Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 199 A oddum byssustingju ENSKUR maður, A. R. Philpotts, sem á heima í Grahamstown í Suð- ur Afríku, segir svo frá: Á árunum milli heimsstyrjald- anna, dvaldist ég í Manipur ríkinu í Indlandi og var þar í þjónustu Maharajahans, sem var þá einvald- ur þar. Manipur er lítið ríki, eitt- hvað á stærð við Wales, og er á milli Assam og Burma. Þar er ynd- islega fagurt og loft heilnæmt, því að landið er uppi í fjöllum, eitt- hvað um 2500 fet yfir sjávarmál. Þarna eiga heima margir þjóð- flokkar, sem hafa einkennilega siðu. Maharajahinn fór með mig eins og bezta vin sinn. Hann fylgdist vel með því sem ég gerði og hann hafði mikinn áhuga fyrir að kynna mér sem bezt háttu fólksins. Svo var það einn dag að margir ridd- arar þeystu heim að kofanum, þar ráðgáta. Auðvitað hafa komið fram margar kenningar um eðli þess bæði fyr og síðar, en þær hafa ekki orðið haldgóðar. Nú hallast menn að því, að ljósið sé bæði öreindastraumur og bylgjur. (The Limitations of Science). sem ég hafðist við. Voru þar komn- ir menn úr lífvarðarsveitinni og ýmsir hirðgæðingar. Voru þeir sendir af Maharajahanum til þess að tilkynna mér að nú gæfist mér kostur á að horfa á merkilega at- höfn, ef ég vildi koma með sendi- mönnum. Ég hikaði ekki, heldur steig á bak reiðskjóta og þeysti á stað með þeim. Komum við svo að víðum velli. Var þar afmarkað hringmyndað svæði í miðju og þar umhverfis stóð fjöldi manna. Ég tók eftir því að á miðju hinu hringmyndaða svæði lá maður nokkur endlangur á jörðinni og var ekki í öðrum fötum en mittisskýlu. Yfir honum stóð innlendur prestur og virtist mér hann vera að biðj- ast fyrir. „Hvað er þetta“, varð mér að orði, „á að fara að sýna mér af- töku?“ En það var ekki. Presturinn gaf nú merki og gengu þá fram nokkrir menn, tóku hinn liggjandi mann og lyftu hon- um í axlarhæð. Þá gengu fram átta hermenn, naktir að beltisstað og voru með stingjabyssur. Röðuðu þeir þeim nú niður þannig, að þær stóðu á skeftunum og vissu byssu- stingarnir beint upp í loftið. Hinir lögðu nú hinn nakta mann varlega ofan á byssustingana þannig, að einn var undir hnakka hans, tveir undir herðunum, sinn undir hvor- um handlegg, einn undir mjó- hryggnum og einn undir hvorum kálfa. Og þannig skildu þeir við manninn, liggjandi á stingjaodd- unum, en manngrúinn rak upp skelfingaróp, því að engu var lík- ara en að stingarnir mundu rekast í gegn um manninn, því að þeir voru hárhvassir. Ég var sem þrumu lostinn. Svo gekk ég nær til þess að athuga þetta sem bezt. Hvergi sá skinnsprettu á manninum. Hann hvíldi rólegur þarna á stingjaodd- unum, eins og hann lægi í bezta rúmi. Spyrjið mig ekki hvernig hann hafi farið að þessu. Ég veit það ekki, og enginn gat gefið mér neina skýringu á því. En til þess að menn efuðust ekki um að ég segði satt frá, þá tók ég meðfylgjandi ljós- mynd af töframanninum á meðan hann hvíldi á byssustingjunum. Seinna spurði ég Maharajahinn hvernig á því stæði að maðurinn gæti gert þetta án þess að nokk- uð sæi á honum, en hans hátign brosti aðeins góðlátlega að spurn- ingu minni. Fjölda margir Evrópumenn hafa séð indverska fakíra liggjandi alls- nakta á beittum göddum. En þessir gaddar eru venjulega mjög þéttir svo að tiltölulega lítill þungi kem- ur á hvern þeirra. Hér hvíldi all- ur líkamsþungi mannsins á átta byssustingjum, og þeir voru ný- brýndir og oddhvassir; ég fullviss- aði mig um það. Afrek hans tekur því fram öllu, sem ég hefi heyrt talað um. Gramur eiginmaður: Nú aðvara ég yður í seinasta sinn, að ef þér hættið ekki að dufla við konuna mína, þá læt ég yður hana eftir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.