Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1953, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 595 nálgaðist nú einfaldleika hins sanna meistara. Leitið, og þér munuð finna Enn hafði hann að vísu ekki fundið veginn til hamingjunnar, en fylling tímans var í nánd. — Gautama át og drakk og endurheimti líkamshreysti sína, eftir þrautir meinlætalifnaðarins, sem næstum hafði kostað hann lífið. Hann settist að undir tré einu, sem síðar var kallað Bodhinanda. Hann sneri andliti sínu til austurs, þar sem sólin reis hvem morgun og strengdi þess heit, að rísa ekki úr sæti, fyrr en hann hefði öðlast sjálfsþekkingu. í sjö vikur sat Gautama undir grein um Bodhinanda og einbeitti hug sín- um til hins aeðsta máttar. Dagarnir komu og fóru og hver þeirra virtist færa hann litlu nær marki. En eins og skýjaþykkni, sem hylur sólarsýn greiðist smám saman fyrir geislum hennar, unz þeir brjótast skyndilega í gegn, — eins brauzt sól hinnar æðstu vitundar skyndilega í gegn um skýja- flóka hinnar lægri vitundar og Gaut- ama varð hinn áttundi Budda, sem gist hafði þessa jörð. — Hann sá alla tilveruna og mannlífið í nýju Ijósi. Allar hinar gömlu ráðgátur hugans hurfu og virtust meiningarlausar. Hér riktu engar sorgir meir. — Lífið var óumræðilega einfalt og gott og þó svo fjarskylt hinni gömlu veröld skynfæranna. Þessi nýi veruleiki var fullur hamingju og friðar í stað stríðs og þjáningar. — Og vegurinn inn til þessa nýja lífs var hverjum manni fær. Þessi hamingja gat orðið hvers manns eign. Og Budda lokaði til hálfs hliðum hinnar nýfundnu paradísar og hvarf aftur til jarðneskrar þjáningar til þess að vísa mannfólkinu inn á braut iífs- hamingjunnar. Hann hélt fyrst til Uruvelaskóga til þess að finna aftur félaga sina, mein- lætamennina. Þegar þeir sáu hann nálgast, ræddu þeir um það sín á milli, að Gautama hefði brotið eiða sína sem meinlætari og væri ekki lengur helgur maður, heldur hefði hann gefið sig á vald veraldlegs mun- aðar og óhófs í mat og drykk. Þeir komu sér saman um að heilsa honum ekki og taka hann ekki aftur í sinn hóp. En þegar hann kom til þeirra, urðu þeir snortnir þeim mildu töfr- um, sem honum fylgja og öll andúð þeirra hvarf. Þeir stóðu upp og fögn- uðu honum sem gömlum vini. Og Budda skýrði þeim frá reynslu sinni, að hann hefði fundið veginn til frelsunar. — Með því að ástunda góðvild til alls hins skapaða, boðaði hann, hef ég öðlast lausn! — Það er vegurinn, sem iiggur frá þjáningu til hamingju. — Og Budda talaði til þeirra hlýlega og tók að útskýra fyrir þeim villu og fánýti meinlætalifnaðarins: — Hinn uppljómaði, sagði hann, leitar ekki lausnar í meinlætalifnaði, en hann lifir heldur ekki í veraldlegum mun- aði. — Hinn uppljómaði fer hinn gullna meðalveg, sem liggur milli öfganna tveggja, meinlætalifnaðar og gjálífis. Meinlætalifnaður skapar að- eins auknar þjáningar en leiðir ekki til andlegs vaxtar: — Að hætta við kjöt og fisk, eða ganga nakinn eða krúnuraka höfuð sitt eða klæðast tötr- um, eða bera ösku á líkama sinn eða færa Agni (eldguðnum) fórnir mun ekki hreinsa nokkurn mann, sem hald- inn er fáfræði og villu. Að lesa ritningarnar, færa prestun- um gjafir og guðunum fórnir eða leggja á sig sjálfspyntingar eða öll þessi yfirbótaverk, sem unnin eru í sérhagsmunaskyni og von um endur- gjald á himnum geta ekki hreinsað manninn meðan hann er haldinn fá- fræði og villu. Reiði, ofdrykkja, þrjózka, trú- hræsni, bakmælgi, öfundgirni, blekk- ingar, hroki og illvild gera manninn óhreinan, — ekki það að eta kjöt. Hinn gullni meðalvegur liggur milli hinna tveggja öfga. Sá vegur opnar augu manna, veitir skilning og frið. Hann leiðir til æðri þekkingar, til uppljómunar hugans, — til nirvana! Sá, sem fyllir lampa sinn með vatni, sér ekkert ljós. Sá, sem reynir að kveikja eld úr fúaviði, nær engum árangri. Röng breytni leiðir ekki til farsæidar. Aðeins sá, sem ekki er lengur í ánauð illra tilhneiginga full- nægir þörfum sínum, án þess að flekka hendur sínar. Það er skylda hvers manns að hirða vel um líkama sinn, efla hreysti hans og heilbrigði, því án þess er ekki hægt að tendra lampa hinnar sönnu þekkingar, og halda hug- anum sterkum og hreinum. Vatnið flýtur í kring um hinn hvita lotus en vætir ekki blöð hans. — Þetta er hinn gullni meðalvegur, sem liggur milli öfganna tveggja, meinlætalifnaðar og gjálífis. Útrýming þjáninga Og Budda tók að ræða við þá um þjáninguna, og hvernig henni verður útrýmt með réttlæti og góðvild og friði. — Þjáninguna þekktu þeir allir vel og höfðu séð, hvernig allt nýtt líf er fætt blóðugt og með þrautum inn í þennan heim. Hvernig dauðinn er fullur ógna og sársauka. Hvernig hrör- leiki, sjúkdómar og skortur hrjá mann- fólkið. Hvernig sorgir, örvænting og draumar, sem aldrei rætast blanda sársauka í lífsbikar sérhvers manns. En þjáningar mannfólksins eiga sér orsakir. Hinn uppljómaði, sem séð hafði hinn innsta veruleika, hafði einnig séð leiðina til að útrýma or- sökum þeirra og þannig hefja mann- inn upp til nýrrar og fullkomnari til- veru. Hinir fyrstu áfangar þessarar leiðar voru rétt hugsun, tal og breytni. Hinir síðustu voru könnun hins innsta leyndardóms, sjálfsþekkingin. En bæði fyrstu og síðustu áfangar þessa vegar eru góðvild. Samúð með mönn- um og dýrum var fyrsta og síðasta orð í boðskap hans. — Hún náði ekki til ákveðinna stétta eða hópa, heldur til allra jafnt. Hún var það leiðarljós sem eitt gat lýst manninum til hins fyrirheitna lands sannrar hamingju. Hann skipti veginum í tíu áfanga. — Eftir hinn áttunda er nirvana náð, eftir hinn tíunda er maðurinn orðinn Budda. Strax á hinu fyrsta stigi vinnur Bod- hisvattvann (hinn verðandi Budda) eið að þvi að falla ekki eftir áttunda stigið fyrir freistingum himnaríkis og fullsælunnar, heldur halda áfram að taka þátt í þjáningu og baráttu mann- kynsins og bera áfram sem stærstan skerf af hinum þungu örlögum heims- ins, unz mannkynið allt hefur öðlast lausn. Á þessu fyrsta stigi er nem- andanum ætlað að slaka á böndum sérhyggju sinnar og auka samúð sína og skilning. Á næsta stigi vimala (hreinleiki) vinnur hann jöfnum höndum að því að efla siðferðilegan styrkleika sinn og afla sér þekkingar. Á hinu þriðja stigi gerir hann alvar- lega tilraun til að grafa upp sjálfar rætur eigingirni sinnar, haturs og yfir- sjóna og útrýma þeim. Allar eigin- gjarnar hvatir verða að víkja og samúð hans verður dýpri og víðtæk- ari. Á þessu stigi vinnur hann sér-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.