Lesbók Morgunblaðsins - 28.02.1954, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
137
EFNIÐ og ANDINN
HÖFUNDUR meðfylgjandi greinar Leslie Weatherhead, er merkur
kennimaður, enskur, nú prestur við The City Temple í London. Hann
hefur skrifað bækur um trúarbrögð og siðfræði auk fjölda blaða-
greina. L. W. nýtur mikils álits sem prestur og rithöfundur um
allan hinn enskumælandi heim. Meðfylgjandi grein er lauslega
þýdd úr The Christian World.
Áhrif kirtlanna og kirtlavökv-
ans koma víða við. M. a. grípa þau
inn á svið trúarinnar, vegna þess
að rangar ályktanir hafa verið
dregnar af sumum læknisfræðileg-
um athugunum, og sumstaðar er
það gefið í skyn að hinir andlegu
þættir hafi ekki mikið að segja,
— að skapgerð mannsins sé það,
og það eitt, sem kirtlarnir gera
hana og að það sé mögulegt að
gjörbreyta henni með hreinlega
læknisfræðilegum aðgerðum á líf-
færum manna. Með góðum árangri
hefur rafstraumur oft verið lát-
inn fara gegnum heila þeirra, sem
hafa átt að búa við sumar teg-
undir af andlegri heilsuveilu.
Einkum á þetta við um þá, sem
þjást hafa af þunglyndi. Á síð-
ustu tímum hefur verið byrjað að
framkvæma heilaskurði, þ. e. taka
burt hluta af framheilanum eða
gera þá algerlega óvirka. Þetta
virðist stundum hafa veruleg á-
hrif á geðslag sjúklingsins. Þessar
staðreyndir hafa valdið ýmsum
efasemdum hjá mörgum kristnum
trúmanni. Þeir spyrja: Hvert er
svið trúarinnar, ef hreinlegar lík-
amlegar aðgerðir geta breytt skap-
gerð mannsins? Að því er virðist
ræður þá efnið yfir huga og sál.
Lítum nú fyrst á áhrif kirtlanna.
Á það er bent, að úr því að starf-
semi þeirra getur mótað geðslagið
hljóti þeir að vera „húsbændur á
heimilinu.“ Ég fullyrði, að per-
sónuleikinn móti starfsemi kirtl-
anna og sé þess vegna húsbóndinn.
Tökum tárin sem dæmi. Þau þekkj-
um við öll. Þau koma úr tárakirtl-
unum bak við augun. Ég veit að
vísu að tárakirtlarnir eru ekki inn-
rennsliskirtlar, en við getum með
réttu sagt, að við grátum af því
að við séum sorgbitin. Þrátt fyrir
James Lange kenninguna erum
við ekki sorgbitin af því að við
grátum. Táraflóðið gerir okkur
ekki hrygg, starfsemi kirtlanna
veldur ekki geðshræringum, held-
ur öfugt. Enda þótt söltum tárum
sé hellt í augun gerir það okkur
ekki óhamingjusöm. Það er and-
inn, sem er húsbóndinn, ekki lík-
aminn. Það eru áhrifin á huga
minn, sem valda því að tárin
streyma.
Dr. Starkes Hathaway segir í
bók sinni Physiological Psycho-
logy (Lífeðlisfræðileg sálarfræði):
„Eftir að hafa lesið það sem skrifað
hefur verið um tilraunir og læknis-
aðgerðir á þessu sviði mun hver
hugsandi lesandi álykta, að per-
sónuleikinn hafi meiri áhrif á
kirtlana heldur en kirtlarnir á
persónuleikann.“
ÁHRIF ADRENALÍNS
Tökum annað dæmi til skýring-
ar. Þegar við verðum hrædd gefa
nýrnahetturnar frá sér vökva sem
inniheldur adrenalín. Hann fer inn
í blóðið og hefur þau áhrif á okk-
ur, að blóðið fer að streyma örar.
Við búumst til varnar eða leggjum
á flótta eftir atvikum. En þótt
adrenalíni sé sprautað inn í æð
og hafi sínar líkamlegu verkanir,
hefur það engin andleg áhrif. Sjúk-
lingurinn finnur ekki til neins ótta.
M. ö. o. geðshræringin veldur
því að nýrnahetturnar gefa frá sér
adrenalínið, en vökvinn skapar
ekki geðshræringuna. Við skulum
viðurkenna það, að án efa hefur
líkaminn mikil áhrif á hugann, en
við skulum gera okkur það ljóst,
að það eru engin vitni til gegn
þeirri trú að hugurinn, sálin, sé
húsbóndinn en að kirtlarnir séu
þjónar hennar.
SK J ALDKIRTILS V ÖKVINN
Skjaldkirtilsvökvanum er spraut-
að inn í suma sjúklinga eða þeir
látnir taka hann inn með góðum
árangri. Við vitum að skjaldkirt-
illinn örvast af joði en starfsemi
hans minnkar, ef hluti hans er
numinn burt. Á þenna hátt er
oft hægt að draga úr kvíða og
bráðlyndi, en það eru engin lík-
indi til að eðliseinkunn mannsins
breytist við það. Þessi sprautun er
einna líkust því að fá fiðluleik-
ara fiðlu. Hann getur alltaf leikið
á fiðlu. En til þess þarf hann hljóð-
færið.
Ef menn gera sér ekki Ijóst að
andinn — sálin — er efninu æðri,
er hinn ráðandi þáttur, leiðir það
til þeirrar hugsunarvillu að efnið
virðist yfirráðandi. Nokkrir lækn-
ar og skurðlæknar hafa orðið þess-
ari efnishyggju að bráð. Þeir líta
á afleiðinguna sem orsök. Þeir
skera upp og sprauta þar sem flest-
um fyndist eðlilegra að leita hinna
geðrænu orsakar fyrir sjúkleikan-
um. Þessa aðferð má skýra fyrir
lesandanum með því að draga upp
skopmynd: Læknir greinir sjúk-
dóm: paroxisk lacrimation
(skyndilegt tárarennsli), og þenna
sjúkdóm ber að lækna með upp-
þurrkandi augndropum, saltlausri