Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 16
638 ' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nefndri Víðisgróf, sem er inn og suður af bænum, og hugsaði ég mér nú gott til glóðarinnar, að nú skyldi ég reyna, hvað ég gæti. En ég forðaðist að geta um það við nokkurn mann, en sjón hafði ég með albrigðum góða, og lagði ég nú af stað. En byssan var þung og ég lítill eftir aldri, eins og ég hef reyndar alltaf verið, og ófærð mik- il yfir sléttlendið, þar til ég kom að brekkunum hinum megin við dalinn, þá var ég líka orðinn sveitt- ur. Eg sá nú glöggt dýrin, þau voru 6 eins og mér haíði sýnzt. Ég var nú að gefa því gætur, hvort þau tækju eltir mér, en það virtust þau ekki gera, enda hafði ég alla vara- semi á göngu minni, og hagaði mér sem líkast og ég vissi að aðrir gerðu undir svona kringumstæðum, beygði mig niður, þegar þau litu upp eða stóð alveg kyrr, þar þau fóru að kroppa aitur, því nú reið á miklu að láta sér ekki mis- takast neitt. Ég var fjarska spennt- ur og svo var mér það svo mikið metnaðarmál að láta ekki fyrstu förina, er ég færi með byssu, mis- lukkast — og að lokum þóttist ég vera kominn nógu nærri þeim. Ég þorði heldur ekki að fara nær þeim af hræðslu um, að þau mundu sjá mig. Og nú fór ég að munda byss- una, og þá fann ég fyrst hve þung hún var, hún var svo þung, að mér var ómögulegt að fá hana í sigti svona tvíhendis, og lagði ég hana því á stein, er stóð upp úr snjón- um og nú miðaði ég vandlega á bóginn framanverðan á dýrinu, sem var næst mér, og hleypti úr byssunni, þrátt fyrir það að ég væri reyndar dauðhræddur við byssuna. Þegar skotið reið af, varð hávaðinn alveg óskaplegur, og sá ég ekkert fyrst í stað. Var það að- allega af því, að ég hélt að hun hefði slegið mig, en þó má nú vera, að eitthvað haii það verið blandað hræðslu; þegar ég fann, aö ég var lifandi, fór ég að horfa eftir dýr- unum, og sá ég þá að þau hlupu lengra upp með grófinni, en fóru ekki mjög hart, og sá ég þá að eitt dýrið drógst aftur úr og var það einmitt sama dýrið og ég haíði miðað á. Sjálfsagt hefur heimilisfólkið gefið mér gætur, því nú sá ég allt í einu mann hlaupa frá bænum, og þóttist ég þar kenna Einar bróður, og fór hann nú geyst, og virtist ekkert lúinn. Ég fór að veita dýrunum eftir- för, en fór rólega og eftir æði stund var Einar kominn til mín, þrátt fyrir alla þreytu og ófærð og versnandi veður, því nú var að koma renningur. Við Einar heldum nú á eftir dýr- \mum suður og inn með brekkun- um, en þegar við komum á svo- nefnd Þrep, sem eru þarna í brekk- unum innarlega í dalnum, fundum við dýrið dautt, sem ég hafði skotið á, og var ég nú undir niðri drjúgur með sjálfan mig. Eftir hornunum að dæma var þetta tveggja ára gamalt dýr, og af því að veðrið var að versna kom okkur Einari saman um það, að við skyldum draga það heim sleða- laust, þó að erfitt væri. En af því að það var allt undan að fara og sums staðar nokkur halh, þá gekk þetta allsæmilega, en erfitt var þetta og átti bæði vindur og ófærð sína sök á því. Þegar heim kom, sem ekki var fyr en mjög seint, voru foreldr- ar mínir mjög ánægð yfir þessari fyrstu heppni minni, og þótti ég draga allmyndarlega í búið, og get- ur það hafa átt sinn þátt í því, að lítið hafi verið af matarbirgðum í heimilinu. Ekki var þessi veiðisaga lengi að berast um Skriðdahnn og jafnvel lengra, og þótti það hálfgerð býsn, að Jón hth á Stefánsstöðum skyidi geta skotið hreindýr, og furðaði sig sérstaklega mikið á þessu Guð- mundur á Ánastöðum, að strákur- inn skyldi geta þetta. Næst þegar Antóníus Björnsson, bóndi á Arnhólsstöðum, kom í Stefánsstaði, varð honum að orði, að Jón litli væri eins og Karl XII., hann heíði drepið bjarndýr á tólfta ári, en Jón litli hreindýr á 16. ári og heíði hann slagað hátt upp í þann mikla mann, og var hann mjög ánægður yfir þessum góða árangri hjá mér. Þetta er þá fyrsta veiðisagan mín, og get ég ekki munað að neinu sé hallað frá veruleikanum, enda er ég vel minnugur, sérstaklega á það, sem er löngu liðið, og vísvit- andi set ég hér ekkert, sem getur hallað réttu máli og vona, að það verði hvergi í þessum sögum min- um. Þrír um toddann Næsta hreindýraveiði, er ég tók þátt í, er eftirfarandi. Við lögðum fimm af stað í næstu veiðiferð, og vorum við þessir: Antoníus Björnsson, Finnur bróðir hans, Þorvaldur í Geitdal, sem er í Norðurdalnum sem svo er kallað- ur, og Lárus, sem var til heimilis á sama stað, og ég, og erum við þá orðnir fimm. Þetta var í síðustu viku góu og höiðu undanfarið gengið hríðar og hörkuveður og var kominn mikill gaddur og færð því afar erfið, sér- staklega niður í byggð, en var þó eitthvað skárra uppi eins og það var kallað. Oft var þó, þegar svona viðraði, að dýrin sóttu út að byggð- inni og var þá algeng aðíerð að liggja fyrir þeim, stundum lukkað- ist þetta, en stundum líka ekki, og varð hún oft mörgum kalsöm biðin á gaddi og bersvæði í frosthörku og stormi. Áður en lagt var upp í þessa veiðiferð, haíði ég eignazt byssu og var hún af svonefndri soldata- l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.