Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Síða 6
122 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fyrr og við 5 þingmenn. Að okkar allra meiningu átti eftir boðunarbréf- inu þingið að setjast hinn 4. eða á föstudaginn var. En greifinn skildi svo boðunarbréfið, að þingið ætti ekki að setjast fyrr en 5. og neitaði þvi. Völdu þá þingmenn þrjá menn úr flokki sínum, sem skoruðu á greifann að gefa ástæðuna fyrir því að þingið skyldi ekki setjast fyrr en þann 5. Lét hann oss þá vita, að hann enn nú væri ekki búinn að fá boðorð kon- ungs til að vera fulltrúi hans á þing- inu, og heldur væri ekki frumvarpið frá stjórninni komið sér til handa frá hálfu konungs, og að þetta hvort tveggja væri með herskipi, sem koma ætti og hefði átt að leggja frá Leith þann 27. júní. Þetta skip er ekki kom- ið enn og hér einlæg logn og kyrrviðri, svo að bágt á ég að ætla, nær það kemur. Svo að nú er sama lagið á og í hitt hið fyrra, nema þó því verra nú, að enginn konungsfulltrúi er orð- inn til, en þá var hann til, þó að hann væri í hafinu. Samt setti greifinn þingið á laugar- daginn. Biskup flutti guðsþjónustu- gerðina og var ræða hans snjöll og góð. Síðan bauð greifinn til veizlu og var þar drukkið fast hið dýra vín: madeira, rínarvín, rauðvín og sjamp- aníuvín. f dag var þing að nafninu sem fljótast, en ekkert var gert nema kjósa sjö menn í nefnd til að semja þingsköpin. Svona eyðist tíminn, að kalla til einskis, en 130 rd. eyðast dag- lega, því að 40 menn eru í þinginu. Gamli Melsteð er forsetinn, Christian- sen varaforsetinn, þingskrifarar eru: sýslumaður Páll Melsteð, candidat Björn Halldórsson, en aukaskrifarar er gert ráð fyrir að verði þrír eða jafnvel fjórir. Þarna eru nú komin þingstörfin enn sem komið er, en margir duglegir og góðir drengir ætla ég muni vera í þinginu nú. Hér eru tvö herskip á höfninni, ann- að franskt, hitt danskt. Eru bæði þrímöstruð en ekki mikið stærri en stór kaupför og ég held jafnvel mjórri en nokkuð lengri og borðhærri. Dát- arnir 25 eru daglega að æfa sig bæði í að skjóta kúlum úr byssum sínum og að bera byssu og stingi og læra hergang. Officerar tveir kenna þeim. Er það gaman að sjá, hvernig þeir við hvert teikn, sem officerarnir gera, taka allir sama viðbragðið eða snún- inginn, eða lyfta byssunum allir eins, rétt eins og og ein og sama maskína drífi þá alla í gang í einu. Stundum hlaupa þeir eins og kólfi sé skotið og reka byssustinginn gegn um óvin- ina, en þessir óvinir eru samt ekki annað en loftið fram undan þeim. Þegar þeir skjóta, þá gera þeir það í mark. En lengi eru þeir flestir að sigta. Tvær vítismaskínur hafa þeir í landi. Það eru marghlaupaðar byssur og 12 skot í hverju hlaupi, sem ganga af aldeilis hvert á eftir öðru. En ekki skil ég vel, hvernig það gengur til, því að ekki hefur heldur verið af þeim hleypt. Ekki er ég búinn enn að koma fram á herskipin, en það ætla ég þó að gera áður en úti er. Þingmenn eru 43 alls og vantar þrjá. Einn er Loftur nokkur Jónsson úr Vestmannaeyjum, og hefti sýslumað- ur Abel þingför hans af því að hann gekk í mormónska félagið í Höfn í vetur og breiðir þann lærdóm út í Eyunum. Vildi hann endilega skíra konu sína í vor, en hún hét honum skilnaði, ef hann færi fram á það og þá vildi hann ekki missa hana. Stift- amtmaður skrifaði sýslumanni Abel til, að fulltrúi þessi skyldi koma á þingið, því að það væri þess en ekki hans að dæma um gildi mannsins, en mannskepnan er orðinn svo firtur, að hann vill ekki koma. Annar félagi hans er suður i Keflavík og prédikar þar ákaft. Var hann hér um daginn búinn að telja um fyrir karli nokkrum, sem vildi láta skírast og fór skírarinn með hann, ekki á ána Jórdan, heldhr í vatnsgryfju eða mógröf, þar sem karl- inn rasaði og var nærri kafnaður, þeg- ar honum var bjargað. Varð svo ekki meira af skírninni í það sinn. Annars þykja trúarbrögð þeirra býsna með- tækileg náttúru og jafnvel skynsemi mannsins. Ekkert er svo fleira að skrifa. En ég bið þig innilega að skrifa mér með póstinum eða hverri ferð, sem kynni fyrir að falla og segja mér þá margt og mikið í fréttum. Ég bið hjartan- lega að heilsa fólkinu öllu, einkum ástvinum, konu og dóttur og litla Jakob, og vertu bezt kvaddur af þín- um elskandi föður J. Jónssyni. „Frumvarpið er í öllu móti skapi og tilætlan manna.“ Reykjavík, 8. júlí 1881. Nú í dag þann 8. hafa menn þá á- nægju að sjá frumvarpið, sem stjórn- in ætlar oss, ekki samt af því að það sé komið enn að konungs tilhlutun heldur er það kunningjasending frá Rosenörn til greifans, aldeilis privat. Frumvarpið er í öllu tilliti móti skapi og tilætlun manna. Það sleppir engu við þingið fremur en verið hef- ir. íslendingar skulu kjósa 4 menn til landsþingsins í Danmörku en 2 til fólksþingsins. Til ríkissjóðs skal ís- land greiða konungsjarða afgjöldin með fleiru, en til landssjóðsins þegn- skylduna og það, sem henni heyrir til. Ríkissjóðurinn skal svo aftur lána æðri embættismönnum svo sem amtmönn- um, biskupi, yfirdómurum, landlækni, skólakennurum etc., en landssjóðuinn hinum óæðri embættismönnum og endurgjalda ýmsa innan lands kostn- aði. Kjörgengur á landsþingið skal vera 40 ára, hafa næsta ár á undan svarað 200 ríkisdölum í skatt, ellegar hafa 1200 rd. laun að frádregnum kostn aði sínum, og þessar og þvílíkar vit- leysur eru nógar í því. Alls ekkert er í því, sem menn vilja hafa. Verður því líklega eitthvað sögulegt á þing- inu núna. J. Jónsson. „Þannig er bæði hið veraldlega og geistlega lífið hér ekkert nema svefnmók." Reykjavík 11. júlí 1951 Elskaði sonur. Þetta er nú fjórða bréfið mitt til ykkar og ætla ég nú ekki að fylla það með ferðasögu mína, því að víst má eitthvað vera komið til ykkar af bréfum mínum. Nú er loksins komið herskipið hitt, og las konungsfulltrúi upp erindisbréf sitt á þingi í gær, hvar í meðal ann- ars konungurinn segir, að allt sem til þjóðfundarins heyrir frá sinni hálfu fylgi hér með. En greifinn sagði við opnun bréfsins, að ekkert hefði fylgt nema verslunarfrumvarpið, og skal það þó einungis vera fyrir Reykja- víkurbæ fyrst um sinn. Greifinn er svo að telja okkur trú um að frum- varpið með íslenzkri þýðingu komi nú innan skamms með einu skipi enn. Þó á nú samt á meðan, pg ef það kynni að bregðast, að fara að þýða afskriftina af danska frumvarpinu, sem ég sagði þér frá, að greifinn hefði fengið privat, og síðan prenta það. Nú er aðeins búið að semja og prenta þinglögin og í dag á að taka þau til fyrstu umræðu á þingi. Allir ganga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.