Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1954, Blaðsíða 14
0» LESBÓK MORGUNBEAÐSINS ' 9 114 ea. .:vw ið fara varlega, því að vel getur verið að einhverjir af þessum mönnum sé fallnir í ónáð þótt hann viti það ekki. Á hinn bóginn hafa blaðamenn Pravda betri kjör heldur en starfs- bræður þeirra á Vesturlöndum. Hver blaðamaður fær sérstakan bíl til afnota, alveg eins og helstu gæð- ingar stjórnarinnar og yfirstéttar- menn. Hann fær ókeypis aðgang að kvikmyndasýningum, leiksýning- um, söngleikum og danssýningum. Hann á heimtingu á beztu aðhlynn- ingu í járnbrautum og gistihúsum um allt land, og hann fær afslátt á öllu í veitingahúsum. Og hann má hirða allar „heiðarlegar mútur“, sem honum bjóðast vegna starfs síns. Blaðamennirnir rússnesku standa ekki hátt í mannvirðingastiganum, en allir eru þó hræddir við þá, vegna þess að það er kunnugt að orð þeirra geta náð eyrum æðstu valdhafanna. Það hefir ekki litla þýðingu í Rússlandi, þar sem allir eru hræddir, og þess vegna munu fáir þora að standa uppi í hárinu á blaðamönnum Pravda. Þá ánægju hafa þeir, og það vegur nokkuð upp á móti hinum sífelda ótta þeirra við það, að þá og þegar komi röðin að sér. Vegna þess að Pravda er mál- gagn rússnesku stjórnarinnar, send ir miðstjórnin í Kreml blaðinu dag- lega leynilegar fyrirskipanir, sem það verður að fara eftir. Og þess- um fyrirskipunum verður að hlýða orðalaust. Allar greinir um erlend stjórnmál og fréttaskeyti frá frétta- riturum erlendis, verða að sæta tvöfaldri endurskoðun áður en það má prenta, fyrst af Tass-fréttastof- unni og síðan af utanríkismála- nefnd stjórnarinnar. Innanríkis- ráðuneytið verður einnig að leggja blessun sína yfir það. Og meðán Stahn lifði gat það haft beint sam- band við harm um það hvort þetta og þetta mætti birta, og allar líkur benda til þess að þetta fyrirkomu- lag hafi haldist síðan Malenkov tók við völdum. En til þess að öllu sé óhætt, þá eru sendar prófarkir af síðum blaðsins, áður en farið er að prenta, beint í stjórnarskrifstofurn- ar í Kreml, og þar eru þær grand- varlega lesnar og gagnrýndar áður en leyfi sé gefið til þess að prenta blaðið. Eftir Pravda verða öll önnur blöð í sovétríkjunum að haga sér. Það er leiðarvísir fyrir öll önnur blöð um það hvar í mannvirðingastiganum leiðtogarnir standa, hvernig Pravda telur þá þegar eitthvað mikið er um að vera. Þegar Pravda sagði frá fundi æðsta ráðsins hinn 20. júlí 1953, stóð nafn Nikita S. Kruschev hið þriðja í röðinni, og það var til merkis um, að upp frá því bæri að hta á hann sem þriðja mann að ofan í valdastiganum. Öll blöð í Rússlandi og hjáríkjunum verða að fara eftir þeirri „línu“, sem Pravda leggur, því að Pravda er „óskeik- ult“ í öllum sínum dómum um menn og málefni. Vér skulum að- eins taka eitt dæmi um þetta: Fyrir nokkrum mánuðum kom út ný skáldsaga eftir Vassili Gross- man. Hún heitir „Fyrir réttan mál- stað“ og henni var mjög vel tekið af þeim. sem skrifa um rússneskar bókmenntir. En þegar Pravda kom með sitt álit, þá var það á þá leið, að bókin væri „fljótfærnisleg“ og „afturhaldskennd“. Þá kom annað hljóð í strokkinn undir eins. Bók- menntablaðið „Literaturnaya Gaz- eta“ birti þá heillar síðu níðgrein um bókina, sem það hafði hrósað á hvert reipi tíu dögum áður. Á hverjum morgni eru sérstakar auka-letursteypur af Pravda sendar með flugvélum til Kiev, Baku, Sverdlovsk, Leningrad og Novo- sibirsk, þar sem sérstakar útgáfur af blaðinu eru prentaðar. Svo eru og blöð send með flugpósti til höf- uðborga allra leppríkjanna, svo að blöðin þar sjái hvernig þau eiga að hegða sér. Blöð eru einnig send með flugpósti til áskrifenda út um heim, svo að í París og London fá menn blaðið þriggja daga gamalt, en fimm daga gamalt í New York. En í sjálfu Rússlandi er það ekki sent til áskrifenda. Það er ekki selt þannig og ekki heldur í lausasölu. Því er aðeins dreift á milli flokks- manna í kommúnistaflokknum og opinberra starfsmanna. Það er litið svo á, að almenningur hafi ekkert við það að gera. BRIDGE HVERNIG GOTT SPIL GETUR TAPAZT 4K95 V K 6 ♦ 10 5 2 * K G 6 4 3 AG 10 9 8 7 V 4 3 ♦ G 7 3 ♦ 872 A D 4 V 9 8 7 6 2 ♦ ÁD94 * Á 9 N V A S A Á 3 2 V Á D G 10 ♦ K86 * D 10 5 Suður sagði 3 grönd og virtist það gott spil. Vestur sló út SG, blindur gaf, Austur drap með drottningu og Suður með Ás, og sló svo út LD, en hana drap Austur. Nú kom út TD og Suður var i vanda staddur. Hann bjóst við því að A mundi hafa gosa og 9, en V ásinn. Hann þorði því ekki að drepa með K og A fekk slaginn og kom svo út með lágtígul. S gaf enn í þeirri von að ásinn mundi koma hjá V, eða blindur fá slag- inn á 10. En nú drap V með gosa og sló út tígli enn. A drepur þá með ás og kóngurinn fellur í, en A fær sinn fimmta slag á tígul, og spilið er tapað. Ef S hefði drepið TD með kónginum, þá var spilið unnið eins og spilin lágu, en ef tíglarnir lágu eins og hann gerði ráð fyrir,.þá var spilið tapað ef hann hætti kónginum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.