Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 5
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 587 Frá Krýsuvík haía þau farið laust eftir miðjan september. Og nú taka þau þann kostinn, er verst- ur var, að leggjast út undir vetur sjálfan. Fóru þau frá Krýsuvík inn með fjöllum og settust að í hraun- helli skammt frá Örfiriseyarseli, en samkvæmt Jarðabókinni hefur það verið undir Selfjalli. Höfðust þau þar við um mánaðartíma. Þá urðu byggðamenn varir við þau og voru þau gripin í helhnum hinn 20. októ- ber og færð fulltrúa fógetans á Bessastöðum, Ólafi Jónssyni Clow, en hann sendi Hjörleif nokkurn Guðmundsson og fimm menn aðra með þau suður í Ölfus. Var mál þeirra tekið fyrir á Bakkárholts- þingi 2. nóvember 1677 og voru þau þar af 12 manna dómi dæmd til að þola þrennar refsingar hvort, eina fyrir hórdómsbrot, aðra fyrir brott- hlaup úr héraði og hina þriðju fyrir heilagrar aflausnar og sakramentis foröktun. Voru þau bæði höfð í járnum á þinginu. Að því loknu var refsingin á þau lögð, þrennar hýðingar. Af dóminum virðist megi ráða að Margrét hafi þá verið barns- hafandi, því að talað er um að sýslumaður veiti henni einhverja miskunn, með góðra manna ráði „vegna hennar nú sýnilegu vesal- burða.“ En ekki var öllu lokið með þessu. Nú áttu þau eftir að svara til saka vegna útilegu og þjófnaðar. Segir í skýrslunni um réttarhaldið að hjá þeim hafi fundizt í hellinum nauta- kjöt og fleira, er þau hefði rænt og stolið. En þar sem „lögmálið út- vísar að þar skuh þjóf dæma er hann stal“, þá voru þau send til Gullbringusýslu og mál þeirra tek- ið íyrir á Kópavogsþingi. Þar voru þau dæmd og hýdd að nýu hinn 3. desember „íyrir þjóínað og útilegu“. Var þeim svo gert að skyldu að taka aflausn til friðþægingar við kirkj- una. Þegar er þau voru orðin ferða- fær eftir hýðinguna, lögðu þau á stað austur í Skálholt og fengu þar aflausn hjá sjálfum biskupinum, Þórði Þorlákssyni, eins og þetta bréf hans sýnir: Með því að Eyvindur Jónsson hefur sínar syndir og opinbera stórglæpi játað og viðurkennt, og guð og kristilegan söfnuð auðmjúk- lega fyrirgefningar beðið, lofandi bót og betrun með guðs náðar full- tingi, þá er hann hér í dómkirkj- unni í Skálholti opinberlega af- leystur af mér undirskrifuðum, og hefur þar upp á meðtekið heilagt kvöldmáltíðarinnar sakramentum af kirkjuprestinum, heiðarlegum kennimanni, séra Einari Ein- arssyni — hvað að skeði þann 1. sunnudag eftir þrett- ánda þessa árs (1678) — svo hann er nú í sátt tekinn við guð og heilaga kirkju og að svo stöddu óhindraður á sínum kristilegu frí- heitum. Guð virðist honum fram- vegis sína náð að gefa að sjá við syndunum, lifa guðrækilega kristi- lega og án hneykslis, guði til lofs, honum sjálfum til gagns, en öðr- um til góðs dæmast. — Aflausnar- seðill Margrétar Símonardóttur út gefinn, er þessum samhljóða. Að þessu loknu hurfu þau aftur heim í Ölfus. Ingiríður kona Ey- vindar tók hann í sátt og settist hann að búi með henni, en ekki er vitað hvar Margrét hefur sezt að. Hér rættist því betur úr en á horfð- ist, eins og þau höfðu margt til saka unnið. Þau voru aftur frjáls. En þau höfðu þó fengið að gjalda gáleysis síns svo rækilega, að þeim mátti vera það hugstætt. Er þar fyrst að telja að tveggja ára flakk hefur gengið mjög nærri þeim, að öðrum kosti hefði þau ekki reynt að bæta böl með því að bíða annað meira, þar sem þau gerðust útlagar og ætluðu sér að lifa við stuldi. Vistin í hellinum hjá Öriiriseyar- seli hefur og sjálfsagt ekki verið góð, enda þótt tíðarfar væri gott um haustið, og af þeirri reynslu, er þau fengu þar, hefði þau átt að sjá að ekki mundi björgulegt að vera þar um hávetur. Síðan höfðu þau þolað harðar líkamlegár fefs- ingar og orðið að knékr júpa mönn- um og kirkju með fyrirgefningar- bónum. Allt þetta hefði átt að nægja til þess að þau yrði fjörvi og frelsi fegin, er það var fengið, og gættu sín betur eftirleiðis. Þannig hugsuðu þeir, sem lögum og rétti áttu að stýra. En þeim gleymdist eitt mikilvægt atriði, ást- in milli manns og konu, ástin, sem ekki sést fyrir og er blind á fiílar lagasetningar manna. Þegar leið fram á vetur hófst að nýu samdráttur þeirra Eyvindar og Margrétar. Þau máttu hvorúgt af öðru sjá, og frelsið var þeim aðeins byrði þar sem þau fengu ekki að njótast. Og svo gripu þau til þess örþrifaráðs að strjúka að nýu um vorið 1678. Að þessu sinni fóru þau ekki langt. Þau hafa eflaust ekki þorað að fara aftur vestur sveitir þar sem þau voru þekkt. Hófu þau því nýa útilegu og settust að í hellisskúta í landi Ölfusvatns, norðan við Heng- ihnn, og gerðu sér þar hreysi. Ekki er nú vitað hve lengi þau höfðust þarna við, en fljótlega hafa byggðamenn orðið þeirra varir og komizt að því hvar þau heldu til. Eru svo gerðir út 9 menn til þess að handsama þau, og hét sá Þor- steinn Jónsson, sem fyrir þeim var. Komu þessir menn að þeim í skút- anum, þar sem þau lágu í einni rekkju, og voru þau handtekin. — Ekki var björgulegt um að litast í hellinum, því að þeir fundu þai1 ekki annað en fjóra fiska og tvö mathnifa. Nú voru þau flutt austur að Stór-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.