Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Qupperneq 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
135
veldi. — Fáir vilja trúa því að ég
segi þetta satt; sumir gabba mig og
fyrirlíta, en þeir munu hafa sinn
dóm með sér, engu síður en ég. Mér
glepst ekki hugur um að ég hef í
raun og sannleika séð þetta. Ég
vona að ég þýði rétt þau orð ritn-
ingarinnar, sem fela í sér eðli og
gildi þessarar sjónar, en þau eru
þessi: „Þegar ég útrétti mína hægri
hönd, þá vil ég frelsa þig“. — Þetta
er eitt hið merkilegasta, sem fyrir
mig hefur borið.
— ★ —
Eitt sinn var það í Ólafsvík um
hásumar (í júlímánuði) að margir
viðskiftamenn þurftu að fá af-
greiðslu bæði í búðinni og vöru-
geymsluhúsunum. — Búðin var í
norðurenda íbúðarhússins, en hús-
ið, sem kornvaran var geymd í,
sunnan við íbúðarhúsið og um 15
faðmar á milli. Búðardyrnar vissu
mót norðri og sást því eigi þangað
frá kornskemmunni. í þetta skifti
hafði ég afgreitt mjög marga í korn
-skemmunni og þegar því var lokið
gekk ég út í dyrnar til að kæla mig.
Stóð ég þar dálitla stund án þess að
festa hugann við neitt sérstakt. —
Horfði ég á suðurgafl íbúðarhússins
og voru auðvitað engin venjubrigði
á honum að sjá né húsinu. Alt í einu
opnast mér sýn í gegnum íbúðar-
húsið og sé ég mann vera á stéttar-
röndinni fyrir framan búðardyrnar
og var hann að láta einhverjar vör-
ur niður í poka hjá sér, meðal ann-
ars sá ég hann handleika „export-
kaffi“. Leit maðurinn svo út sem
hann vildi að ekki sæist til sín. Ég
hugleiddi þetta nokkuð og horfði
stöðugt á hann. Svo hvarf sýnin
jafn skyndilega og hún kom og ég
sá ekki annað en húsgaflinn. Ég
lokaði vöruhúsinu í skyndi og flýtti
mér til þess að vita hvort mér hefði
missýnzt. — Þegar ég kom norður
fyrir búðina, gat að líta þar sama
manninn og ég hafði séð og var
hann að bogra við að láta niður í
poka. Stóð ég hjá honum litla stund
þegjandi og horfði á hann. Síðan
fór ég inn í búðina og rannsakaði
úttekt hans og sá að honum var allt
vel frjálst. — Að hann var svona
pukurslegur með varning sinn, kom
af því að hann vildi eigi að sam-
ferðamönnum sínum væri kunnugt
um aðdrætti sína, og má vera að
hann hafi eigi meir en svo trúað
sumum þeirra.
— ★ —
Seinasta árið sem Thejll var
verslunarstjóri í Ólafsvík, fór hann
utan um haustið, en Jóhannes bók-
haldari Stefánsson veitti þá versl-
uninni forstöðu á meðan. Skömmu
eftir nýár komu einn dag mjög
margir viðskiftamenn, og vantaði
þá í búðina ýmsa muni, er geymdir
voru uppi á búðarlofti, þar á meðal
kaffibæti. Vörurnar voru á loftinu
yfir skrifstofunni og nokkrum hluta
búðarinnar. Ég fór upp á loft og fór
umhugsunarlaust að rífa kaffibæti
upp úr tunnu. Þá sá ég eins og nál-
argat á tunnunni og í gegn um það
sá ég allt, sem gerðist niðri í búð-
inni og skrifstofunni. Sá ég að Jó-
hannes Stefánsson kom fram af
skrifstofunni og helt á pappírsblaði
í hendinni, sem eitthvað var á skrif-
að, og veifaði hann því um leið og
hann talaði við einhverja Breiðfirð-
inga. Sá ég hann svo fara með blað-
ið inn aftur og leggja það á skrif-
borðið, og í því hvarf sýnin. Þegar
ég kom niður í búðina spurði ég
Jóhannes hvort hann hefði gengið
til og frá í skrifstofuna, og sagði
hann svo hafa verið. Ég spurði
hvort hann hefði haft nokkuð í
hendinni. Kvað hann svo hafa verið
og hvers vegna ég spyrði um það.
Sagði ég honum þá hvað fyrir mig
hafði borið. Kvaðst hann ekki trúa
því að ég hefði séð í gegn um loftið.
Ég spurði hvort hann hefði papp-
írsblaðið hjá sér, en hann kvað það
vera inni í skrifstofu, og „getir þú
sótt blaðið, mun ég trúa“, sagði
hann. Sótti ég þá þegar blaðið og
sýndi honum, en hann kvaðst enn
varla geta trúað mér.
— ★ —
Oft hef ég séð hugi eða myndir
lifandi manna, en mjög sjaldan
dauðra manna hugi eða svipi.
Skömmu eftir nýár 1898 sá ég
hug eins lifandi manns; var það
einn af viðskiftamönnum verslunar
innar. Maður þessi heitir Þorsteinn
Pétursson og á heima á Hjallasandi.
Ég var í skrifstofu verslunarinnar
að skrifa. Varð mér þá litið út um
gluggann og sá þá svip þessa manns
og jafnframt hvað honum bjó í
skapi, eða hugsun hans. Ég fór fram
í búðina til þess að vita hvort hann
væri kominn þar, en svo var eigi
og kom hann ekki fyr en daginn
eftir um sama leyti. Sagði ég hon-
um þá að hann þyrfti ekki að heilsa,
því að hann hefði verið hér i gær,
og ég hefði séð hug hans. Vildi hann
ekki trúa því, enda gerðu þeir er á
heyrðu hlátur úr þessu. Sagðist ég
þá skyldu segja honum hvert erindi
hans væri, en það kvað hann mér
ómögulegt. Bað ég hann þá að.koma
afsíðis með mér og sagði ég honum
þar leyndarmál hans og erindi, en
hann varð mjög undrandi og spurði
mig fastlega hver hefði sagt mér
þetta. En ég sagði honum að ég
gæti ekki skýrt það hvernig mér
vitraðist þetta, ég hefði aðeins séð
hann í gær og skynjað hvað honum
bjó í hug.-----
Þennan sama vetur sá ég einnig
í hug Bjarna nokkurs Bjarnasonar
á Öndverðurnesi. Kom hann nokkr-
um dögum þar eftir, og kom þá
einnig fram á sama hátt að ég hafði
séð rétt í hug hans. Viðurkenndi
hann það allt, er ég átti tal við
hann, og var þó sumt leyndarmál.
— ★ —
Það var á sjöunda tímanum á
Þorláksmessumorgun 1898 að ég lá
vakandi í rúmi mínu, en konan var
komin fram í eldhús að hita morg-