Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 2
182 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS oft komið þangað áður og þekktu menn skipstjórana á fjórum þeirra, en þeir eru kailaðir Wiljelm Schou, Parneli Keis, Pietre Dan og Keis Scoter. — Enn voru þarna fimm frönsk fiskiskip, sem kölluð voru „loggortur“. Vissu menn engin deili á skipstjórum þeirra né öðr- um skipverjum. Bjarni lagði skipi sínu þannig, að tvö hollenzk skip voru rétt fyrir innan hann, en tvö frönsku skipin rétt fyrir utan. Þarna lágu þeir svo um nóttina og var allt með kyrrð og spekt á hinum skipunum. Einn af hásetum Bjarna, sem hét Jón Sigmundsson og var úr Dýra- firði, hafði farið í land um kvöldið, en morguninn eftir kallaði hann úr landi og bað að sækja sig. Fóru þeir þá í land á bátnum Bjarni skipstjóri og Bjarni Bjarnason há- seti hans til þess að sækja Jón. — Bjarni þessi var frá Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, þá 26 ára. Slóst þá í för með þeim úr landi Jón Bjarnason háseti á „ísafirði“, Tveir Frakkar voru í landi og báðu þá um flutning út í skip sitt, sem hét „Sem Valerfé“ og lá næst þeim og nokkuð grynnra. — Var þeim flutningurinn til reiðu, en á leið- inni fram að skipi mæltust Frakkar til þess að þeir kæmi um borð í sitt skip og versluðu við þá. Kváð- ust þeir hafa til sölu stígvél og ýmislegt annað, sem þeim kæmi vel. Ekki fóru þeir þó um borð í það sinn, heldur reru þeir út í sitt skip til þess að sækja peninga til að kaupa fyrir. ákák Seinna um daginn, einni stund eftir nón, lögðu þeir svo fjórir á stað yfir í „Sem Valerfi“ til þess að versla, Bjarni skipstjóri, Bjarni Bjarnason og Jón Sigmundsson liásetar og Jón Bjarnason. — Var þeim þegar boðið niður í framhýsi skipsins. Fóru þeir þrír þangað niður, en Bjarni Bjarnason var settur til þess að vera á þiljum uppi og gæta að bátnum. Þarna voru þá fyrir 10 eða 12 franskir sjómenn af öðru skipi og sátu þeir að drykkju með skipverj- um og voru allir talsvert ölvaðir. Islendingunum var þó tekið vel í fyrstu og borið fyrir þá brauð. En er þeir höfðu skamma stund setið þar niðri, kallar Bjarni Bjarnason niður og segir að einn af Frökkum hafi farið niður í bát þeirra í leyfis- leysi og lagt frá borði. Bjarni skip- stjóri rauk þá upp á þiljur og út að borðstokknum. — Kallaði hann til Frakkans, sem var kominn fáa faðma frá skipinu og bað hann með góðu að skila bátnum aftur. Var hann tregur til þess, en með s^m- ingi reri hann aftur að skipinu. Bjarni stóð við borðstokk skipsins og hallaðist fram á tunnur, sem stóðu þar í röð, og beið þess að maðurinn legði að skipinu. Var hann ákveðinn í því að taka bátinn þegar og róa yfir í sitt skip. Meðan hann stendur þarna og horfir á bátinn, veit hann ekki fyr til en að þrifið er í hann heldur óþyrmilega og honum greitt höfuð- högg mikið. Hann snerist þegar við. Voru þá þarna komnir um 20 Frakkar og sóttu ákaflega að hon- um með barsmíð. Höfðu þeir slegið hring um hann svo að hann komst ekki niður í bátinn. Snerist hann þá vasklega til varnar og barði frá sér á báðar hendur óþyrmilega svo að Frökkum varð bylt við. Ekki hafði Bjarni neitt barefli, en lét bera hnefana ganga á þeim. Hált var á þilfarinu, svo að hann reif af sér skóna svo að hann yrði lið- ugri í snúningum, en Frakkar náðu þegar í þá og fleygðu þeim fyrir borð. Förunautar Bjarna voru nú komnir upp á þilfar og stóðu þeir þrír fram við lúkarinn og þó nær miðskipa. Ekki gatu þeir veitt skip- stjóra sínum neitt lið, því að Frakk -ar vörnuðu þess og léku þá sjálfa mjög illa. Einn sem var á trébotna- stígvélum, sparkaði af öllu afli í bringspalirnar á Bjarna Bjarna- syni, svo að hann varð óvígur. — Annar stakk Jón Bjarnason með hnífi í öxlina svo að gekk inn úr treyu, vesti og skyrtu og særði hann nokkuð, En Jón náði af hon- um hnífnum og fleygði honum nið- ur í lest. Létu þá Frakkar höggin ríða á þeim svo að þeir voru allir bláir og.blóðugir í framan. En þó vissu þeir að aðsóknin var mest að Bjarna skipstjóra. Sáu þeir að Frakkar tættu utan af honum föt- in og að hann var alblóðugur í and- liti. Einu sinni eða tvisvar heyrðu þeir hann kveinka sér, en hann barðist jafn djarflega þrátt fyrir það. ák Frakkinn, sem hafði stolið bátn- um, hafði skilið við hann lausan við skipshlið svo að hann rak frá. En nú bjuggust hinir aðkomnu Frakkar, 10 talsins, til brottferðar og fóru niður í sinn bát. Tóku þeir þá bát þeirra Bjarna og bundu hann fastan við skipið. Bjarni varð þessa var, þó hann hefði þá um nóg annað að hugsa, og kallaði til manna sinna og bað þá að reyna að komast niður í bát- inn, róa í land og sækja hjálp. — Nefndi hann helzt til Daníel Ólafs- son stýrimann af ísafirði, er hann treysti bezt til þess að veita sér lið. Vissi Bjarna að hann mundi vera í landi. Við illan leik tókst þeim félög- um Bjarna að komast niður í bát- inn, en urðu þó að ryðjast gegn um hóp Frakka og fengu mörg og stór högg í þeim svifum. Þegar þeir komu niður í bátinn, greip einn í franska bátnum ár og ætlaði að ljósta þá með henni, en Bjarni Bjarnason bar fyrir sína ar svo að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.