Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1954, Blaðsíða 15
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
195
VETRARHARÐINDI. — Meðan enn var svo að segja snjólaust á íslanði og enginn klaki í jörð, svo að menn gátu
unnið að ýmis konar jarðabótum, gengu vetrarhörkur miklar yfir meginland Evrópu. Snjór og frost eyðilögðu uppskeru
suður við Miðjarðarhaf, fólk dó úr kulda á Frakklandi og Ítalíu, járnbrautasamgöngur trufluðust, snjóflóð lögðu heil-
ar byggðir í eyði suður undir Alpafjöllum og siglingar trufluðust á Eystrasalti og sundunum vegna lagísa. — Þessi mynd
er tekin fyrir skömmu á Víkinni í Noregi og sjást þar allmörg skip, sem voru teppt í isnum. Nú liefur aftur brugðið til
hlýrra veðurs svo að flest eða öll skipin munu vera Iaus.
folöldin það til að glefsa í lömbin
og reyna að ýta þeim frá. En stund-
um varð skrítinn slagur á milli
folalda og lamba út af þessu og
fór þá svo að við urðum að rétta
folöldunum hjálparhönd. Allur
salli úr stöllum og jötum var hirt-
ur og annað hvort borinn undir
kýrnar í bás eða þá í flórinn til að
drýgja áburðinn, og þangað fór
líka gamall öskuhaugur, sem
fannst í túninu.
Einu sinni var það á góu að mik-
il harðindi höfðu verið allt frá því
snemma á jólaföstu. Faðir okkar
var hræddur um að verða heylaus,
enda var þá rekið heim á okkur
margt fé, sem hann átti á fóðrum
annars staðar. Hann rauk þá til
og lógaði 40 lömbum og einni kú,
og þóttist þá mundu eiga hey til
innigjafar fram á sumar. En dap-
urlegt var það að þurfa að grafa
blessaða lambaskrokkana í fönn.
Salt var ekki til að salta allt þetta
kjöt og man ég enn hvað þetta voru
dagurlegir dagar. En um vorið
hjálpaði pabbi ýmsum um hey.
Líklega hefir póstur komið í
sveitina einu sinni í mánuði, og
þá aðallega með blöð, því að menn
spöruðu sér burðargjöld undir
bréf með því að koma þeim á ferða-
menn. Það var líka orðin hrein-
asta plága ef það vitnaðist að ein-
hver ætlaði suður, hversu mikið
kom þá af bréfum og alls konar
kvabbi. Auðvitað var það skylda
að taka bréf og annast snúninga
fyrir menn endurgjaldslaust. Flest-
ir bændur höfðu aðgang að tveim-
ur blöðum og fylgdust vel með.
Fjórir bændur voru í blaðafélagi
og keyptu tvö blöð, svo blaðakaup-
in hafa verið innan við 2 kr. á
mann. Það þykir ekki há tala nú,
en í mörgu jafngilti þetta 200 kr.
nú, svo mjög hefir verðgildi breyzt,
í sumum tilfellum hundraðfalt.
- -
Oft hefi ég verið spurður að því,