Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 105 Flugmaðurinn sem d hraðametið BILL BRIDGEMAN er flugmaður hjá Douglas flugvélaverksmiðjun- um í E1 Segundo í Kaliforníu. Hann reynir hin nýu flugtæki, og þá sér- staklega rákettuflugur. Hann var ekki hinn fyrsti, er flaug hraðara en hljóðið, en hann hefir rofið „hljóðvegginn“ oftar en nokkur maður annar. Hann hefir flogið manna hæst og hraðar en nokkur annar. Hann hefir náð þeim hraða, er svara mundi til þess að flogið væri 3200 km. á klukkustund, en með þeim hraða væri hægt að fara þrisvar sinnum umhverfis hnöttinn á einum sólarhring. Að vísu var flugtími Bills ekki nema 2—3 mín- útur. Æfingasvæðið er í Mojava eyði- mörkinni í sunnanverðri Kali- forníu. Þar hefir áður verið stórt saltvatn, en er nú horfið fyrir löngu. En fyrrverandi botn þess er rennslétt „sandskeið“ og hvergi er meira svigrúm fyrir æfingaflug. Bill er nú 36 ára að aldri. Hann var fyrst björgunarmaður á sund- stað, en gerðist síðan flugmaður í hernum og stjórnaði árásarflugvél í stríðinu við Japana. Faðir hans var einnig flugmaður og stjórnaði far- þegaflugvél, en er nú kennari við flugskóla. Þegar Bill var að læra að fljúga, sagði faðir hans við hann: „Fljúgðu eins mikið og þig lystir, en farðu varlega“. Mönnum finnst það máske ankannalega til orða tekið að hægt sér að fara varlega, þegar hraðinn er orðinn þúsundir kílómetra á klukkustund, en þá þarf þó allra helzt að gæta varúðar í smáu og stóru. Vér skulum nú fylgjast með hon- um á einu tilraunaflugi hans. - íW — Það byrjar með því, að tveir læknar skoða hann og hjálpa hon- um síðan í flugbúninginn. Þessi búningur er samfella, þykkur nokk- uð og yfirborðið gert úr loftheldu efni. Ermarnar falla þétt að ulflið- unum, svo að ekkert loft geti sog- ast þar undir. Samfellingin er reim- uð saman frá öxlum og niður úr, og það tekur nokkurn tíma að ganga vel frá öllu, en að því loknu íinnst Bill eins og hann sé í skrúfstykki. Stundum þarf hann ekki að vera í þessum búningi, því að stýrisklef- inn er loftþéttur, en nú á hann að fljúga í 20 kílómetra hæð. Kæmi það þá fyrir að lítið gat kæmi á stýrishúsið, þá mundi allt loftið sogast þaðan út á einu andartaki og Bill vera dauðans matur í hinu loft- tóma rúmi. En til þess að fyrir- byggja þá hættu, er búningurinn sjálfur eins og loftþéttur klefi. Inn- an í honum eru gúmbelgir, sem eru blásnir upp, svo að loftþrýst- ingurinn á líkamanum verði eðli- legur, og í gegnum hinn loftþétta hjálm, sem mikið líkist kafara- hjálmi, er dælt súrefni til öndunar. Hjalmurinn er festur við búning- inn, en fyrir andlitinu er rúða úr óbrjótanlegu gleri. Bill er stirður til gangs þegar hann er kominn í þennan búning og hann gengur þunglamalega út á flugvöllinn, eins og hann hefði stauríætur. Þarna úti bíður fjög- urra hreyfla sprengjuflugvél. En Bill i ilugbúningi þar sem sprengjuholfið var áður, er nú op á búknum og þar hangir far- líosturinn, sem Bill á að reyna, snjóhvítur og líkastur tundurskeyti í laginu. Hann er með mjög stórt stýri, en vængirnir eru eins og ugg- ar. Bill er nú hjálpað upp í þetta farartæki, hann kemur sér þar fyrir og svo er því ramlega lokað. Hann hefir þó talsamband bæði við flug- mennina í stóru flugvélinni og varðmennina á flugvellinum. Þeir kastast á spaugsyrðum meðan Bill hagræðir sér í sætinu og athugar hvort öll hin mörgu tæki sé í lagi. Svo hefur sprengjuflugvélin sig á loft. Hún á að fara upp í 11.600 metra hæð og þar á hún að sleppa rákettuílugunni. Fimm mínútum áður er Bill gert aðvart, svo að hann sé viðbúinn, því að márgs þarf að gæta. Hann verður að gæta þess að nægilegt súrefni sé í klefanum, og að ekki standi á rákettunum, þegar þeim skal hleypt af. Og ótal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.