Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 1
Mh 43. tbl. Sunnudagur 1. nóvember 1953 XXVIII. árf?. Carsten Nielsen ritstióri: Þrír íslenzkir listmálarar á 18. öld og verk þeirra í Þjóðminjasafni S U M A R I Ð ber margar unaðs- stundir í skauti sér og í ár er ísland meðal þeirra, sem þess njóta í rík- ustum mæli. Sólin hefur hellt geislum sínum yfir hið norðlæga eyland og sunnanvindarnir sveipað það andvara sínum. Uppskeran hefur sjaldan verið svo gnægtarík, segja bændurnir og síldveiðin úti fyrir ströndunum gefur óveniu góðan afla í aðra hönd. Á daginn skyggir sólin blátt himinhvolfið og að næturþeli staf- ar hún regnbogalitum geislum sín- um á merlaðan hafflötinn. Sumarið færir íslandi efnalega velsæld og eykur að auki náttúrufegurð þess og tign, svo ferðamaðurinn fellur í stafi af þögulli aðdáun. ísland er land ljóssins, ekki sök- um hinna miklu raforkuvera, sem þar hafa verið byggð, heldur sök- um hinna longu, ljósu nátta. Fjöllin liggja fögur í hyllingum, böðuð í geislum hinna björtu sum- ardaga og unaðslegu sólnátta. Það er sem þau bregði á dans undir NOKKRAR íslenzkar altaristöflur, sem nú eru til sýnis í Þjóð- minjasafninu vöktu sérstaka athygli danska blaðamannsins Car- stens Nielsen, er hann kom hingað til stuttrar dvalar í sumar sem leið. Ritaði hann grein í blað sitt um töflurnar og höfunda þeirra, um leið og hann lýsti landinu og áhrifum þeim sem hann naut hér. Jón Hallgrímsson: Altaristafla samspili hinna ægifögru litbrigða sem um þau leika, er sól Norður- hafa sígur að sævarborði og stafar á þau síðasta bjarma sínum. Það er freistandi að ímynda sér ísland í líki litskrúðugs fiðrildis, sem sest á kálhöfuð. Landið er lít- ið, jarðvegurinn þunnur en um það leikur einstök náttúrufegurð og skrúðlegur jarðargróði. — Jafnvel

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.