Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Page 2
118
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Z'
menn á Hólum verða varir við
afturgöngu hans og byrjaði hann
á því að drepa kýr. En biskup
keypti kýr í staðinn og kvaðst
mundu halda áfram að kaupa hve
margar kýr sem dræpist, meðan
nokkra kú væri að fá í Skagafirði.
Þorkell ráðsmaður átti unga
dóttur er Sigríður hét. Snerust nú
ofsóknir Loka gegn henni og varð
hún fyrir svo römmum ásóknum
af hans hálfu að hún hafði ekki
stundarfrið og veiktist einkenni-
lega. Varð foreldrum hennar og
öllum að þessu hinn mesti harmur.
Svo var það eina nótt að Arn-
grímur lærði vakti hjá henni og
sat undir henni. Kvaðst hann vart
trúa öðru en að hinn illi andi léti
hana í friði á meðan hún væri í
fangi sínu. Brá nú og svo undar-
lega við, að stúlkan var laus við
ásóknina, aldrei þessu vant og fór
svo fram meðan Arngrímur sat
með hana. En honum átti eftir að
hefnast fyrir þetta. Nokkuru síðar
fór hann að heiman og reið norður
traðirnar frá staðnum. Var þá eins
og fótunum væri kippt undan hesti
hans, fell hann og kastaðist Arn-
grímur af honum og lenti með
höfuðið á steini og særðist svo
mjög, að hann bar ör eftir það alla
ævi. — Þóttust sumir heimsmenn
hafa séð afturgöngu Loka hlaupa
á bak hjá honum og sliga hestinn.
Sá Þorkell ráðsmaður að nú
voru góð ráð dýr og ekki mundi
annars úrkosta en taka það bragð,
er öldum saman hafði verið notað
til þess að koma af afturgöngum
heitingamanna. Fór hann þá með
Hólamenn suður til Goðdala og
grófu þeir Loka upp og fóru að sem
áður hafði gert verið. Byrjuðu þeir
á því að höggva höfuð af líkinu
og síðan gekk Þorkell á milli bols
og' höíuðs, því það skyldi sá gera,
er fyrir ásókn varð. Þaðan er máls-
hátturinn „að ganga milli bols og
hoíuðs-1, sem enn er notaður í aí-
leiddri merkingu. Að því loknu
var Loki brenndur.
Brá nú svo við, að Sigríði batn-
aði, enda þótt hún væri jafnan
mjög heilsutæp síðan og yrði ekki
gömul. Jafnframt var lokið kúa-
dauðanum á Hólum. Þetta skeði
árið 1598.
----o---
Guðbrandur biskup mun ekki
hafa vitað um þessar tiltektir ráðs-
manns síns. Verkið mæltist mjög
misjafnlega fyrir. Var Þorkatli
álasað fyrir það og eigi síður bisk-
upi. Átti hann marga öfundarmenn
og fjandmenn og stóð í miklum
málaíerlum, er náðu hámarki sínu
er hann gaf út morðbréfabæklinga
sína. Notuðu þá óvildarmenn hans
tækifærið til þess að rægja hann
við konung út af uppgrefti Loka,
og er mælt að konungur hafi gefið
honum stranga áminningu þess
vegna árið 1608. Og út af þessu
spannst svo það, að konungsbréf
kom út 1609, þar sem harðlega er
bannað að grafa upp nái. Er bréf
þetta dagsett í Kaupmannahöfn 25.
febrúar 1609 og er á þessa leið:
— Vér höfum sannfrétt, að á
Voru landi íslandi viðgangist oft
og tíðum sú mikla hneisa að létt-
úðugir menn noti slæmar og al-
gjörlega ótilhlýðilegar ástæður til
þess að grafa upp dauða menn,
höggva af þeim höfuð og brenna
þá síðan, eða fyrirkoma þeim á
annan hátt. En þar sem slíkt óguð-
legt athæfi verður að afnema, vilj-
um Vér hér með harðlega og al-
varlega vara sérhvern við, að gera
sig sekan í slíku óguðlegu athæfi,
ef þeir vilja ekki eiga það á hættu
að lénsmenn vorir hegni þeim fyrir
að óhlýðnast þessu boði Voru eða
meta það einkis. —
Síðan brýnir konungur það al-
varlega fyrir mönnum að hlýðnast
yfirvöldunum og sýna þeim engan
mótþróa, hvorki í orðum né at-
hofnum.
Bréf þetta er bein afleiðing af
uppgrefti Guðmundar Loka, og er
svo sem auðvitað að konungur hef-
ur fengið vitneskju um það frá
óvildarmönnum Guðbrandar bisk-
ups. Magnús Ketilsson sýslumaður
birtir þetta konungsbréf í Laga-
safni sínu og hnýtir þar við þess-
ari merkilegu áthugasemd:
— Ástæðuna fyrir því, að bann-
að er að grafa upp dauða menn, er
að finna í annálum Bjarnar á
Skarðsá árið 1598, þar sem hann
segir frá því, að Guðmundur, sem
nefndur var Loki, hafi verið graf-
inn upp og brenndur, vegna þess
að menn heldu að hann gengi aft-
ur og ofsækti unga stúlku á Hólum
og gerði þar fleira illt af sér. —
Um frásögnina af hinum óvenju-
lega sjúkdómi stúlkunnar og öðr-
um illum atburðum, ber eigi að
efast, né heldur að fyrir þetta hafi
tekið þegar nárinn hafði verið
brenndur. En þar með er ekki sagt
að vér trúum því, að hinn dauði
hafi gengið aftur og valdið þeim
ófarnaði, sem honum var kenndur.
En þetta eitt viljum vér láta í ljós,
að ef það er allt saman hjátrú, sem
menn hafa fyrrum bundið við slíka
hluti og að hinum ásóttu batnaði,
þegar brenndur var líkami hinna
svonefndu afturgengnu manna, þá
getur hjátrúin gert álíka krafta-
verk sem hin postullega trú. Þetta
neyðist maður til að viðurkenna,
ef maður vili ekki afneita sinni
heilbrigðu skynsemi.---
BEINAMÁL PÉTURS
í TJALDANESI
Með þessu konungsboði mun hafa
tekið fyrir það, að lík væri grafin
upp til að brenna þau. En réttum
hundrað árum seinna (1708) var
þó grafið í kirkjugarð eftir manns-
beinum. Ekki var það gert í varn-
arskyni, heldur af hjátrú einni
saman
Þa bjo í Tjaldanesi í Saurbae í