum fagnaðardraumum, sem rætast, hlaðið, döggvað þakklætistárum, sólrikt og fagurt og máttugt sem máttur hins góða. Gleymist ei sól þín og gnægð þín og frjósemd og mýkt gjafir sem mettuðu hjörtun af sælu og þrótti. Lömbin og kálfarnir, börnin og blómim og fólkið blessa þig saknaðarkveðju, og farðu 'nú vel andartak Drottins svo eilíft og hamingjuríkt. GÍSLI H. ERLENDSSON. þörf. Og nú óskaði hún einkis frem- ur en að hún mætti „í guðs nafni meðtakast til heilagrar aflausnar og kristilegra fríheita“, og skýrði síðan frá því hvernig Ormur hefði komið í veg fyrir að sóknarprestur sinn fyrverandi veitti sér þetta. Og ekki kvað hún hann hafa boðið sér samvistir síðan hún kom aftur, enda kvaðst hún ekki hafa leitað eftir því. Biskup lýsti nú yfir því, að sú fregn hefði borizt, að þessi Þorgeir Ingjaldsson, sem hún hljóp á brott með, hefði látizt þá um veturinn vestur í Neshreppi, í sókn séra Sig- urðar Halldórssonar á Þæfusteini. Var svo mál Þuríðar tekið til úr- skurðar, og var hann á þá leið, að séra Jón Daðason skyldi veita henni aflausn í Hjallakirkju „fyrir sinn ósæmilega viðskilnað og frá- hlaup frá sínum ektamanni, og biðji þar upp á auðmjúklega guð um fyrirgefning á syndinni, en kristna kirkju á ljótum eftirdæm- um. Enn fremur skal hún opinber- lega biðja Orm Klængsson um fyr- irgefning á öllu því, er hún hefur honum og þeirra hjónabandi í móti brotið, auðmjúklega og huglátlega sem hæfir. Vilji Ormur Klængsson henni fyrirgefning veita, þá er vel, en vilji hann það ei gera ljúflega og einfaldlega fyrir utan álagða skilmála, þá sé það vottað og upp- skrifað, en Þuríður ei að síður til opinberrar aflausnar og sakra- mentis meðtekin.... en hún lofi að standa kristilegu yfirvaldi til rétta í því sem henni kristilega til sagt verður“. Ekki þótti biskupi undir því eig- andi að þau Ormur færi aftur að búa saman, enda þótt hann vildi taka hana í sátt, „vegna þess vanda og hættu sem þar af má stoínast, hvorn biskup vill ei fyrir guði né mönnum ábyrgjast“. Má á þessu sjá að biskup hefur haft illan bifur á Ormi. Og á öllu má sjá að biskup hefur vorkennt Þuríði og viljað hennar hlut sem beztan. Þuríður fekk svo aflausn, en hvorugt þeirra Orms mun hafa kos- ið að endurnýa hjúskapinn og voru þar með skilin að skiftum. Síðan fór Þuríður aftur vestur á land. Svo liðu 9 ár. — Þá uppgötvar Magnús Jónsson sýslumaður í Snæfellssýslu að Þorgeir Ingjalds- son er ekki dauður, heldur hefst hann við undir Jökli. Lét sýslu- maður þá grípa hann sumarið 1681 og var hann fluttur frá sýslumanni til sýslumanns og seinast austur að Stórólfshvoli til Jóns sýslumanns Vigfússonar, en hann flutti Þorgeir í járnum til Alþingis. Þorgeir var yfirheyrður í lög- réttu og játaði þegar að hann hefði haldið við Þuríði áður en þau struku að heiman, en neitaði því að hafa átt nokkuð vingott við hana eftir það að hjónaband hennar og Orms var uppleyst. Var þá séra Árni Þorvarðsson prestur á Þing- völlum fenginn til þess að tala um fyrir honum, og eftir það játaði Þorgeir í áheyrn Jóns Vigfússonar sýslumanns og 7 lögréttumanna, að þegar Þuríður hafi komið vestur aftur hafi þau verið samtímis um hríð að Saurum í Laxárdal og hafi þá stundum rekkjað saman. Og síð- an þá um haustið hafi þau bæði verið í Eyrarsveit, þó ekki á sama bæ, en þá hafi hann „margfaldan hórdóm með henni framið, hvað valdsmaðurinn, presturinn og þeir 7 lögréttumenn með sínum undir- skriftum votta“. Auk þess játaði Þorgeir, að allan þann tíma er hann var burtu, eða 11 ár, hefði hann verið „fyrir utan kristileg íríheit og aldrei þeirra leitað“. Lögmenn og lögréttumenn voru svo sem ekki í neinum vafa um það hvernig fara ætti með Þorgeir. Því það sögðu lögin að þeir menn „er að slíkum óskikkum verða kenndir að þeir hlaupa burt með eiginkonur manna, þá eru þeir ó- bótamenn bæði fyrir kóngi og karli, dræpir og deyðandi“. Kváðu þeir því þegar upp bann dóm, aó Þor- geir skyldi tekinn af lífi. Og sama

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.