Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Side 9
 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 109 Einu sinni á ári er vígnautum sleppt lausum á götum Famplona Stökkdans þar sem listin er að stíga ofan á glas, án þess það hallist segir arfsögnin, „og vér, afkomend- ur hans tölum því híð hreina mál, sem talað var í aldingarðínum Ed- en, málið sem þau Adam og Eva töluðu.“ Útlendingum gengur illa að læra mál þetta. Til þess að hugsa á Baskamáli, verða menn að nota allt önnur hugtök heldur en þeir eiga að venjast. Setningaskipun og orðaröð er einnig allt önnur. Setn- ing eins og þessi: „Ég gaf mannin- um húfuna mína,“ mundi hljóða eitthvað á þessa leið á máli Baska: „Húfuna manninum til í gjafaskyni ég lét hann fá“. Skammt frá Bayonne er „brú heilags anda“ yfir ána Adour og um hana er þessi saga: Einu sinni afréð Satan að setjast að í Baska- landi til þess að læra málið, svo að hann gæti freistað hinna sanntrú- uðu, Haiin dvaldist þar í sjö ór, en þá varð hartn að flýa og setlaðí að fara yfir „brú heilags anda“. í óða- gotinu rak hann sig á stöpul brúar- innar, og þá hrukku út úr honum þau tvö orð, sem honum hafði tek- izt að læra á sjö árum, „Bai“ og „ez“, sem þýða já og nei. í Bayonne er Maríukirkja með tveimur turnum, byggð í gotnesk- um stíl og var byrjað á byggingu hennar á 13. öld, þegar Bretar réðu yfir þessum hluta Baskalands. — Bayonne er stærsta borgin í hinu franska Baskalandi og er sums staðar fornleg. í Rue de Port Neuf eru há hús og standa svo þétt að þau skyggja hvert á annað og verð- ur að hafa ljós í búðunum fram undir hádegi. í búðargluggunum má líta nóg af Baska-húfum og létt- um skóm. með fléttuðum strásól- um. Þeir nefnast „espadrilles“. Þar eru líka fallegar leðurvörur og flöskur með Izarra, en það er sér- stakur líkjör, sem Baskar fram- leiða. VINDAR MEÐ KVENNASKAP Úti fyrir ströndinni, þar sem Pyreneafjöllin ganga næst sjó, má líta fjölda skrautlega málaðra báta. Á þessum slóðum veiddu Baskar hval áður fyrr, en það eru nú tvær aldir síðan að hvölunum var út- rýmt. Þess vegna verða Baskar að láta sér nægja að veiða sardínur og túnfisk. Þarna stendur oft hress-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.