Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 22
202
LESBOK MORGUNBLADSINS
Auðnr er vultustur vinu
MA R G U R verður af aurum api“,
segir í Hávamálum. Það er jafn-
satt enn í dag eins og það var þá, því
að enn heldur áfram dansinn umhverf-
is gullkálfinn af svo mikilli ákefð að
það er eins og þorri manna haldi að
tilgangur lífsins sé sá, að raka sem
mestu saman af peningum, og það sé
rétt sem skáldið kvað: „Takist þér að
eignast nógan auð, þig englar geyma
bæði á himni og jörðu.“ En það er nú
eitthvað annað. Enn stendur óhögguð
speki Hávamála: „Svo er auður sem
augabragð, hann er valtastur vina“. En
til þess að skilja það verða menn að
gera sér ljóst hvað auður er. Hvað eru
peningar og til hvers eru menn að safna
þeim?
HVAÖ ERU PENINGAR?
Men - ’ fa skýrt þetta á ýmsan hátt.
Sumir a að peningar sé „afl þeirra
hluta, gera skal“, aðrir segja að
þeir sé „gjaldmiðiH“. Upphaflega voru
peningar úr gulli eða silfri og báru í
sjálfum sér sitt eigið verðgildi. Nú er
því ekki að heilsa. Nú eru peningar
varla annað en bankaseðlar, tékkar,
verðbréf, eða þá aðeins innfærsla í
bankabók. Fyrst í stað voru seðlar
tryggðir með gulli, þeir voru ávísun á
svo og svo mikla upphæð í gulli. Nú er
því lokið. Allir bankar eru horfnir frá
gullinnlausn seðla. Þeir peningar, sem
nú ganga manna á meðal, eru ekki ann-
að en pappírar, í sjálfu sér alveg verð-
lausir og alls ekki peningar. Þeir eru
ekki annað en ávísanir, sem að vísu
eru góðar og gildar meðan menn hafa
traust á þeim, en það traust getur
brugðizt illilega stundum.
Silfur og gull er nokkurn veginn í
stöðugu gildi, en um gildi seðla og ávís-
ana veltur á ýmsu, og þessir peningar
verða stundum algjörlega einkisvirði.
Menn leggja fé sitt inn í banka og eru
alveg öruggir um að þar sé það vel
geymt og þeir geti gripið til þess hve-
nær sem þeir vilja. En svo þegar þeir
ætla að grípa til þeirra, komast þeir að
raun um að verðgildi þeirra hefur rýr'n-
að stórum, annaðhvort vegna gengis-
falls eða dýrtíðar, eða af báðum or-
Bökum.
UPPHAF SEÐLANNA
Talið er að bankastarfsemi hafi hafizt
í Grikklandi fyrir eitthvað 2600 árum.
Þá höfðu Grikkir sína eigin myntsláttu.
Rómverjar tóku þetta eftir þeim, en
þegar kom fram á miðaldirnar lagðist
öll bankastarfsemi niður. Menn fóru þá
að geyma fé sitt sjálfir, eða þeir komu
því fyrir til geymslu hjá þeim sem
höfðu öruggar fjárhrizlur. Voru það
aðallega gullsmiðir og silfursmiðir, er
þannig tóku fé manna til geymslu. Þeir
gáfu skriflega viðurkenningu fyrir því
fé, sem þeir voru beðnir fyrir, og þessar
viðurkenningar gengu fljótt manna á
milli sem gjaldmiðill. Sá, sem viður-
kenninguna hafði í höndum, gat gengið
að gullinu hjá þeim sem geymdi, hve-
nær sem honum þóknaðist. Og menn
sáu fljótt, að þetta var miklu handhæg-
ari gjaldmiðill heldur en slegnir pen-
ingar eða mótað gull og silfur. Þessar
viðurkenningar voru því fyrstu bréf-
peningar, sem komust á gang, og eru
fyrirrennarar bankaseðlanna nú á dög-
um.
Þessu fyrirkomulagi fylgdu þau ó-
þægindi, að upphæðir viðurkenning-
anna voru allt aðrar en þær, sem menn
þurftu að nota í þann og þann svipinn.
Þá var tekin upp sú aðferð, að menn
gáfu ávísanir á einhvern hluta þeirrar
upphæðar, er þeir áttu geymda hjá
gullsmiðunum. Það var upphafið að
því, sem vér köllum nú tékka. — Og
þannig voru þá bæði seðlar og tékkar
á gangi þegar á 17. öld.
En nú sáu gullsmiðirnir sér leik á
borði. Það kom aldrei fyrir að allir
kæmi í senn að heimta inneign sína
hjá þeim. Gullsmiðirnir höfðu því alltaf
í fórum sínum mikið af gulli, sem lá
þar iðjulaust og engum til gagns. Þetta
hagnýttu þeir sér þannig, að gefá sjálfir
út ávísanir á þetta gull og lána þær út
með ákveðnum vöxtum. Og þeir kom-
ust einnig fljótt að því, að þeim var
óhætt að gefa út ávísanir fyrir mörgum
sinnum meiri upphæð heldur en þeir
höfðu fyrirliggjandi í gulli, vegna þess
að það kom aldrei fyrir að allir kæpii
méð ávísanir sínar" til innlausnar á
sama tíma, vegna þess að þær gengu
sem peningar í viðskiftum manna á
milli
Á þessu græddu gullsmiðirnir stórfé.
En þeir gerðu það glappaskot að biðja
ríkisfjárhirzluna að geyma fyrir sig það
fé, sem þeir þurftu ekki á að halda í
svipinn. En svo var það árið 1672 að
Karl konungur II. í Englandi var kom-
inn í fjárþrot. Hann gerði sér þá hægt
um vik og lagði hald á allt það fé, sem
geymt var fyrir aðra í ríkisfjárhirzl-
unni og nam það 1.328.526 Sterlings-
pundum. Misstu þar margir aleigu sína.
BANKAR
Þessi lánastarfsemi gullsmiðanna er
upphafið að lánastarfsemi bankanna nú
á dögum, nema hvað þetta er allt orðið
fullkomnara nú.
Vér skulum setja svo, að maður komi
í banka og biðji um lán. Ef trygging
sú, er maðurinn getur sett fyrir endur-
greiðslu lánsins, er talin fullgild, þá fær
maðurinn lánið. En hann fær það ekki
í peningum. Það er lagt á sérstakan
reikning og svo getur lántakandi gefið
ávísanir á það meðan til vinnst. Þetta
er honum alveg eins þægilegt. Og bank-
inn þarf ekki að borga út neina pen-
inga, jafnvel ekki þegar ávísanirnar
koma, því að þær eru venjulegast lagð-
ar inn í reikning handhafa í bankanum.
Hér er því aðeins um milliskrift að
ræða. Ávísanirnar, eða tékkarnir hafa
máske áður gengið mann frá manni sem
gjaldmiðill, áður en þær koma í bank-
ann. En með þessu móti eru engir pen-
ingar í umferð. Bankinn lánaði ekki
annað en það, sem var peninga ígildi,
en hann fekk sína vexti af því.
Það kemur alveg í sama stað niður
þótt bankinn greiði lánið út í seðlum,
sem hann hefur sjálfur gefið út. Seðl-
arnir eru ekki peningar, heldur aðeins
ávísanir. — Auðvitað verður einhver
trygging að vera að baki þeirra, annað-
hvort gullforði, eða ríkisábyrgð. En það
er talið óhætt fyrir hvern banka að
gefa út fjórum eða fimm sinnum hærri
upphæð í seðlum heldur en trygging-
unni nemur. Þetta byggist á því, sem
gullsmiðirnir fundu áður, að aldrei
koma allir samtímis að taka út fé sitt.
í sjálfu sér er þetta heppilegt, því að
með þessu móti geta vextir verið lægri
en ella. Með þessu móti er hægt að
koma fótum undir ný fyrirtæki og efla
önnur. Og allt er þetta gert án peninga,
aðeins með ávísunum og millifærslum.
Það'er því.rangt að.segja að peningar
sé afT þeirra hiiita sém gera skal. Og
þeir eru ekki heldur gjaldmiðill lengur.
Alit eru það ávísanix, og gildj þeirra