Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 203 miðast við það traust, sem menn hafa á þeim. GENGISHRLN Það eru stjórnir hernaðarþjóða, sem valda ægilegustu gengishruni í heim- inum, ekki aðeins hjá sér sjálfum, held- ur um allan heim. Stríðsstjórn hefur aðeins þrjú úrræði til þess að standast herkostnað: hækka skatta, taka lán, eða gefa út seðla. En það er ekki hægt að hækka skatta svo að með þeim sé hægt að greiða herkostnað. Þá er grip- ið til hinna ráðanna. En hvort heldur er gert, að taka lán, eða gefa út seðla, sem menn eru skyldaðir til að taka sem greiðslu, verður afleiðingin sú, að allar vörur hækka stórkostlega í verði. Og þar sem nú verðgildi seðla er aðeins það hvað hægt er að fá mikið fyrir þá af vörum, þá er þetta sama sem gengis- hrun. En stjórnunum þykir þessi leið betri. Skattar eru óvinsælir og það er ekki heppilegt fyrir stjórn, sem þarf á öllu sínu að halda, að gera sig óvinsæla með sköttum. En gengishrunið, sem þó er bein afleiðing af ráðsmennsku henn- ar, bitnar ekki á henni, heldur kennir almenningur kaupsýslumönnum um það, þeir noti sér neyð manna til að okra á þeim. Gengishrun er þó háskalegt fyrir hverja þjóð, og allar stjórnir reyna eft- ir fremsta megni að stöðva það áður en í óefni er komið. Stundum tekst það, en stundum tekst það ekki. Þá verða stjórnirnar sífellt að auka seðlaútgáf- una, ráða ekki við neitt. Þannig fór í Þýzkalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þar seig endalaust á ógæfuhlið þar til svo var komið árið 1923 að biljón marka var ekki meira virði en eitt mark hafði verið fyrir stríð. Á sama hátt fór í Kína eftir seinni heimsstyrjöldina. — Stjórnin lét prenta seðla í gríð og ergi þangað til svo var komið 1948 að það kostaði meira að prenta 1000 dala seðil heldur en verðgildi hans nam. Þá ætl- aði stjórnin að koma lagi á fjármálin, og gaf út nýa mynt, sem átti að vera gulltryggð og kostaði hver dalur í henni 3.000.000 dala. En eftir eitt ár var þessi nýa mynt hrunin svo, að þá varð að gefa út enn nýa mynt og þar kostaði einn dalur 500.000.000 af gulldölunum góðu. Þó fór enn ver x Ungverjalandi. Þar var allt komið í kalda kol árið 1946 og þá var skift um mynt. í staðinn íyrir pengo komu nú florin, og hvert þetta nýa florin kostaði — 828.000.000.000.000.000.000.000.000.000 pengo, og það getur maður kallað geng- ishrun! Með öðrum orðum, gamla mynt- in var algjörlega verðlaus. Og þegar svo er komið þá er til lítils að eiga inn- eignir í bönkum, eða eitthvað í hand- raðanum. Á þessu má sjá, að það sem vér köll- um peninga, hefur ekkert verðgildi annað en það, sem traust manna gefur þeim. Þegar það traust bregzt, þá hafa þeir ekkert gagn af því þótt þeir hafi langa ævi verið að nurla saman og ekkert hugsað um annað en auðgast sem mest. Þeir hafa leikið hlutverk heimskingjans í lífinu og „margur verður af aurum api“. Blaðgræna ÞAÐ var árið 1940 að dr. Benjamin Gurskin í Filadelfiu tókst að vinna „chlorophyll“ (blaðgrænu) úr ríki nátt- úrunnar og notaði hann hana með góð- um árangri til þess að græða sár. Árið eftir var stofnað félag til þess að hagnýta þessa uppgötvun. Heitir það Rystan Co. og varði það hálfri milljón dollara til rannsókna. Kom þá upp úr kafinu að efni þetta eyddi lykt. Þess vegna var það, að hinu mikla sápufélagi Lever Brothers (sem meðal annars framleiðir Sólskinssápuna) hugkvæmd- ist að tilvalið mundi að nota þetta efni í tannsmyrsl, því að þá mundi það jafn- framt eyða andremmu. Lever Brothers gerðu því samning við Rystan árið 1951 og fekk eins árs einkaleyfi til þess að nota blaðgrænu saman við tannsmyrsl. Og í janúarmánuði 1952 kom þessi nýa vara fyrst á markaðinn og nefndist „Chlorodent". — Varð þegar geisilega mikil éftirspurn að henni, svo að þegar kom fram á mitt árið höfðu hin grænu tannsmyrsl lagt undir sig allt að þriðj- ungi af markaðinum í Bandaríkjunum, og var öðrum tannsmyrsla framleiðend- um ekki orðið rótt. Og undir eins og einkaleyfi Lever Brothers var útrunnið, tóku þeir svo að blanda blaðgrænu saman við tannsmyrsl sín. En það voru fleiri, sem hugsuðu sér til hreyfings að nota þetta undraefni. Það var farið að nota það í sælgæti, tóbak og ótal margt annað. Það varð almenn skoðun, að þetta efni eyddi bæði andremmu og svitalykt og ýms- um öðrum óþef. Varð þetta vatn á mylnu þeirra, sem framleiddu chlorop- hyll. Árið 1951 nam framleiðslan af því um 2000 pundum, og var hún aðallega seld til lyfjabúða. En árið 1952 komst framleiðslan upp í 100.000 pund og þó var eftirspurnin svo mikil að henni varð ekki fullnægt. Blaðgrænan hafði skyndilega komizt til vegs og virðingar. En álit hennar hrapaði aftur allt að því jafn skyndi- lega. Það kom upp úr kafinu að eigin- leikar hennar til þess að eyða þef, voru ekki jafn miklir og af var látið. Hún gat t. d. alls ekki eytt svitalykt, því að hún berst ekki út í líkamann frá melt- ingunni. Margir, sem höfðu haldið að þeir gæti tekið af sér áfengisþef með henni, urðu fyrir miklum vonbrigðum. Hún eyddi ekki áfengisþefnum, vegna þess að hann kemur ekki úr munni og koki, heldur frá lungunum með andar- drætti. Eftirspurnin að blaðgrænuvörum þvarr óðum, og margir iðnrekendur, sem farnir voru að nota hana, hættu því aftur. Jafnframt lækkaði verðið á blaðgrænunni úr 110 dollurum niður í 45 dollara. Tvö stærstu fyrirtækin, sem framleiða nú blaðgrænu, American chlorophyll og Archer-Daniels Midland, geta hvort um sig framleitt um 40.000 pund á ári. Árið sem leið nam sala á blaðgrænu í Bandaríkjunum ekki nema sem svaraði því er annað þessara fyrir- tækja gat framleitt. Og búizt er við því að enn dragi úr sölunni á þessu ári. En blaðgrænan getur þó komið að góðu liði á öðru sviði, sem sé til lækn- inga. Rystan Co. framleiðir úr henni áburð, sem nefnist „chloresium'* og hefur reynzt ágætlega til þess að græða sár og varna því að spilling hlaupi í sár. Hefur þessi áburður verið mikið notað- ur af hernum. Læknadeildir háskólanna í Iowa og Illinois eru nú að gera ýmsar tilraunir með lækningamátt blaðgræn- unnar á ýmsum sviðum, meðal annars við magakvillum, hjartakvillum og æðakölkun, og eins hvort hægt er að láta hana útrýma sýklum. O^T)é)®®G>*wJ) Ung stúlka var að velja sér kjól. — Þér skuluð ekki velja yður þenn- an lit, sagði afgreiðslumaðurinn. En ef þér gangið í kjól, sem er eins og sokk- arnir yðar, þá munduð þér vekja al- menna athygli. -r- Því trúi ég vei, gagöi stúlkan. Eg er ekki í sokkum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.