Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 113 Blaðaútgáfa í Rússlandi Hvernig Pravda — „málgagn sannleikans^ — er rekið STJÓRNARBLAÐIÐ í Rússlandi heitir Pravda, og það þýðir Sann- leikur. Margs ber að gæta í rekstri þess, en þó allra síst sannleikans, eftir þeim upplýsingum, sem tíma- ritið „World“ hefir aflaðsérumþað. Og allur rekstur þess er svo frá- brugðinn því sem gerist um blöð á Vesturlöndum, að þar er fátt sam- eiginlegt nema pappírinn. Venjulegast er Pravda ekki nema fjórar blaðsíður, en fastir starfs- menn þess eru 2500. Af þessum starfsmönnum eru 1500 útsendir inu og gaf okkur bendingu um að krjúpa á kné. Út úr skápnum tók hann hlut úr gulli og ofan á var glerhylki og innan í því eitthvað hvítt, sem helzt líktist fiskbeini og var um hálfur annar þumlungur á lengd. Hann bar þennan helgigrip að vörum okkar, svo að við gætum kysst á hann. Ég óskaði þess að fá að skoða þetta betur. Benti hann okkur þá að fylgja sér og gekk þangað er sólargeisli fell inn í kirkj -una. Þar helt hann helgigripnum á loft í birtunni. „Hvernig stendur á því að þyrn- irinn er hvítur en ekki brúnn?“ spurði ég. „Það er vegna þess hvað hann er orðinn gamall, sonur minn“. „Er það áreiðanlegt að hann sé úr þyrnikórónu Krists?“ „Já, þetta er eitt af fáum brotum úr henni, sem enn eru til, og það er ekki að efast um það, því að skriflegar sannanir eru til fyrir því frá dögum Rómverja". erindrekar sem hafa bækistöð sína í hinum ýmsu landshlutum og borg um. Þeir hafa ákveðið mánaðar- kaup, en fá auk þess borgun fyrir smáklausur, sem blaðið kann að birta. Að ritstjórninni í Moskva vinna 650 menn, þar af eru 350 „umsjón- armenn“ og 300 „aðstoðarritstjór- ar“, sem skrifa efni blaðsins. Það sem þá vantar upp á starfsliðið eru fréttaritarar, sem hafa aðsetur sitt í öllum helztu borgum í heimi. — Þessir menn hafa yfirleitt miklu hærri laun heldur en fréttaritarar stórblaðanna á Vesturlöndum, og fá meira eyðslufé. Aðalritstjóri Pravda er Peter N. Pospelov, og hann hefir sér við hlið 15 tneðritstjóra, og hver þeirra ann ast sérstök málefni. Eru þessi mál- efni flokkuð eftir því hve þýðingar- mikil þau eru talin, og fer mann- virðing ritstjóranna eftir því hvert verkefnið er. Efstur í röðinni er sá, sem sér um fréttir frá kommúnista- flokknum, því það starf er talið allra þýðingarmest. Næstur kemur sá, sem sér um fréttir af iðnaðinum. Sá sem sér um heimsfréttirnar er hinn áttundi í röðinni, og sá sem sér um listir rekur lestina. Með hálfs- mánaðar fyrirvara verður hver rit- stjóri að leggja fyrir ritstjórnar- fund sundurliðaða skrá um þau málefni, er hann hyggst skrifa um og hvernig hann ætlar að skrifa um þau. Ritstjórnarfundur gerir sínar athugasemdir þar við, og svo eru þessar vinnubragða áætlanir breyttar og umbættar, sendar hinni stjórnskipuðu útgáfunefnd, sem hefir úrskurðarvald í öllum mál- efnum blaðsins. Blaðamönnum, eða aðstoðarrit- stjórum, er jafnaðarlega veittur 10 —15 daga frestur til þess að skrifa eina grein. Þeir hafa því nægan umhugsunartíma. Það er annað en með veslings blaðamennina á Vest- urlöndum, sem dag eftir dag verða að keppast við að skrifa undan setjaravélunum. En þó er óvíst að hinir vestrænu blaðamenn vildu skifta kjörum við hina austrænu. Vestrænn blaðamaður nær í frétt og þá er hlutverk hans að segja svo satt og ýtarlega frá, sem kostur er. Hann leitar sér upplýsinga eftir ýmsum leiðum, til þess að frásögn- in verði sem skilmerkilegust, og svo fer hann með greinina rakleiðis til ritstjórans og hann lætur hana ganga til prentsmiðjunnar. En svona auðvelt er þetta ekki fyrir rússneskan blaðamann. Það er minnstur vandinn fyrir hann að ná í frétt. Vandinn byrjar fyrst þegar hann fer að semja, því að þá verður hann að gæta þess að hvert einasta orð og orðasambönd sé í samræmi við hina póhtísku línu. Hrasi hann örlítið á stílsmátanum og þótt ekki sé nema um aðeins eitt orð að ræða, þá getur það haft ó- heppilegar afleiðingar fyrir hann. Eitt orð getur orðið þess valdandi að Skuldardómur sé upp kveðinn yfir honum. Áður en hann skilar grein sinni verður hann því að rannsaka vandlega hverjar muni vera skoðanir yfirboðara sinna. Og verði hann að nafngreina einhverja menn í grein sinni, verður hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.