Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Síða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
131
um tvo sonu: Kjartan og Skæring,
er þá voru hálfvaxnir drengir. Hún
var heilsuveil fyrstu samvistar árin
okkar, lá fjögur ár rúmföst, en fór
þá að klæða sig, — og stóð fyrir
búi með mér í nær 30 ár eftir það.
En hnýtt var hún í baki upp frá því.
Þó mér sé málið skylt vil ég meina,
að hún hafi skipað vel sinn sess, —
og ekki margar konur henni fremri.
— Fekkst þú ekki dágott bú með
konunni?
— Jú, ágætt bú: tvær kýr, fimm-
tíu ær, fimmtán sauði og átta
gemsa. En túnið var lítið; tvö kýr-
fóður, og slægjuleysið hefur alltaf
verið mesta meinið í Höfðanum.
Fuglatekjan og rekinn bættu það
upp, — að nokkru leyti.-----
Hjörleifshöfðinn er nokkuð ein-
kennileg sveitajörð, piltur minn, —
og ef þú veizt það ekki fyrir, þá
var það austasta býlið í Mýrdaln-
um. — Næsti bær fyrir vestan er
Höfðabrekka, en þangað er 6 kíló-
metra leið. í útsuðurhorni Höfðans
er stór, grasivaxinn dalur, hátt yfir
sjó, og þar stendur bærinn, — en
fram af honum er sæmilega fært
einstigi niður í fjöru, er Lása-stígur
nefnist.
f dalhvos þessari er túnið, sem
mér tókst að bæta og stækka í 120
hesta tún, — en engjarnar eru ekki
annað en snarbrött brekka norður
af túninu, illa stæð til sláttar og
helzt ekki hægt að binda þar bagga.
Heitir hún Sláttubrekka.
— Svo skilyrði voru lítil til að
auka bústofninn að ráði?
— Já, átakanlega erfið. Til þess
varð ég að sækja heyskap austur í
Álftaver, en þangað er sex tíma
lestagangur hvora leið. Heyið flutti
ég ársgamalt, en þá er það léttara
en nýtt.
— Þetta hefur verið kostnaðar-
samur heyskapur?
— O, seisei, já — kostnaðarsamur
fram úr hófi, og gat ekki staðið
undir sér nema vegna fýlsins. —
Slægjulönd, hestlán, og það sem ég
keypti af heyi, borgaði ég allt með
fýl, auk þess sem ég seldi töluvert
fyrir peninga.
— Og hvað var fuglinn metinn
hátt í þá daga?
— Aldrei meira en 14 aura gegn
staðgreiðslu. Um vöruskipti giltu
aðrar reglur. Ég borgaði 7 fýla fyrir
hestlánið til heyflutninga úr Álfta-
verinu, en þegar ég keypti hey
greiddi ég 25 fýla, eða vel það, fyrir
heyhestinn, fluttan heim til mín.
Framan af ævi minni mátti heita,
að öll innansveitarviðskipti manna
á milli væri vöruskiftaverslun, eftir
landaurareikningi. — Sveitagjöld
voru þá engin nema ómagafram-
færi, og allt greitt í framleiðslu-
vöru og vinnu til þeirra, er ómag-
ana heldu. Afgjöld af leigujörðum
var hefð aðgreiðaí peningum—ann
ars sáust þeir sjaldan, því kaup-
mennirnir vildu greiða fyrir inn-
leggsvörur í úttektarvörum, og það
voru ekki nema helzt þeir ríku, sem
fengu peninga hjá þeim körlum.
Til dæmis um það hve gengi pen-
inga var hátt í þá daga er rétt að
geta þess, að það var einu sinni fá-
tækur bóndi og ómagamargur í
Mýrdalnum, sem komst illa af. Ekki
var hann þó verr á vegi staddur en
það, að hann sagðist sleppa, ef hann
gæti með einhverjum ráðum náð í
9 krónur í peningum á ári: 8 krón-
ur í afgjald og 1 krónu til annarra
ófyrirsjáanlegra útgjalda. Svo dýr-
ir voru peningarnir og sjaldséðir.
— Fjórtán aura fekkst þú fyrir
fýlinn, — en hve marga veiddir þú
árlega?
— Þeir voru tölvert margir, allt
upp í 7000 þegar bezt lét. Aðal-
veiðin var ungatekjan á sumrin,
dagana fyrir og eftir sunnudaginn í
18. viku sumars, er sumir nefndu
fýla-sunnudaginn. Þá var hann
rekinn úr bælunum og rotaður með
svonefndri fýlaklöppu, en það
áhald var líkast léttri, eggjarvana
exi. Mest var fuglatekjan hjá mér
í klifi því, er heitir Lausagöngur.
Þar gat duglegur og vanur maður
koddað allt upp að 900 fuglum á
dag.
— Og hvernig varðir þú þessa
matbjörg fyrir skemmdum um há-
sumarið?
— Það, sem ekki var sótt til mín