Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 183 höggið geigaði. Voru nú nokkrir skipverjar af „Sem Valerfi" komn- ir út að borðstokknum með krók- stjaka í höndum. Laust einn krók- stjaka við eyra Jóns Bjarnasonar, en hinir reyndu að krækja krók- stjökunum undir bátinn og hvolfa honum. Sáu íslendingar þá einn kost vænstan að skera á fangalín- una og komast sem fyrst frá borði. Var báturinn þá svo að segja fullur af sjó. En nú reru þeir til lands eins og þeir höfðu orku til. &ák Bjarni Þórlaugarson var nú orð- inn einn eftir á skipinu sinna manna, umkringdur af æstum fjandmönnum, er sóttu að honum í ákafa. Voru Frakkar 18 saman og sóttu'að honum til skiftis. Börðu sumir hann með hnefum, en aðrir stóðu upp á tunnum og reyndu að koma böndum á hann. Sumir voru með hnífa á lofti. Varðist Bjarni þá svo að hann vissi ekki hvað sér hlífði. Þegar aðgangurinn var sem harð- astur tókst þeim að hrinda honum svo harkalega að hann fell á lúk- arinn og kenndi mjög til í síðunni. Hlupu þeir þá ofan á hann margir og ætluðu að halda honum, en hann brauzt á fætur, svo að þeir hrukku af honum, en þremur fleygði hann niður í lúkarinn og fóru þeir harð- ar niður en þeir höfðu ætlað. Sá, sem aðallega stóð fyrir sókn- inni á hendur Bjarna, var stýri- maður skipsins, maður á þrítugs- aldri. — Hann komst í návígi við Bjarna og ætlaði að sparka í hann með stígvélinu, en Bjarni varð þá snarari í snúningum en hann hugði. Náði Bjarni í fætur hans, helt þeim utan um sig og sveiflaði manninum í kring um sig og barði. hina með honum. Hrukku þeir þá frá og varði hann sig þannig um hríð. Þó varð hann að sleppa manninum aftur, vegna þess að þá báxu þeir bönd sem óðast að honum og gat hann ekki varazt það með þessa byrði. Skipstjórinn stóð nokkuð frá og eggjaði jafnan menn sína til sókn- ar, er honum þótti sóknin linast. Það sá Bjarni, að einn af hásetun- um, aldraður maður, reyndi að stilla til friðar, en hann hafði ekki annað upp úr því en að hásetar börðu á honum. Viðureignin hafði nú staðið klukkustundum saman, en enn stóð Bjarni uppi ósigraður þrátt fyrir ofurefli það er að honum sótti. Var hann illa út leikinn, en kjarkurinn var óbilandi og hann bauð fjand- mönnum sínum byrginn. — Tókst þeim aldrei að koma böridum á hann né hafa hann undir, heldur barði hann þá stöðugt frá sér og urðu þeir léttir fyrir höggum hans. £<L Nú kom bátur frá landi og voru á honum Daniel Ólafsson stýri- maður, Jón Bjarnason, Bjarni Jóns- son og Ólafur Pálsson, allir úr Dýrafirði. — Linaðist þá aðsókn Frakka er báturinn kom. Settist Bjarni þá á borðstokk skipsins mið- skipa og blés mæðinni. Daniel kall- aði og spurði hvort nokkur von væri til þess að þeir mundu geta lagt að skipinu. Sagði þá Bjarni að bezt mundi að þeir hömluðu aftur á bak aftur fyrir skipið og kvaðst mundu reyna að komast þangað. Mjakaði hann sér svo á hlið aftur eftir þilfarinu, en þeir frönsku stóðu honum á báðar hendur við- búnir að gera áhlaup að því er hon- um sýndist. En það varð ekkert úr því.' Munu þeir hafa verið orðnir saddir á því að fást við þetta helj- armenni og verið ragir við frekari sókn þegar félagar hans voru komn -ir að veita honum lið. — Komst Bjarni þá að lokum aftur á skipið og stökk niður í bátinn. Gekk hann þannig úr greipum Frakka eftir frábæra vörn, er lengi mætti vera í minnum höfð. Þegar hann kom um borð var hann í nýrri peysu, nýlegu vesti og nýlegum vaðmálsbuxum með trefil um hálsinn. Allt var þetta í tætlum er hann komst frá borði. Peysan var rifin frá hálsmáli út á öxl, vestið hafði verið rifið í tætl- ur og var farið, og sama var að segja um hálsklútinn. Buxurnar voru rifnar niður úr öðrum megin og hinum megin nokkuð, svo að þær flöktu frá honum. Allur var hann blár og marinn, einkum í andliti, augun blóðhlaupin og sprengt fyrir í munninum svo að mikið blæddi úr. Höfuðið var mjög aumt vegna þess að þeir höfðu hár- togað hann og á einum stað hafði stórum lokk verið svift burtu. Ann- ars kenndi hann mest til í síðunni og brjóstinu eftir fallið á lúkar- brúnina. Átti hann lengi í þeim meiðslum og hefur sjálfsagt verið síðubrotinn. Þeir Daníel fluttu hann nú yfir í hollenzka skipið, sem Pieter Dan stýrði til þess að vita hvort hann ætti ekki einhver meðul við meiðsl -um þeim, er Bjarni hafði hlotið. && Nú víkur sögunni að ;,slúppnum“ ísafirði, sem lá skammt frá hinum skipunum. Daniel stýrimaður haí ði farið í land ásamt nokkrum mönn- um áður um morguninn og var því enginn bátur við skipið. Þegar leið á daginn heyrði Hansen skipstjóri mikil hróp og öskur um borð í franska skipinu „Sem Valerfe“ og vissi að þar mundu einhver ólæti eiga sér stað, en ekki hverjir }>ar áttust við fyr en Daniel stýrimaður kom úr landi og sagði að sent hefði verið til sín að koma Bjarna Þór- laugarsyni til hjálpar. Reru þeir Daniel svo að franska skipinu og komu von bráðar aftur með Bjarna. Sagði Hansen að Ijótt hefðj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.