Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1953, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 645 Erflljóð Það var á þeim árnm þegar ég lærði kverið mér þótti ýmislegt skrítið í veröldinni, en gíeypti þó allt, bæði guðsorðið, fiskinn og smérið sem gráðugur ungi orminn hjá mömmu sinnl. Ég man áð það gerði mig hálfvegis hissa og feiminn að heyra um greyin, sem átti að mala í kvörnum. Þó bætti það úr að hinir sem umbættu heiminn á himninum seinna urðu að fallegum stjörnum. ' . / i Mér datt þetta í hug þegar dauðinn hcimsótti Stalinn, sá dyggðugi foringi átti svo marga kosti: tíann hafði’ ekki aðeins sent hundruð bófa í valinn en hungraður orðið að snæða af geitarosti. Ég minntist á allt sem ég lærði þær langrökkur-stundir, er liðsafli kappanna miklu byrjaði að stríða, því þeir, sem hjuggu svo hausarnir fuku um grundir, í hélheimi þurftu engum sköpum að kvíða. Og ættfylgjan gamla, öfundin, byrjaði að hóa, — því auðvitað bíður fjandinn hjá sínum kvörnum — en ég var að sjálfsögðu samþykkur honum Jóa, að svona maður ætti heima hjá stjörnum. Þvi komi það fyrir að sumir syndarar þreytist á svndlausum mönnum — þeir ættu að muna eftir liinu: Ef hengingum fækkar og heimslánið örlítið breytist það happ er frá nýrri stjörnu í sólkerfinu. STJÁNI STJÁNASON. Strútarækt UPP ÚR aldamótunum voru strúts- fjaðrir í miklum metum meðal tízku- kvenna. Þá þótti það sjálfsagt að hatt- arnir væri skreyttir með strútsfjöðr- um. Og vegna þess að eftirspurn að þessari Vöru var afar mikil, fóru menn að rækta strúta eins og hver önnur húsdýr. Frægastir voru strúta- garðarnir í Oudtshoorn í Höfðaný- lendu í Afríku, og Oudtshoorn var þá þekkt hérað um allan heim. !Nú er þetta breytt. Tizkuherrarnir í París hættu að skreyta kvenhattana með strútsfjöðrum. Markaðurinn fell á svipstundu og margir strútseigendur töpuðu stórfé. Samt heldur strútarækt- in áfram í Oudtshoorn, en nú styðjast bændur ekki eingöngu við hana, held- ur hafa þeir ýmis önnur húsdýr sam- tímis. Annars má geta þess, að strúturinn gefur meira af sér heldur en fjaðrir og skrautfjaðrirnar eru ekki nema á karlfuglunum. Kvenfuglarnir eru grá- ir, en fjaðrirnar af þeim eru notaðar í sófla. Kjötið af strútum er vel ætt, þótt það þyki nokkuð stfembið. Úr hinum stóru tánöglum þeirra eru gerð- ir ýmsir gripir. Og eggin eru búsílag. Úr einu strútseggi er hægt að gera eggjaköku handa 18—24 manns. Þau eru betri og næringarríkari heldur en hænuegg. Úr haminum á fuglunum eru gerðar handtöskur og fínir skór. Oudtshoorn er fremur hrjóstugt hérað, en þar eru miklar víðáttur og er það talið til kosta, því að þá geta strútarnir hreyft sig og hlaupið eftir vild. Þeir eru mjög fráir á fæti og fljótir í ferðum, þótt þeim sé flugs- ins varnað, og geta farið 50 km á klukkustund þar sem slétt er. Nú eru það um 200 bændur í þessu héraði sem hafa tamda strúta og samánlagt telur strútahjörðin um 25 þúsundir fugla. Strútarnir eru hálf leiðinlegar skepnur og geðvondir. Þeir slá eins og hestar, þegar þeir eru reiðir, og greiða engin smáræðis högg, því sagt er að þeir hafi rifið menn á hol með hinum miklu og sterku tánöglum sín- um. Það er vandfarið með þá og van- höld mikil. Ungarnir eru ákaflega við- kvæmir og drepast unnvörpum og einnig verða 'mikil vanhöld á fullorðh- um fuglum því að þeim hættir til að eta allskonar óæti og fótbrjóta sig á hlaupum, ef þeir stíga ofan í ein- hverja gjótu. Ekki eru þeir kynþroska fyr en þriggja og fjögurra ára gamlir, en byrja þá að verpa og verpa mörgum eggjum. Útungunartíminn er sex vik- ur og skiftast hjónin á um að liggja á eggjunum, svo það er ekki rétt, sem sagt hefir verið að strútar liggi aldrei á eggjum heldur láti sólina hafa fyrir að unga þeim út. Ungarnir eru geymd- ir í sérstökum kvíum og jafnaldrar hafðir saman, því að annars mundu stærri ungarnir gera út af við þá minni. Þegar tími er til þess kominn að reita hinar dýrmætu fjaðrir af kárl- fuglunum, eru þeir teyindir á hálsin- um inn í kvíar, þar sem þeir eru í sjálfheldu. En gæta veirður þess, að taka ekki fast á hálsinum, því að hann er ákaflega vei'kur og getur hæglega hrokkið úr liði. Oft er poki settur yfir hausihn á strútunum með- an verið er að taka fjaðrirnar. Þeir finna að vísu ekkert til þegar fjaðr- irnar eru teknar, sé það gert á réttum tíma, og segja strútabændur að það sé ekkert sárara en að láta klippa sig. Strútarnir eru rólegir þegar þeir sjá ekki, og virðist það benda til að rétt sé það sem sagt er, að þeir haldi að aðrir sjái sig ekki ef þeir sjá ekkert sjálfir. Japanar eru ekki farnir að skilja lýðræði enn. Einn þeirra sagði: — Það er ekkert gagn í lýðræði og kosningarétti, úr því að svo gétur farið að sá maður falli, sem þú kýst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.