Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Síða 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
133
MERKILEGA SKYGN MAÐUR
HINN 1. marz eru liðin rétt hundrað ár
siðan að þeim hjónunum í Ásum í
Skaftártungu, séra Þorkeli Eyólfssvni
og Ragnheiði Pálsdóttur fæddist sonur.
Var hann skírður Guðbrandur og látinn
heita í höfuðið á dr. Guðbrandi Vigfús-
syni frænda sínum. En sá skyldleiki
var þannig, að séra Eyólfur Gislason
faðir séra Þorkels og Halldóra móðir
dr. Guðbrands, voru alsystkin. Séra
Þorkell hafði og kennt Guðbrandi
frænda sínum undir skóla og hafði
miklar mætur á honum.
Þegar Guðbrandur Þorkelsson var 4
ára fluttist hann með foreldrum sínum
að Borg á Mýrum og var þat- fram til
tvítugsaldurs. Árið 1875 fekk faðir hans
veitingu fyrir Staðarstað, og fluttist
Guðbrandur þangað með honum vorið
eftir. Þar kynntist hann stúlku er Guð-
björg Vigfúsdóttir hét, ættuð þar af
nesinu, og tókust með þeim ástir. —
Haustið 1876 réðist hann starfsmaður
við Clausensverslun að Búðum og gift-
ust þau Guðbjörg vorið eftir. Síðan
áttu þau ýmist heima að Búðum, Ólafs-
vík eða ísafirði.
Snemma bar á því að Guðbrandur
var skygn. Hann sá og heyrði ýmislegt,
sem öðrum var hulið. Hann var og
draummaður mikill og tók mark á
draumum. Ritaði hann hjá sér til minn-
is margt af því sem fyrir hann bar í
vöku og svefni, og undir aldamótin
safnaði hann þessu saman í eina heild.
Það sem hér fer á eftir er tekið eftir
þessu handriti hans.
Guðbrandur var trúmaður mikill og
hugsaði mikið um, hvernig hægt mundi
að koma á alheimsfriði. Taldi hann þar
öruggasta ráðið að stofnuð væri al-
heimskirkja, er safnað gæti til sín öll-
um þjóðum, og hafði hann gert sér
grein fyrir því, hvernig sú kirkja ætti
að vera. Hann las og allt sem hann gat
náð í um heimspeki og stjörnufræði.
Einnig fekkst hann mikið við uppgötv-
anir, þótt það kæmi honum að litlu
gagni, enda var hann fátækur alla ævi
og hafði því ekki bolmagn til þess að
koma hugmyndum sínum á framfæri.
Aldrei munu verslunarstörfin hafa ver-
ið honum geðfeld, þótt hann yrði að
sæta þeirri atvinnu lengstum. Hann var
meir hneigður til andlegra starfa, en
afköst þeirra urðu þá ekki í askana lát-
in, og mátti margur gáfumaðurinn á því
kenna.
Guðbrandur var ekki eins og aðrir
menn. Hann hafði samband við „lífið
fyrir handan", en sú gáfa var mjög
misskilin á þeim árum og má hvað eftir
BÆRINN á Borg stendur sunnan
undir mjög hárri klettaborg; er hún
í tvöfaldri hæð þannig, að hún er
mjög víðari að neðan en ofan, og
um hana miðja skerst út þverhnýpt
klettabelti, og aftur ofar annað
klettabelti. Hún er því mjög fögur
og mikilfengleg að sjá, enda girða
hamrarnir hana óslitnir, nema á
einum stað, þar sem uppgangan er
á hana. Efst á borginni er varða,
sem kölluð er Egilsvarða. Sagt er
að hana hafi hlaðið Egill Skúlason,
sonarsonur Þorsteins Egilssonar
Skallagrímssonar. Af borginni er
hið fegursta útsýni yfir Borgar-
fjörð og Mýrar.
Á neðri hæð borgarinnar um-
hverfis hið efra klettabelti, eru
mjög fagrar grösugar sléttur og var
þar leikvöllur okkar systkinanna.
Þegar ég var á 9. eða 10. ári, var
ég sem oftar staddur þar og var
að leika mér. Þá var ég einn og
hvorki neitt af systkinum mínum
né neinn fullorðinn þar nær stadd-
ur. Ég heyrði þá að kallað var til
mín: „Gubbi!" (í foreldrahúsum
var ég kallaður því gælunafni). —
Málrómurinn var afar þýður, en þó
fljótlegur, og hvorki gat ég þekkt
hann né gert mér grein fyrir hvað-
an hann kom. Og þar sem ég vissi
annað sjá í endurminningum hans,
hvað honum hefur fallið það þungt, er
menn trúðu honum ekki, rengdu hann
eða brigsluðu honum um heimsku og
hjátrú. Skygnigáfan var honum sjálf-
um heilög og þess vegna vildi hann ekki
stinga reynslu sinni undir stól, þrátt
fyrir aðkast; treysti hann því að síðar
mundi réttlegar um það dæmt.
Guðbrandnr Þorkelsson
að enginn var þar nærstaddur, varð
mér næsta bylt við kallið.
Öðru sinni, mig minnir löngu
seinna, var ég staddur á sama stað.
Þá heyrði ég að sungið var stutt
sönglag, sem ég þekkti ekki. Söng-
röddin var ljómandi fögur og skær
og næsta lík rödd Eyólfs bróður
míns; hann hafði mjög fagra söng-
rödd þegar hann var unglingur. Ég
fór þegar og rannsakaði hvernig á
þessu stæði. Eyólfur bróðir var þá
inni í stofu hjá föður okkar að
skrifa eða lesa og því með öllu ó-
Sýnir Guðbranids