Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 11
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS m 111 hnegg í hesti, síðan eins og gól í úlfi og seinast eins og háhrynur í asna. Það smaug í gegn um merg og bein. KNATTLEIKUR BASKA Þjóðaríþrótt Baska er pelota eða „jai alai“. Það er knattleikur og er leikinn innan húss. Við horfðum eitt sinn á þennan leik og fór hann fram í sal, sem var um 300 fet á lengd og 60 fet á breidd, en undir loft um 30 fet. Knötturinn nefnist pelota og er hann heldur minni en tennisknött- ur, en úr hörðu efni og geitarskinn um hann. Leikendur hafa nokkurs konar kasttré með körfu á enda og í hana fanga þeir knöttinn og þeyta honum svo frá sér með feikna krafti. Leikendum er skift í tvo flokka. Eru leikendur í hvítum föt- um með bastskó á fótum, og eru þeir oft út slitnir eftir leikinn, því að mikill hraði er í honum. Knett- inum er kastað af afli í gólfið og fyrsti maður hendir hann svo á lofti með knatttrénu og þeytir honum í vegginn andstæðinga megin með svo miklu afli að það er eins og byssuskot. — Hinir eiga að henda knöttinn á lofti og kasta honum frá sér í vegginn á sama hátt. — Eru menn svo leiknir í þessu, að knött- urinn er oft lengi á lofti í senn. En á veggina eru dregin lárétt stryk svo sem 36 þumlunga frá gólfi, og það eru víti ef knötturinn lendir einhvern tíma neðan við þetta stryk. Andstæðingar fá eitt stig fyrir hvert slíkt víti. Keppendur tekur það ákaflega sárt, ef þá hend- ir sú skyssa að knötturinn lendir fyrir neðan línu. — Sáum við tvo menn sem tóku sér þetta svo nærri að þeir grúfðu sig upp að veggnum örvílnaðir út af slíkri minkunn. ÞJÓÐDANS Baskar iðka einnig afar forna þjóðdansa og fengum við að horfa Borgarhlið Salinas de Léniz. Uxarnir eru með gæruskinu til hlífðar aktýgjunum á einn. Hann fór fram á torgi og var byrjað á því að stjaka áhorf- endum frá svo að þar myndaðist autt svæði hringmyndað. Þá var tekið að leika á flautu og berja bumbu. Það gerir sami maðurinn. Hann heldur flautunni með ann- arri hendi og á þeim handlegg hangir bumban, sem hann slær svo með hinni hendinni. — Þarf mikla leikni til þessa. Nú gekk borgarstjórinn fram sparibúinn og helt á glasi, sem var hálft af víni. Hann setti glasið niður á mitt auða svæðið. Svo komu dans -endur í tveimur hópum, „rauðir“ og „svartir". Dans þeirra átti að tákna baráttuna milli hins illa og góða. Hinir rauðu táknuðu kristna menn, en þeir svörtu illa anda. Þar næst komu fjórir dansendur í ein- kennilegum búningum. Einn þeirra nefnist sóparinn, og er hann með vönd í hendi, annar heitir riddari, sá þriðji kvenmaður og er í pilsi og með svuntu, en sá fjórði nefnist kötturinn, og er hann með hvíta kollhúfu. Þeir dönsuðu og stukku í loft upp og það var leikur þeirra að hoppa hátt rétt hjá glasinu og slá fótum saman yfir því, en koma þó ekki við það. — Mestan fögnuð vakti riddarinn. Hann hafði framan á sér líkingu af hesti og var breitt yfir klæði, svo að hann gat alls ekki séð niður fyrir fætur sér. Hann skopaði nú skeið að glasinu, stökk í loft upp og kom standandi öðrum fæti niður á glasið og stóð þar með- an hann veifaði hinum fætinum þannig, að hann gerði kr^'- "^rk með honum. — Svo hoppa > n léttilega ofan af glasinu, s\ ð hallaðist ekki og ekki skve... ,t úr því. Þetta fimleikabragð vakti ó- stöðvandi fagnaðarlæti. En mér var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.