Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 593 járnbrautir, gerðu hafnarmann- virki og komu sér upp stórum kaupskipaflota. Þeir komu og ný- skipan á her sinn, fengu sér ný- tízku hergögn og komu sér upp stórum herskipaflota. Og aðeins 50 árum eftir að landið var opnað, voru þeir orðnir svo öflugir, að þeir unnu sigur á rússneska stór- veldinu í stríði. Upp frá því náði hernaðarklíkan æ meiri völdum í landinu og ætlaði sér að leggja undir Japan allt Kínaveldi og ey- arnar í Kyrrahafi. Má og vera að þá hafi dreymt um að leggja undir sig alla Asíu. En í þessum átökum biðu þeir herfilegan ósigur fyrir Bandaríkjunum. Margir Japanar voru því mjög andvígir, að landið væri opnað og þeir heldu að það yrði til þess að Bandaríkin mundu leggja landið undir sig. En það hafði Bandaríkj- unum aldrei komið til hugar. Og þegar fram í sótti varð þjóðin þeim þakklát fyrir það að hafa komið sér á rétta leið til sjálfsbjargar. — Stríðið gegn Bandaríkjunum átti því ekki mikil ítök í þjóðinni og Bandaríkjamenn fundu það, þegar þeir komu sem sigurvegarar til Japan, að enn áttu þeir þar marga vini. ® 0 ® Fyrst eftir að Perry kom til Jap- an var þar almennt talað um „hin hræðilegu svörtu skip“ hans. En það fór af. Þegar Japanir fóru að rétta við minntust þeir þessa at- burðar með hátíðahöldum og var það kallað „hátíð svörtu skipanna“. Hún fór fram á hverju sumri, en mest var þó um dýrðir í sumar sem leið, á aldarafmæli þessa atburðar og enn verður þess minnzt í vetur á aldarafmæli fyrsta samnings Bandaríkjanna og Japans. Á þeim stað, þar sem Perry skil- aði af sér bréfi forsetans, stendur 33 feta hátt minnismerki og á það er letrað á ensku: „Þetta minnis- Gunnar Dal: LJÓS í BORGINNI Kapilavastu, norður við rætur Himalayafjalla, fæddist fyrir meir en tvö þúsund og fimm hundruð árum spámaður, sem kallaður hefur verið „ljós Asíu.“ — Nafn hans var Siddhartha. Síðar var hann kallaður Gautama Budda. — Köllun hans var að losa mannfólkið undan oki þján- inga sinna og visa því veginn til betra og hærra lífs. í héraði hans (lítið eitt norður af Bihar) bjó bændaþjóð — hinir fátæk- ustu af hinum fátæku. — Undir brenn- andi sól gengu þeir berum fótum eft- ir viðarplóg sínum og erjuðu landið. — Þeir ræktuðu rís og rykurreyr. Bómullarklút, ^em þesir vöfðu um lendar sér áttu þeir einan fata. Þeir bjuggu í kofum, sem gerðir voru úr strái og þéttaðir með mykju. — Þar var sofið á gólfinu. Rúm, borð og stól þekktu þeir ekki. Sitjandi á gólf- inu með krosslagða fætur neyttu þeir matar síns og notuðu aðeins guðs- gafflana. Þegar vel áraði, og hvorki flóð né þurrkar eyddu uppskerunni gátu þeir leyft sér að éta næstum fylli sína af sykurreyr, rís og salti. Þetta mataræði var stundum kryddað með gömlum þurrkuðum fiski, sem fjöl- skyldan lyktaði af á máltíðum. Að éta hann hafði allur þorri manna ekki ráð á. — En þegar illa áraði og upp- skeran brást, og það var næstum eins algengt og hitt, barði hungurvofan að merki er reist til minningar um Perry flotaforingja, sendiboða bandarísku stjórnarinnar, sem steig hér á land 14. júlí 1853. Minnis- merkið er reist 14. júlí 1901 af vin- um Bandaríkjanna í Japan“. Minnismerki þetta stóð óhreyft fyrstu tvö stríðsárin, en 1944 lét japanska herstjórnin rífa það nið- ur. En er stríðinu lauk, var það endurreist á sama stað. ASÍU dyrum og mannfólkið féll úr hor. — Það þekkti heldur enga vörn við sjúk- dómunum nema þulur töframannsins. Dag og nótt brunnu eldarnir við fljótið, sem skoluðu ösku þessara xesalinga til hafs. En í þessum héruðum Indlands, þar sem mannfólkið jafnvel enn í dag á við hina sárustu örbyrgð að búa, hef- ur landið fóstrað hina ríkustu menn. — Bændurnir áttu ekki landið. Það var eign fárra manna og þessir fáu menn leigðu það bændunum og tóku í rentur helming eða þriðjung upp- skerunnar, sem þeir síðan söfnuðu í sínar hlöður. Þessir auðugu landeig- endur voru kallaðir Raja eða Maha Raja og þýðir konungur. Þeir eins og Bramanarnir — hinir æðstu og valda- mestu af hinum fjórum stéttum hins gamla indverska þjóðfélags — voru vel efnum búnir og lifðu í allsnægt- um og munaði. Hann var ríkur, en gerðist fátækur Faðir Gautama var einn þessara auðugu landeigenda, Maha Raja (kon- ungur). En unglingnum, sem reikaði undir greinum mangótrjánna í aldingarði föður síns og hlaut í vöggugjöf allan veraldlegan auð og hamingju leið þó ekki vel. Hann hafði séð bændurna vinna á akri föður síns, — séð þá, kpnur þeirra og börn deyja hungur- dauða, séð farsóttir hertaka byggðina og umkomulaus gamalmenni, sem eng- inn sinnti, ganga milli manna og bet.la sér matar unz dauðinn batt enda á sult þeirra. Hann hafði séð ágirnd og hræsni prestanna (Brahmananna), sem þóttust kenna fólkinu lífspeki, en tóku aðeins brauð þess. Hann hafði séð mannlegt umkomuleysi í þúsund myndum og í þeim dökku litum og þeirri ógn, sem Vesturlandabúinn hef- ur enga reynslu fyrir og hefur, því enn ekki skilið, hvað Budda átti við þegar hann talaði um þjáninguna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.